Sjávarútvegsstefna Viðreisnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 08:31 Útdráttur: Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Frambjóðandi Viðreisnar til Alþingiskosninga skrifaði á dögunum lofgerð um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem hann nefndi „Um spænska togara og hræðsluáróður“. Það er ekki við hann að sakast, en helsti vandinn við að leiðrétta missagnirnar er að þær eru svo margar. Hvar á að byrja og hvenær að enda? Hann leggur greinilega trúnað á stefnuvita flokksins. Hvað segir Evrópusambandið sjálft? Í framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá 16. október 2013 um aðildarumsókn Íslands er m.a. um þetta fjallað. Þar kemur fram að í heildina sé sjávarútvegsstefna Íslands ekki í samræmi við réttarreglur ESB. Þar eru sérstaklega nefnd núverandi höft í sjávarútvegsgeiranum á staðfesturétti (þ.e. réttinum til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og fyrirtækjarekstur í öðru ESB ríki). Margt fleira er sagt ekki vera í samræmi við réttarreglurnar. Þetta kom líka margoft fram í skjölum sem lögð voru fram á Alþingi. Breyta þyrfti lögum um fiskveiðar í grundvallaratriðum við inngöngu í ESB. Viðreisn ber að koma hreint fram og viðurkenna þetta. Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Umræðan má ekki stýrast af ósannindum Umræðan má ekki stýrast af ósannindum segir frambjóðandinn. Undir það skal tekið. Því ætti hann ekki að láta blekkjast til þess sjálfur. Íslendingar verða nefnilega ekki áfram með full yfirráð yfir veiðum á íslenskum miðum eftir inngöngu í ESB eins og hann heldur blákalt fram. Kannski í orði kveðnu meðan regla um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika er í gildi. Þeirri reglu má einfaldlega breyta hvenær sem er. Auk þess eiga ESB þjóðirnar sér margra alda sögu um veiðar á Íslandsmiðum. Henni verður haldið til haga. Það var ekki að ástæðulausu að þýskir þingmenn glöddust svo mjög yfir stækkun lögsögu ESB þegar aðildarumsókn Íslands var þar samþykkt. Það var ekki af aðdáun á fegurð hafsins. Spænskir togarar og hræðsluáróður Eins ég tók fyrr fram þá er hérumbil allt sem frambjóðandinn hefur um málið að segja byggt á e.k. misskilningi. Þar má nefna undanþágu Möltu, þá frásögn að öllum spurningum um sjávarútveginn hafi verið ósvarað er aðildarviðræðum var slitið o.s.frv. Hvað Spán varðar er rétt að benda frambjóðandanum á fjölmargar greinar sem birst hafa í breskum blöðum um svonefnt kvótahopp. Orð Planas, spænska sjávarútvegsráðherra um útgöngu Breta lýsa þessu í hnotskurn: „Spænskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir geigvænlegum afleiðingum Brexit án samnings. Við erum með 80 spænsk skip í breskum sjávarútvegi [miðum], auk 21 með breskum samstarfsaðilum. Þá eru á annað hundrað skipa undir þýskum, frönskum, írskum og hollenskum fánum í samstarfi við spænsk félög“. Frambjóðandinn talar um ósannindi andstæðinga ESB. En hann hlýtur að leggja trúnað á orð ESB ráðherrans. - Vill frambjóðandinn ekki bara draga greinina til baka? Og að lokum; hversu lengi væru stóru löndin innan ESB að ná undir sig fiskimiðunum ef 5% kvótans væru seld á uppboðsmarkaði á ári hverju? Höfundur er aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Útdráttur: Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Frambjóðandi Viðreisnar til Alþingiskosninga skrifaði á dögunum lofgerð um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins sem hann nefndi „Um spænska togara og hræðsluáróður“. Það er ekki við hann að sakast, en helsti vandinn við að leiðrétta missagnirnar er að þær eru svo margar. Hvar á að byrja og hvenær að enda? Hann leggur greinilega trúnað á stefnuvita flokksins. Hvað segir Evrópusambandið sjálft? Í framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar ESB frá 16. október 2013 um aðildarumsókn Íslands er m.a. um þetta fjallað. Þar kemur fram að í heildina sé sjávarútvegsstefna Íslands ekki í samræmi við réttarreglur ESB. Þar eru sérstaklega nefnd núverandi höft í sjávarútvegsgeiranum á staðfesturétti (þ.e. réttinum til að hefja og stunda sjálfstæða atvinnustarfsemi og fyrirtækjarekstur í öðru ESB ríki). Margt fleira er sagt ekki vera í samræmi við réttarreglurnar. Þetta kom líka margoft fram í skjölum sem lögð voru fram á Alþingi. Breyta þyrfti lögum um fiskveiðar í grundvallaratriðum við inngöngu í ESB. Viðreisn ber að koma hreint fram og viðurkenna þetta. Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. Umræðan má ekki stýrast af ósannindum Umræðan má ekki stýrast af ósannindum segir frambjóðandinn. Undir það skal tekið. Því ætti hann ekki að láta blekkjast til þess sjálfur. Íslendingar verða nefnilega ekki áfram með full yfirráð yfir veiðum á íslenskum miðum eftir inngöngu í ESB eins og hann heldur blákalt fram. Kannski í orði kveðnu meðan regla um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika er í gildi. Þeirri reglu má einfaldlega breyta hvenær sem er. Auk þess eiga ESB þjóðirnar sér margra alda sögu um veiðar á Íslandsmiðum. Henni verður haldið til haga. Það var ekki að ástæðulausu að þýskir þingmenn glöddust svo mjög yfir stækkun lögsögu ESB þegar aðildarumsókn Íslands var þar samþykkt. Það var ekki af aðdáun á fegurð hafsins. Spænskir togarar og hræðsluáróður Eins ég tók fyrr fram þá er hérumbil allt sem frambjóðandinn hefur um málið að segja byggt á e.k. misskilningi. Þar má nefna undanþágu Möltu, þá frásögn að öllum spurningum um sjávarútveginn hafi verið ósvarað er aðildarviðræðum var slitið o.s.frv. Hvað Spán varðar er rétt að benda frambjóðandanum á fjölmargar greinar sem birst hafa í breskum blöðum um svonefnt kvótahopp. Orð Planas, spænska sjávarútvegsráðherra um útgöngu Breta lýsa þessu í hnotskurn: „Spænskur sjávarútvegur stendur frammi fyrir geigvænlegum afleiðingum Brexit án samnings. Við erum með 80 spænsk skip í breskum sjávarútvegi [miðum], auk 21 með breskum samstarfsaðilum. Þá eru á annað hundrað skipa undir þýskum, frönskum, írskum og hollenskum fánum í samstarfi við spænsk félög“. Frambjóðandinn talar um ósannindi andstæðinga ESB. En hann hlýtur að leggja trúnað á orð ESB ráðherrans. - Vill frambjóðandinn ekki bara draga greinina til baka? Og að lokum; hversu lengi væru stóru löndin innan ESB að ná undir sig fiskimiðunum ef 5% kvótans væru seld á uppboðsmarkaði á ári hverju? Höfundur er aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun