Breiðablik valtaði yfir litáísku meistarana og fer áfram í Meistaradeildinni Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 16:50 Blikakonur skoruðu fimm skallamörk í risasigri sínum í dag. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann 8-1 sigur á Litáensmeisturum Gintra á Siauliai-vellinum í Litáen í dag. Liðið er þar með komið áfram í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og er skrefi nær riðlakeppninni. Breiðablik hafði unnið 7-0 sigur á Færeyjarmeisturum KÍ frá Klaksvík á miðvikudag til að tryggja sæti sitt í úrslitum við Gintra, sem vann 2-0 sigur á Flora frá Eistlandi. Ljóst var fyrir leik dagsins að sigurvegarinn myndi komast áfram í 2. umferð forkeppninnar. Sigur í 2. umferð þýðir svo sæti í riðlakeppninni. Það tók Breiðablik aðeins tíu mínútur að komast yfir í dag en þar var að verki Tiffany McCarty sem skallaði inn fyrirgjöf Karitasar Tómasdóttur af stuttu færi. Blikakonur voru með yfirburði úti á velli en tókst ekki að færa sér þá í nyt fyrr seint í hálfleiknum. Agla María Albertsdóttir skallaði þá inn fallega fyrirgjöf Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Strax í næstu sókn var Áslaug aftur á ferðinni þar sem hún negldi boltann upp í þaknetið, óverjandi fyrir markvörð Gintra, til að veita Blikakonum 3-0 forystu í hléi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í dag.Vísir/Elín Björg McCarty skoraði sitt annað mark og fjórða mark Blika snemma í síðari hálfleik, á 49. mínútu, eftir að hafa sloppið í gegnum vörn þeirra litáísku. Blikavörnin klikkaði hins vegar skömmu síðar þar sem Madison Gibson tókst að laga stöðuna með marki fyrir Gintra strax á 50. mínútu. Lið Gintra komst hins vegar ekki lengra en það. Fimm mínútum eftir mark Gibson skoraði Heiðdís Lillýardóttir þriðja skallamark Breiðablik eftir hornspyrnu Öglu Maríu. Agla María skoraði sitt annað mark, aftur eftir stoðsendingu Áslaugar Mundu, á 64. mínútu. Aftur var það með hausnum og skallamörkin orðin fjögur. Áslaug lagði upp þriðja markið fyrir Öglu Maríu sem fullkomnaði þrennu sína sjö mínútum síðar. Staðan orðin 7-1. Á 76. mínútu skoraði Hildur Antonsdóttir fimmta skallamark Breiðabliks þar sem hún var ein og yfirgefin eftir aukaspyrnu Öglu Maríu utan af velli. Leikurinn róaðist eilítið eftir það, enda sigur Breiðabliks vís. Blikakonur unnu 8-1 sigur og eru því komnar áfram í 2. umferð forkeppninnar. Á morgun kemur í ljós hverjir andstæðingar Blikakvenna verða er dregið verður um viðureignir í umferðinni. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Breiðablik hafði unnið 7-0 sigur á Færeyjarmeisturum KÍ frá Klaksvík á miðvikudag til að tryggja sæti sitt í úrslitum við Gintra, sem vann 2-0 sigur á Flora frá Eistlandi. Ljóst var fyrir leik dagsins að sigurvegarinn myndi komast áfram í 2. umferð forkeppninnar. Sigur í 2. umferð þýðir svo sæti í riðlakeppninni. Það tók Breiðablik aðeins tíu mínútur að komast yfir í dag en þar var að verki Tiffany McCarty sem skallaði inn fyrirgjöf Karitasar Tómasdóttur af stuttu færi. Blikakonur voru með yfirburði úti á velli en tókst ekki að færa sér þá í nyt fyrr seint í hálfleiknum. Agla María Albertsdóttir skallaði þá inn fallega fyrirgjöf Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Strax í næstu sókn var Áslaug aftur á ferðinni þar sem hún negldi boltann upp í þaknetið, óverjandi fyrir markvörð Gintra, til að veita Blikakonum 3-0 forystu í hléi. Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu í dag.Vísir/Elín Björg McCarty skoraði sitt annað mark og fjórða mark Blika snemma í síðari hálfleik, á 49. mínútu, eftir að hafa sloppið í gegnum vörn þeirra litáísku. Blikavörnin klikkaði hins vegar skömmu síðar þar sem Madison Gibson tókst að laga stöðuna með marki fyrir Gintra strax á 50. mínútu. Lið Gintra komst hins vegar ekki lengra en það. Fimm mínútum eftir mark Gibson skoraði Heiðdís Lillýardóttir þriðja skallamark Breiðablik eftir hornspyrnu Öglu Maríu. Agla María skoraði sitt annað mark, aftur eftir stoðsendingu Áslaugar Mundu, á 64. mínútu. Aftur var það með hausnum og skallamörkin orðin fjögur. Áslaug lagði upp þriðja markið fyrir Öglu Maríu sem fullkomnaði þrennu sína sjö mínútum síðar. Staðan orðin 7-1. Á 76. mínútu skoraði Hildur Antonsdóttir fimmta skallamark Breiðabliks þar sem hún var ein og yfirgefin eftir aukaspyrnu Öglu Maríu utan af velli. Leikurinn róaðist eilítið eftir það, enda sigur Breiðabliks vís. Blikakonur unnu 8-1 sigur og eru því komnar áfram í 2. umferð forkeppninnar. Á morgun kemur í ljós hverjir andstæðingar Blikakvenna verða er dregið verður um viðureignir í umferðinni.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira