Kötturinn Birta er einn öflugasti plokkari landsins Elma Rut Valtýsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 23. ágúst 2021 22:26 Kötturinn Birta sem búsett er á Höfn í Hornafirði er afar öflugur plokkari og hefur meðal annars hlotið styrk frá umhverfissamtökunum Bláa hernum fyrir störf sín. Stöð 2 Kötturinn Birta er einn öflugasti plokkari landsins. Hún fyllir um tvo ruslapoka í hverjum mánuði og hefur hlotið styrk frá umhverfissamtökunum Bláa hernum. Birta er búsett á Höfn í Hornafirði. Hana má gjarnan sjá með rusl í kjaftinum sem hún tínir upp af götum bæjarins en hún sækir sérstaklega í byggingarsvæði. „Hún er búin að koma með mjög margt þaðan, til dæmis þéttikanta, fjórum sinnum, svona stóra poka. Hún er búin að koma með fimm sex metra langar lengjur þaðan,“ segir Stefanía Hilmarsdóttir, eigandi Birtu. Líkt og sönnum umhverfisverndarsinna sæmir tínir hún einnig plast og kemur með grímur og plast sem hún finnur á víðavangi. Segja má að Birta sé á meðal öflugustu plokkara landsins. „Hún hefur mikið dálæti á garðhönskum og það var mikil vertíð hjá henni eða uppgrip þegar unglingavinnan var núna í vor.“ Það furðulegasta sem Birta hefur fært eiganda sínum er óopnaður bjór á nýársmorgun og fyrir það segist Stefanía hafa verið þakklát. Birta fyllir um tvo ruslapoka í mánuði og fékk hún nýverið styrk frá umhverfissamtökunum Bláa hernum til kaupa á GPS staðsetningartæki til þess að hægt sé að fylgjast með ferðum hennar. Stefanía segist afar stolt af framtakinu og er Birta það ekki síður. „Hún verður mjög montin ef að ég verð vitni af því að hún er að koma með eitthvað. Þá er hún alveg að springa.“ Kettir Umhverfismál Gæludýr Dýr Hornafjörður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Birta er búsett á Höfn í Hornafirði. Hana má gjarnan sjá með rusl í kjaftinum sem hún tínir upp af götum bæjarins en hún sækir sérstaklega í byggingarsvæði. „Hún er búin að koma með mjög margt þaðan, til dæmis þéttikanta, fjórum sinnum, svona stóra poka. Hún er búin að koma með fimm sex metra langar lengjur þaðan,“ segir Stefanía Hilmarsdóttir, eigandi Birtu. Líkt og sönnum umhverfisverndarsinna sæmir tínir hún einnig plast og kemur með grímur og plast sem hún finnur á víðavangi. Segja má að Birta sé á meðal öflugustu plokkara landsins. „Hún hefur mikið dálæti á garðhönskum og það var mikil vertíð hjá henni eða uppgrip þegar unglingavinnan var núna í vor.“ Það furðulegasta sem Birta hefur fært eiganda sínum er óopnaður bjór á nýársmorgun og fyrir það segist Stefanía hafa verið þakklát. Birta fyllir um tvo ruslapoka í mánuði og fékk hún nýverið styrk frá umhverfissamtökunum Bláa hernum til kaupa á GPS staðsetningartæki til þess að hægt sé að fylgjast með ferðum hennar. Stefanía segist afar stolt af framtakinu og er Birta það ekki síður. „Hún verður mjög montin ef að ég verð vitni af því að hún er að koma með eitthvað. Þá er hún alveg að springa.“
Kettir Umhverfismál Gæludýr Dýr Hornafjörður Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira