Blómstrandi atvinnulíf á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2021 13:13 Valdimar Hafsteinsson, formaður Atorku, sem er Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Hann er jafnframt forstjóri Kjörís í Hveragerði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Atvinnuástand á Suðurlandi hefur sjaldan eða aldrei verið eins gott og um þessar mundir. Víða vantar þó fólk til starfa eins og í ferðaþjónustu og við byggingaframkvæmdir. Það er ótrúlega mikið um að vera á Suðurlandi þegar atvinnumál eru annars vegar því alls staðar er verið að framkvæma einhver verk og mikið er að gera í ferðaþjónustunni. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki eins og í Sveitarfélaginu Árborg, í Hveragerði, Ölfusi og víða í Rangárvallasýslu svo einhverjir staðir séu nefndir. Valdimar Hafsteinsson, forstjóri Kjörís í Hveragerði er formaður Atorku, sem er Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Hann er mjög ánægður að sjá hvernig atvinnulífið blómstrar en það er þó einn hængur á, það vantar starfsfólk víða. „Já, við höfum orðið vör við það og kannski sérstaklega í ferðamennskunni, það hefur borið á því að þeir kvarta yfir því að það vanti fólk í vinnu og kannski ekki allir að skila sér, sem þeir vilja af atvinnuleysisskránni, það er kannski helst þar sem skóinn kreppir,“ segir Valdimar. Atorka var með súpufund í vikunni með Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra þar sem farið var það helsta, sem er að gerast í atvinnumálum á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju þakkar þú það að atvinnulífið gengur svona vel? „Íslendingar hafa það nokkuð gott og kaupmáttur er ágætur og fólk er að eyða sínum peningum heima núna, Íslendingarnir og svo eru við að fá þetta aukalega, sem þarf stundum en það eru ferðamenn. Þeir hafa verið að koma í sumar og fram á haustið og vonandi náum við að halda því á skynsamlegum nótum áfram.“ Valdimar segir mikinn kraft í byggingaframkvæmdum og vegagerð víða á Suðurlandi, sem skapi fjölmörg störf. Þá sé meira og minna alls staðar verið að byggja íbúðarhúsnæði. En af hverju er Suðurland svona vinsælt, sem bússetukostur? „Byggðin er blómleg og fólkið gott og ég held að það spili örlítið inn í að húsnæðisverð er lægra hérna en á höfuðborgarsvæðinu, örlítið enn þá, þó að bilið minnki með tímanum." Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Árborg Hveragerði Ölfus Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Það er ótrúlega mikið um að vera á Suðurlandi þegar atvinnumál eru annars vegar því alls staðar er verið að framkvæma einhver verk og mikið er að gera í ferðaþjónustunni. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki eins og í Sveitarfélaginu Árborg, í Hveragerði, Ölfusi og víða í Rangárvallasýslu svo einhverjir staðir séu nefndir. Valdimar Hafsteinsson, forstjóri Kjörís í Hveragerði er formaður Atorku, sem er Félag atvinnurekanda á Suðurlandi. Hann er mjög ánægður að sjá hvernig atvinnulífið blómstrar en það er þó einn hængur á, það vantar starfsfólk víða. „Já, við höfum orðið vör við það og kannski sérstaklega í ferðamennskunni, það hefur borið á því að þeir kvarta yfir því að það vanti fólk í vinnu og kannski ekki allir að skila sér, sem þeir vilja af atvinnuleysisskránni, það er kannski helst þar sem skóinn kreppir,“ segir Valdimar. Atorka var með súpufund í vikunni með Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra þar sem farið var það helsta, sem er að gerast í atvinnumálum á Suðurlandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverju þakkar þú það að atvinnulífið gengur svona vel? „Íslendingar hafa það nokkuð gott og kaupmáttur er ágætur og fólk er að eyða sínum peningum heima núna, Íslendingarnir og svo eru við að fá þetta aukalega, sem þarf stundum en það eru ferðamenn. Þeir hafa verið að koma í sumar og fram á haustið og vonandi náum við að halda því á skynsamlegum nótum áfram.“ Valdimar segir mikinn kraft í byggingaframkvæmdum og vegagerð víða á Suðurlandi, sem skapi fjölmörg störf. Þá sé meira og minna alls staðar verið að byggja íbúðarhúsnæði. En af hverju er Suðurland svona vinsælt, sem bússetukostur? „Byggðin er blómleg og fólkið gott og ég held að það spili örlítið inn í að húsnæðisverð er lægra hérna en á höfuðborgarsvæðinu, örlítið enn þá, þó að bilið minnki með tímanum."
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Árborg Hveragerði Ölfus Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira