Þörf umræða um málefni aldraðra Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 24. ágúst 2021 16:31 Heilbrigðisþing var haldið fyrir skömmu. Umræðuefnið var nýútkomin skýrsla varðandi aðbúnað og þjónustu við aldraða. Umræðan er tímabær og í raun löngu tímabær, um það hvaða aðstæður og aðbúnað við viljum veita þeim sem eru orðnir aldraðir og þurfa þjónustu með einum eða öðrum hætti sökum breytinga á heilsufari. Höfum hugfast að sem betur fer búa fleiri en færri aldraðir við góða heilsu og eru sjálfum sér nægir um allar þarfir daglegs lífs. Það hefur mikil fjölgun átt sér stað í þeim hópi sem teljast aldraðir og ljóst miðað við allar spár og tölfræði að það á enn eftir að fjölga hlutfallslega í þeim hópi. Á fyrrnefndu heilbrigðisþingi var rætt um möguleika sem felast í aukinni þjónustu heim til þeirra sem þurfa aðstoð af einhverju tagi og að aukin þjónusta heim til fólks drægi úr þörf á fjölgun hjúkrunarrýma. Það er von undirritaðs að svo sé og verði, að samfélagið allt, ríki og sveitarfélög, komi sér saman um hvernig eigi að byggja upp þjónustunet, um allt land, þannig að öldruðum sé gert kleift að vera sem lengst heima hjá sér og halda sitt eigið heimili. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, því miður vil ég segja, að það er og verður alltaf ákveðið hlutfall aldraðra sem mun eiga við alvarlegan heilsubrest að ræða af einhverju tagi og þá getur það verið besta lausnin fyrir viðkomandi einstakling að fá inni á hjúkrunarheimili í nærsamfélagi viðkomandi. Þar fær einstaklingurinn aðstoð og skapar sér þar notalega aðstöðu og á vonandi áhyggjulaust ævikvöld. Það vantar millistig frá því að vera búandi heima og geta verið sjálfbjarga á allan hátt og yfir í þá stöðu að vera kominn í þörf fyrir að flytja inn á hjúkrunarheimili. Það er um þetta sem umræðan þarf að snúast, ekki að beina spjótum sínum að starfssemi hjúkrunarheimila og því frábæra starfsfólki sem á heimilunum starfar landið um kring. Það voru afar mikil vonbrigði og olli í raun sárindum á meðal starfsmanna hjúkrunarheimila að umræðan á heilbrigðisþingi og ekki síst í kjölfar þess skyldi beinast í þá átt að hjúkrunarheimilin væru geymslurými. Það er óvirðing við heimilisfólk heimilanna og óvirðing við frábært starfsfólk hjúkrunarheimilanna. Höldum okkur á veginum í umræðunni, annað veldur mögulega óþarfa slysum, leiðindum og miskilningi sem skapað getað sárindi, óverðskulduð og þarflaus með öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþing var haldið fyrir skömmu. Umræðuefnið var nýútkomin skýrsla varðandi aðbúnað og þjónustu við aldraða. Umræðan er tímabær og í raun löngu tímabær, um það hvaða aðstæður og aðbúnað við viljum veita þeim sem eru orðnir aldraðir og þurfa þjónustu með einum eða öðrum hætti sökum breytinga á heilsufari. Höfum hugfast að sem betur fer búa fleiri en færri aldraðir við góða heilsu og eru sjálfum sér nægir um allar þarfir daglegs lífs. Það hefur mikil fjölgun átt sér stað í þeim hópi sem teljast aldraðir og ljóst miðað við allar spár og tölfræði að það á enn eftir að fjölga hlutfallslega í þeim hópi. Á fyrrnefndu heilbrigðisþingi var rætt um möguleika sem felast í aukinni þjónustu heim til þeirra sem þurfa aðstoð af einhverju tagi og að aukin þjónusta heim til fólks drægi úr þörf á fjölgun hjúkrunarrýma. Það er von undirritaðs að svo sé og verði, að samfélagið allt, ríki og sveitarfélög, komi sér saman um hvernig eigi að byggja upp þjónustunet, um allt land, þannig að öldruðum sé gert kleift að vera sem lengst heima hjá sér og halda sitt eigið heimili. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, því miður vil ég segja, að það er og verður alltaf ákveðið hlutfall aldraðra sem mun eiga við alvarlegan heilsubrest að ræða af einhverju tagi og þá getur það verið besta lausnin fyrir viðkomandi einstakling að fá inni á hjúkrunarheimili í nærsamfélagi viðkomandi. Þar fær einstaklingurinn aðstoð og skapar sér þar notalega aðstöðu og á vonandi áhyggjulaust ævikvöld. Það vantar millistig frá því að vera búandi heima og geta verið sjálfbjarga á allan hátt og yfir í þá stöðu að vera kominn í þörf fyrir að flytja inn á hjúkrunarheimili. Það er um þetta sem umræðan þarf að snúast, ekki að beina spjótum sínum að starfssemi hjúkrunarheimila og því frábæra starfsfólki sem á heimilunum starfar landið um kring. Það voru afar mikil vonbrigði og olli í raun sárindum á meðal starfsmanna hjúkrunarheimila að umræðan á heilbrigðisþingi og ekki síst í kjölfar þess skyldi beinast í þá átt að hjúkrunarheimilin væru geymslurými. Það er óvirðing við heimilisfólk heimilanna og óvirðing við frábært starfsfólk hjúkrunarheimilanna. Höldum okkur á veginum í umræðunni, annað veldur mögulega óþarfa slysum, leiðindum og miskilningi sem skapað getað sárindi, óverðskulduð og þarflaus með öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar