Húseigandinn dró tilboð um fyrirhuguð hjúkrunarrými til baka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. ágúst 2021 10:13 Til stóð að reka hjúkrunarrýmin í húsnæðinu við Urðarhvarf 8. Fyrirtækið Heilsuvernd var búið að komast að samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur tímabundinna hjúkrunarrýma í Urðarhvarfi 8. Samningstíminn var fjögur ár með möguleika á framlengingu. Ekkert varð hins vegar af framkvæmdum, þar sem húsnæðið var „dregið til baka“ af húseiganda. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Teits Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Heilsuverndar, við fyrirspurn Vísis. Fengu stjórnendur Heilsuverndar þá skýringu að tilboðið um húsnæðið hefði verið dregið til baka vegna tímalengdar leigusamningsins og þá hefði húseigandinn unnið að því að fá aðra leigutaka í húsnæðið, sem hefðu að lokum orðið fyrir valinu. „Æpandi“ þörf á hjúkrunarrýmum Vísir greindi frá því í morgun að Sjúkratryggingar hefðu ráðist í útboð á húsnæði undir rekstur tímabundins hjúkrunarheimilis. Það var gert í kjölfar þess að samningar við Heilsuverndar gengu ekki upp. Þegar húsnæði finnst verður þjónustan boðin út. Teitur segir stjórnendur Heilsuverndar munu skoða að gera tilboð í þjónustuna þegar þar að kemur, enda sé þörfin á hjúkrunarrýmum „æpandi“. Hann segist þó jafnan vilja minna á að Heilsuvernd hafi boðið fram launsir um árabil en ekkert fjármagn hafi verið til í verkið. Það hefur breyst en rétt fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að fjármagn hefði verið tryggt til reksturs 90 hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu, bróðurpartur 1,7 milljarðs fjárveitingar. Vilja bjóða upp á sveigjanleg úrræði Til stóð að taka hjúkrunarrýmin í notkun í sumar og átti það meðal annars að létta álagið á Landspítala, þar sem erfitt hefur reynst að útskrifa fólk vegna skorts á úrræðum. „Við búum auðvitað að þessum undirbúningi, þekkingu á slíkum rekstri og erum t.a.m að reka Heilsvernd Hjúkrunarheimili á Akureyri. Þá höfum við lagt upp með sveigjanleg úrræði í dagvistun og umönnun aldraðra sem enn búa í heimahúsi, með frábærum árangri, og viljum gera slíkt hið sama hér í Reykjavík. Efla iðju, sjúkraþjálfun og félagsstarf með stuðningi heilbrigðisstétta og aðstöðu sem var og er meiningin að gera,“ segir Teitur. „Slíkt fyrirkomulag blandað saman við hjúkrunarrými er frábær nýting starfskrafta og húsnæðis, lengir tímann sem hinn aldraði getur verið heima hjá sér og tekið að hluta á því álagi sem er tíðrætt á Landspítala.“ Teitur segist vilja ítreka að stjórnendur Heilsuverndar hafi átt í góðu samstarfi við Sjúkratryggingar og vilji eiga það áfram. Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ekkert varð hins vegar af framkvæmdum, þar sem húsnæðið var „dregið til baka“ af húseiganda. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Teits Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Heilsuverndar, við fyrirspurn Vísis. Fengu stjórnendur Heilsuverndar þá skýringu að tilboðið um húsnæðið hefði verið dregið til baka vegna tímalengdar leigusamningsins og þá hefði húseigandinn unnið að því að fá aðra leigutaka í húsnæðið, sem hefðu að lokum orðið fyrir valinu. „Æpandi“ þörf á hjúkrunarrýmum Vísir greindi frá því í morgun að Sjúkratryggingar hefðu ráðist í útboð á húsnæði undir rekstur tímabundins hjúkrunarheimilis. Það var gert í kjölfar þess að samningar við Heilsuverndar gengu ekki upp. Þegar húsnæði finnst verður þjónustan boðin út. Teitur segir stjórnendur Heilsuverndar munu skoða að gera tilboð í þjónustuna þegar þar að kemur, enda sé þörfin á hjúkrunarrýmum „æpandi“. Hann segist þó jafnan vilja minna á að Heilsuvernd hafi boðið fram launsir um árabil en ekkert fjármagn hafi verið til í verkið. Það hefur breyst en rétt fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðuneytið að fjármagn hefði verið tryggt til reksturs 90 hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu, bróðurpartur 1,7 milljarðs fjárveitingar. Vilja bjóða upp á sveigjanleg úrræði Til stóð að taka hjúkrunarrýmin í notkun í sumar og átti það meðal annars að létta álagið á Landspítala, þar sem erfitt hefur reynst að útskrifa fólk vegna skorts á úrræðum. „Við búum auðvitað að þessum undirbúningi, þekkingu á slíkum rekstri og erum t.a.m að reka Heilsvernd Hjúkrunarheimili á Akureyri. Þá höfum við lagt upp með sveigjanleg úrræði í dagvistun og umönnun aldraðra sem enn búa í heimahúsi, með frábærum árangri, og viljum gera slíkt hið sama hér í Reykjavík. Efla iðju, sjúkraþjálfun og félagsstarf með stuðningi heilbrigðisstétta og aðstöðu sem var og er meiningin að gera,“ segir Teitur. „Slíkt fyrirkomulag blandað saman við hjúkrunarrými er frábær nýting starfskrafta og húsnæðis, lengir tímann sem hinn aldraði getur verið heima hjá sér og tekið að hluta á því álagi sem er tíðrætt á Landspítala.“ Teitur segist vilja ítreka að stjórnendur Heilsuverndar hafi átt í góðu samstarfi við Sjúkratryggingar og vilji eiga það áfram.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?