„Átti erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2021 12:01 Brynjar Gauti Guðjónsson tekur því rólega á næstunni eftir að hafa fengið heilahristing í leiknum gegn Fylki í gær. vísir/bára Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Stjörnunnar, þurfti að fara af velli í 2-0 sigri Garðabæjarliðsins á Fylki í Pepsi Max-deild karla í gær vegna heilahristings. Brynjar fór af velli á 30. mínútu en fyrr í leiknum hafði hann fengið boltann í höfuðið. „Staðan á mér er þokkaleg. Ég fékk heilahristing og það sem því fylgir,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég fékk skot í höfuðið en datt ekkert út eða vankaðist þá. Það sýnir kannski hvað þessi höfuðmeiðsli geta verið lúmsk. Við tókum test og þá leið mér ágætlega. Ég hélt áfram að spila en svo átti ég erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum. Og um leið að það gerðist bað ég um skiptingu.“ Las að við hefðum unnið Brynjar segist lítið muna eftir leiknum á Samsung-vellinum í gær. „Ég las einhvers staðar að við hefðum unnið hann,“ sagði varnarmaðurinn léttur. Hann segist hafa verið með höfuðverk og önnur einkenni heilahristings þegar hann vaknaði í morgun. „Ég get ekki verið í miklum látum og miklu ljósi,“ sagði Brynjar sem heldur sig til hlés næstu daga. Fer sér ekki að neinu óðslega „Þetta eru frekar óhugnanleg meiðsli með höfuðið. Ég ætla að taka því rólega næstu daga og á meðan einkennin eru til staðar geri ég ekki neitt. Svo prófar maður sig áfram en maður þarf að gefa þessu tíma og fer sér ekki að neinu óðslega,“ sagði Brynjar. Sigurinn í gær var afar mikilvægur fyrir Stjörnuna en með honum komst liðið í fimm stiga fjarlægð frá fallsæti. „Það var mikill léttir að strákarnir hafi klárað þetta og fullt hrós á þá. Við vorum fáliðaðir fyrir og ekki bætti úr skák að ég þurfti að fara út af. Margir voru að spila stöður sem þeir eru ekki vanir og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið fyrir að klára þetta,“ sagði Brynjar sem hefur leikið þrettán leiki með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í sumar. Næsti leikur Stjörnunnar, og sá síðasti fyrir landsleikjahléið, er gegn Íslandsmeisturum Vals á laugardaginn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Brynjar fór af velli á 30. mínútu en fyrr í leiknum hafði hann fengið boltann í höfuðið. „Staðan á mér er þokkaleg. Ég fékk heilahristing og það sem því fylgir,“ sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag. „Ég fékk skot í höfuðið en datt ekkert út eða vankaðist þá. Það sýnir kannski hvað þessi höfuðmeiðsli geta verið lúmsk. Við tókum test og þá leið mér ágætlega. Ég hélt áfram að spila en svo átti ég erfitt með að einbeita mér og muna hvað hafði gerst í leiknum. Og um leið að það gerðist bað ég um skiptingu.“ Las að við hefðum unnið Brynjar segist lítið muna eftir leiknum á Samsung-vellinum í gær. „Ég las einhvers staðar að við hefðum unnið hann,“ sagði varnarmaðurinn léttur. Hann segist hafa verið með höfuðverk og önnur einkenni heilahristings þegar hann vaknaði í morgun. „Ég get ekki verið í miklum látum og miklu ljósi,“ sagði Brynjar sem heldur sig til hlés næstu daga. Fer sér ekki að neinu óðslega „Þetta eru frekar óhugnanleg meiðsli með höfuðið. Ég ætla að taka því rólega næstu daga og á meðan einkennin eru til staðar geri ég ekki neitt. Svo prófar maður sig áfram en maður þarf að gefa þessu tíma og fer sér ekki að neinu óðslega,“ sagði Brynjar. Sigurinn í gær var afar mikilvægur fyrir Stjörnuna en með honum komst liðið í fimm stiga fjarlægð frá fallsæti. „Það var mikill léttir að strákarnir hafi klárað þetta og fullt hrós á þá. Við vorum fáliðaðir fyrir og ekki bætti úr skák að ég þurfti að fara út af. Margir voru að spila stöður sem þeir eru ekki vanir og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið fyrir að klára þetta,“ sagði Brynjar sem hefur leikið þrettán leiki með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni í sumar. Næsti leikur Stjörnunnar, og sá síðasti fyrir landsleikjahléið, er gegn Íslandsmeisturum Vals á laugardaginn. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira