Alvöru McKinsey II Halldór Auðar Svansson skrifar 19. ágúst 2021 13:31 Í fyrri pistli fór ég stuttlega yfir hvað segir í raun og veru í nýlegri skýrslu McKinsey um heilbrigðiskerfið. Þar tel ég mig eiginlega hafa verið að koma sitjandi ríkisstjórn til varnar gagnvart innri gagnrýni fjármálaráðherra sem heldur því fram að þeirra eigin fjárfestingar í kerfinu hafi ekki verið að nýtast sem skyldi. Í ljósi frétta sem hafa borist af því að Landspítalinn stendur nú í því leysa mönnunarvanda með því að semja við einkaaðila um að fá lánað starfsfólk frá þeim, og við starfsmannaleigur um að ráða inn erlent starfsfólk, er hins vegar strax kominn tími til að taka næsta vinkil á McKinsey. Hann er þessi, með beinni tilvitnun í skýrsluna: „Um 40% sérfræðilækna á Landspítala eru í hlutastarfi og um 15% þeirra í minna en 50% starfshlutfalli. Þessi staðreynd, þ.e. að læknar skipti tíma sínum á milli einkaþjónustu og opinberrar þjónustu, er líkleg til að draga úr skilvirkni og stöðugleika á opinberu sjúkrahúsunum.“ Þegar skoðuð er eldri skýrsla McKinsey frá 2016, sem gerð var þegar vorum í stöðu til að byrja að byggja upp eftir samdrátt í kjölfar bankahrunsins, þá kemur þetta líka fram og enn skýrar. Í samantekt á 3. kafla (Vinnuafl og mönnun) segir: „Hlutfall klínísks starfsfólks á Landspítalanum er lágt. Í þeim hópi eru læknar hlutfallslega fáir. Læknahópurinn er ungur og margir af eldri læknunum vinna einungis hlutastörf. Þetta veldur minni getu til að taka klínískar ákvarðanir byggðar á mikilli reynslu. Til að auka þessa getu þarf að breyta samsetningu starfsmannahópsins með það að lykilmarkmiði að auka daglega viðveru reyndra sérfræðilækna. Þetta myndi stuðla að því að biðlistar styttust sem og meðallengd innlagna á spítalanum.“ Hér gefst lítið svigrúm til að koma ríkisstjórninni til varnar, þar sem ekki verður annað ráðið af þessum tveimur skýrslum en að vandamál sem búið var að benda á fyrir mörgum árum hafi enn ekki verið leyst. Þvert á móti þá virðist sem að stefna stjórnarinnar (eða kannski skortur á stefnu?) sé að valda því að Landspítalinn neyðist til að fara í aðgerðir sem valda enn frekari óskilvirkni. Að geta stofnunarinnar til að sækja fram með því að laða að fleira sérhæft starfsfólk í fullt starf sé það veikluð, jafnvel í miðri kreppu þar sem svigrúm ætti að gefast til að t.d. lokka til baka sérmenntað starfsfólk sem hafði hrökklast til annarra starfa, að hún eigi enga aðra kosti en að fara í tímabundnar reddingar. Furðulegt nokk þá virðast Sjálfstæðismenn fagna þessu, að grunnheilbrigðisþjónustu sé útvistað til einkaaðila (en hún auðvitað greidd úr ríkissjóði samt sem áður), og halda þau því fram án raka að það sé skilvirkt fyrirkomulag. Enn og aftur þá er veruleikinn hins vegar sá að alvöru McKinsey segir annað. Í raun finnst mér nánast ótrúlegt að það þurfi að standa í því í miðjum heimsfaraldri, alvarlegustu heilsufarsvá sem við höfum þurft að takast á við á síðari árum, að ræða það hvort það sé þess virði að fjárfesta frekar í heilbrigðiskerfi sem öll tilhlítandi gögn sýna fram á að er enn undirfjármagnað í alþjóðlegum samanburði – og að skýrar ábendingar í skýrslum sem ríkisstjórnin lætur sjálf gera séu bara hundsaðar eða afbakaðar. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í fyrri pistli fór ég stuttlega yfir hvað segir í raun og veru í nýlegri skýrslu McKinsey um heilbrigðiskerfið. Þar tel ég mig eiginlega hafa verið að koma sitjandi ríkisstjórn til varnar gagnvart innri gagnrýni fjármálaráðherra sem heldur því fram að þeirra eigin fjárfestingar í kerfinu hafi ekki verið að nýtast sem skyldi. Í ljósi frétta sem hafa borist af því að Landspítalinn stendur nú í því leysa mönnunarvanda með því að semja við einkaaðila um að fá lánað starfsfólk frá þeim, og við starfsmannaleigur um að ráða inn erlent starfsfólk, er hins vegar strax kominn tími til að taka næsta vinkil á McKinsey. Hann er þessi, með beinni tilvitnun í skýrsluna: „Um 40% sérfræðilækna á Landspítala eru í hlutastarfi og um 15% þeirra í minna en 50% starfshlutfalli. Þessi staðreynd, þ.e. að læknar skipti tíma sínum á milli einkaþjónustu og opinberrar þjónustu, er líkleg til að draga úr skilvirkni og stöðugleika á opinberu sjúkrahúsunum.“ Þegar skoðuð er eldri skýrsla McKinsey frá 2016, sem gerð var þegar vorum í stöðu til að byrja að byggja upp eftir samdrátt í kjölfar bankahrunsins, þá kemur þetta líka fram og enn skýrar. Í samantekt á 3. kafla (Vinnuafl og mönnun) segir: „Hlutfall klínísks starfsfólks á Landspítalanum er lágt. Í þeim hópi eru læknar hlutfallslega fáir. Læknahópurinn er ungur og margir af eldri læknunum vinna einungis hlutastörf. Þetta veldur minni getu til að taka klínískar ákvarðanir byggðar á mikilli reynslu. Til að auka þessa getu þarf að breyta samsetningu starfsmannahópsins með það að lykilmarkmiði að auka daglega viðveru reyndra sérfræðilækna. Þetta myndi stuðla að því að biðlistar styttust sem og meðallengd innlagna á spítalanum.“ Hér gefst lítið svigrúm til að koma ríkisstjórninni til varnar, þar sem ekki verður annað ráðið af þessum tveimur skýrslum en að vandamál sem búið var að benda á fyrir mörgum árum hafi enn ekki verið leyst. Þvert á móti þá virðist sem að stefna stjórnarinnar (eða kannski skortur á stefnu?) sé að valda því að Landspítalinn neyðist til að fara í aðgerðir sem valda enn frekari óskilvirkni. Að geta stofnunarinnar til að sækja fram með því að laða að fleira sérhæft starfsfólk í fullt starf sé það veikluð, jafnvel í miðri kreppu þar sem svigrúm ætti að gefast til að t.d. lokka til baka sérmenntað starfsfólk sem hafði hrökklast til annarra starfa, að hún eigi enga aðra kosti en að fara í tímabundnar reddingar. Furðulegt nokk þá virðast Sjálfstæðismenn fagna þessu, að grunnheilbrigðisþjónustu sé útvistað til einkaaðila (en hún auðvitað greidd úr ríkissjóði samt sem áður), og halda þau því fram án raka að það sé skilvirkt fyrirkomulag. Enn og aftur þá er veruleikinn hins vegar sá að alvöru McKinsey segir annað. Í raun finnst mér nánast ótrúlegt að það þurfi að standa í því í miðjum heimsfaraldri, alvarlegustu heilsufarsvá sem við höfum þurft að takast á við á síðari árum, að ræða það hvort það sé þess virði að fjárfesta frekar í heilbrigðiskerfi sem öll tilhlítandi gögn sýna fram á að er enn undirfjármagnað í alþjóðlegum samanburði – og að skýrar ábendingar í skýrslum sem ríkisstjórnin lætur sjálf gera séu bara hundsaðar eða afbakaðar. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun