Sigmundur fær svar við fyrirspurn sinni um fjölda kynja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2021 13:38 Sigmundur Davíð hefur nú fengið svar við vangaveltum sínum um fjölda kynja. Vísir/Vilhelm Svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um fjölda kynja hefur nú verið birt á vef Alþingis. Þar kemur fram að kyn samkvæmt lögum séu ekki lengur tvö. Þann 7. júlí síðastliðinn lagði Sigmundur fram fjölda fyrirspurna á Alþingi. Ein þeirra beindist að forsætisráðherra og var svohljóðandi: „Hversu mörg eru kyn mannfólks að mati ráðuneytisins?“ Í svari Katrínar er bent á að í lögum um kynrænt sjálfræði, sem tóku gildi árið 2019, sé kveðið á um óskoraðan rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Samkvæmt lögunum sé kynhlutlaus skráning heimil, og aðilum sem skrásetja kyn beri að gera ráð fyrir því að einstaklingar geti skráð kyn sitt með þrennum hætti, kona, karl og kynhlutlaus. „Hugtakið kyn er skilgreint í framangreindum lögum sem „safnhugtak sem nær meðal annars yfir kyneinkenni, kyngervi, kynvitund og kyntjáningu“. Skilgreining kyns ræðst því ekki eingöngu af líffræði,“ segir jafnframt í svarinu. Þá segir að frá því í janúar 2021 hafi verið hægt að óska eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands hafi í samvinnu við Samtökin ´78 ákveðið að einstaklingar sem óski eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá skyldu skráðir „kynsegin/annað.“ Með þessu heiti sé talið að ná megi sem mestri sátt innan hinsegin samfélagsins og sem flestir einstaklingar geti samsamað sig því. „Kynin samkvæmt lögum eru ekki lengur tvö, kona og karl, heldur opnar skilgreiningin á hugtakinu í lögum á þann möguleika að kyn séu fleiri,“ segir í niðurlagi svarsins. Hinsegin Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þann 7. júlí síðastliðinn lagði Sigmundur fram fjölda fyrirspurna á Alþingi. Ein þeirra beindist að forsætisráðherra og var svohljóðandi: „Hversu mörg eru kyn mannfólks að mati ráðuneytisins?“ Í svari Katrínar er bent á að í lögum um kynrænt sjálfræði, sem tóku gildi árið 2019, sé kveðið á um óskoraðan rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Samkvæmt lögunum sé kynhlutlaus skráning heimil, og aðilum sem skrásetja kyn beri að gera ráð fyrir því að einstaklingar geti skráð kyn sitt með þrennum hætti, kona, karl og kynhlutlaus. „Hugtakið kyn er skilgreint í framangreindum lögum sem „safnhugtak sem nær meðal annars yfir kyneinkenni, kyngervi, kynvitund og kyntjáningu“. Skilgreining kyns ræðst því ekki eingöngu af líffræði,“ segir jafnframt í svarinu. Þá segir að frá því í janúar 2021 hafi verið hægt að óska eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá. Þjóðskrá Íslands hafi í samvinnu við Samtökin ´78 ákveðið að einstaklingar sem óski eftir hlutlausri skráningu kyns í þjóðskrá skyldu skráðir „kynsegin/annað.“ Með þessu heiti sé talið að ná megi sem mestri sátt innan hinsegin samfélagsins og sem flestir einstaklingar geti samsamað sig því. „Kynin samkvæmt lögum eru ekki lengur tvö, kona og karl, heldur opnar skilgreiningin á hugtakinu í lögum á þann möguleika að kyn séu fleiri,“ segir í niðurlagi svarsins.
Hinsegin Alþingi Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira