Lundapysjutímabilið í Vestmannaeyjum á pari við þjóðhátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2021 20:28 Reiknað er með að pysjurnar verði sjö þúsund og sjö hundruð, sem Vestmannaeyingar bjarga og fá frelsi út á hafi en pysjutímabilið er um sex vikur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er líf og fjör í Vestmannaeyjum þessa dagana því nú er pysjutímabilið í hámarki þar sem bæjarbúa keppast við að finna Lunda pysju unga inn í bænum og fara með þær út að sjó og sleppa þeim þar. Reiknað er með að pysjurnar verði sjö þúsund og sjö hundruð, sem fá frelsi út á hafi. Margir segja að Pysjutímabilið í Vestmannaeyjum, sem stendur yfir í nokkrar vikur sé einn skemmtilegasti tími ársins í bæjarfélaginu, jafnvel skemmtilegri en Þjóðhátíð þegar hún er haldin. Allir bæjarbúar taka meira og minna þátt í leit að pysjunum inn í bænum og svo er alltaf mikil tilhlökkun þegar þeim er sleppt út á haf, ekki síst hjá yngstu kynslóðinni eins og Evu Laufeyju, sem er sjö ár. „Maður heldur undir vængina og kastar henni í sjóinn. Stundum eru þær í garðinum, stundum eru þær úti á götu og stundum einhvers staðar. Þetta er rosalega skemmtilegt,“ segir Eva Laufey, sem er Leifsdóttir. Eva Laufey Leifsdóttir, sjö ára pysjustelpa, sem þykir mjög gaman að leita að pysjum og sleppa þeim síðan út á sjó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Evu, Gígja Óskarsdóttir hefur umsjón með pysjueftirlitinu í Vestmannaeyjum. Hún vigtar hverja pysu áður en þeim er sleppt og allt er skráð inn á heimasíðuna lundi.is „Við erum hér með þrjár pysjur, sem við vorum að klára að vigta og ætlum að fara að gefa þeim frelsi. Þetta er ótrúlega skemmtilegur tími í Eyjum, maður verður barn aftur, þetta er mikið fjör og mikið stuð að leita að þeim út um allan bæ,“ segir Gígja og bætir við; „Þegar pysjurnar eru klárar þá sjá þær ljósinu í bænum og halda að það sé tunglið að endurspeglast í sjónum og villast aðeins af leið og lenda þá hérna hjá okkur. Þá komum við til sögunnar og björgum þeim.“ En er þetta skemmtilegra en þjóðhátíð? „Þetta er alveg á pari, þetta er ótrúlega gaman“. Og að sjálfsögðu sýndi fréttamaður sín tilþrif og bjargaði í fyrsta skipti á ævinni Lundapysju með því að gefa henni frelsi út á sjó. Allar helstu upplýsingar um pysjurnar er að finna á heimasíðunni lundi.is Gígja Óskarsdóttir er umsjónarmaður pysjueftirlitsins í Vestmannaeyjum í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Fuglar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Margir segja að Pysjutímabilið í Vestmannaeyjum, sem stendur yfir í nokkrar vikur sé einn skemmtilegasti tími ársins í bæjarfélaginu, jafnvel skemmtilegri en Þjóðhátíð þegar hún er haldin. Allir bæjarbúar taka meira og minna þátt í leit að pysjunum inn í bænum og svo er alltaf mikil tilhlökkun þegar þeim er sleppt út á haf, ekki síst hjá yngstu kynslóðinni eins og Evu Laufeyju, sem er sjö ár. „Maður heldur undir vængina og kastar henni í sjóinn. Stundum eru þær í garðinum, stundum eru þær úti á götu og stundum einhvers staðar. Þetta er rosalega skemmtilegt,“ segir Eva Laufey, sem er Leifsdóttir. Eva Laufey Leifsdóttir, sjö ára pysjustelpa, sem þykir mjög gaman að leita að pysjum og sleppa þeim síðan út á sjó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mamma Evu, Gígja Óskarsdóttir hefur umsjón með pysjueftirlitinu í Vestmannaeyjum. Hún vigtar hverja pysu áður en þeim er sleppt og allt er skráð inn á heimasíðuna lundi.is „Við erum hér með þrjár pysjur, sem við vorum að klára að vigta og ætlum að fara að gefa þeim frelsi. Þetta er ótrúlega skemmtilegur tími í Eyjum, maður verður barn aftur, þetta er mikið fjör og mikið stuð að leita að þeim út um allan bæ,“ segir Gígja og bætir við; „Þegar pysjurnar eru klárar þá sjá þær ljósinu í bænum og halda að það sé tunglið að endurspeglast í sjónum og villast aðeins af leið og lenda þá hérna hjá okkur. Þá komum við til sögunnar og björgum þeim.“ En er þetta skemmtilegra en þjóðhátíð? „Þetta er alveg á pari, þetta er ótrúlega gaman“. Og að sjálfsögðu sýndi fréttamaður sín tilþrif og bjargaði í fyrsta skipti á ævinni Lundapysju með því að gefa henni frelsi út á sjó. Allar helstu upplýsingar um pysjurnar er að finna á heimasíðunni lundi.is Gígja Óskarsdóttir er umsjónarmaður pysjueftirlitsins í Vestmannaeyjum í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Fuglar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira