Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2021 14:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp. Eru viðmið um sóttkví skilgreind eftir því hvort samvera við smitaðan einstakling hafi verið mikil eða ekki. Ef samskipti hafa ekki verið mikil samkvæmt skilgreiningu verður ekki gerð krafa um sóttkví heldur smitgát og getur viðkomandi þá mætt í skólann. Hraðpróf verða notuð þegar í hlut eiga einstaklingar sem einungis þurfa að sæta smitgát. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem leiðbeiningarnar hafa verið birtar. Kveðið verður á um breyttar reglur um sóttkví í samræmi við leiðbeiningarnar í nýrri reglugerð sem tekur gildi næsta þriðjudag. Í mati rakningateymisins er almennt litið til þess hvort einstaklingurinn hafi verið lengur en 15 mínútur og í minni en tveggja metra nánd við hinn smitaða. Þá er tekið mið af því hvort fólkið hafi átt í nánum samskiptum á borð við faðmlög eða kossa, átt endurtekin samskipti í minna en 15 mínútur í senn, eða verið lengi í sama rými á heimili eða vinnustað. Eftirfarandi viðmið eru svo gefin upp í nýju leiðbeiningunum: Ef nemandi greinist með Covid-19 Þá gildir sóttkví um: Vini og þá sem voru með nemandanum eftir skóla Nemendur sem sátu við sama borð Þá sem voru með honum í vinnuhópi Er það mat skólastjórnar eða rakningateymis hvort hluti eða allur bekkurinn fari í sóttkví. Smitgát gildir um þá sem: Voru í samskiptum sem teljast ekki mikil Voru í sama hólfi og sá smitaði Voru í sömu stofu en hún var vel loftræst og engin nánd nema í mjög stuttan tíma Þessi hópur getur mætt í skólann en fer í hraðpróf daginn eftir að smit uppgötvast og aftur eftir fjóra daga. Ef einstaklingur greinist jákvæður í hraðprófi er viðkomandi boðaður í PCR próf. Einkennavarúð nær til þeirra sem: Voru í litlum eða engum samskiptum við hinn smitaða Í sama hólfi en ekki á sama tíma á stöðum líkt og matsal Þessi hópur þarf hvorki að fara í sóttkví né hraðpróf. Ef kennari greinist með Covid-19 gildir að öllu jöfnu það sama um hann og nemendur. Leiðbeiningarnar má nálgast í heild sinni á vef Stjórnarráðsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Eru viðmið um sóttkví skilgreind eftir því hvort samvera við smitaðan einstakling hafi verið mikil eða ekki. Ef samskipti hafa ekki verið mikil samkvæmt skilgreiningu verður ekki gerð krafa um sóttkví heldur smitgát og getur viðkomandi þá mætt í skólann. Hraðpróf verða notuð þegar í hlut eiga einstaklingar sem einungis þurfa að sæta smitgát. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem leiðbeiningarnar hafa verið birtar. Kveðið verður á um breyttar reglur um sóttkví í samræmi við leiðbeiningarnar í nýrri reglugerð sem tekur gildi næsta þriðjudag. Í mati rakningateymisins er almennt litið til þess hvort einstaklingurinn hafi verið lengur en 15 mínútur og í minni en tveggja metra nánd við hinn smitaða. Þá er tekið mið af því hvort fólkið hafi átt í nánum samskiptum á borð við faðmlög eða kossa, átt endurtekin samskipti í minna en 15 mínútur í senn, eða verið lengi í sama rými á heimili eða vinnustað. Eftirfarandi viðmið eru svo gefin upp í nýju leiðbeiningunum: Ef nemandi greinist með Covid-19 Þá gildir sóttkví um: Vini og þá sem voru með nemandanum eftir skóla Nemendur sem sátu við sama borð Þá sem voru með honum í vinnuhópi Er það mat skólastjórnar eða rakningateymis hvort hluti eða allur bekkurinn fari í sóttkví. Smitgát gildir um þá sem: Voru í samskiptum sem teljast ekki mikil Voru í sama hólfi og sá smitaði Voru í sömu stofu en hún var vel loftræst og engin nánd nema í mjög stuttan tíma Þessi hópur getur mætt í skólann en fer í hraðpróf daginn eftir að smit uppgötvast og aftur eftir fjóra daga. Ef einstaklingur greinist jákvæður í hraðprófi er viðkomandi boðaður í PCR próf. Einkennavarúð nær til þeirra sem: Voru í litlum eða engum samskiptum við hinn smitaða Í sama hólfi en ekki á sama tíma á stöðum líkt og matsal Þessi hópur þarf hvorki að fara í sóttkví né hraðpróf. Ef kennari greinist með Covid-19 gildir að öllu jöfnu það sama um hann og nemendur. Leiðbeiningarnar má nálgast í heild sinni á vef Stjórnarráðsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira