Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Árni Sæberg og Kjartan Kjartansson skrifa 26. ágúst 2021 13:54 Afganar veifa vegabréfsáritunum að erlendum hermönnum til að reyna að komast úr landi við flugvöllinn í Kabúl í dag áður en mannskæð árás var gerð í mannþrönginni. Vísir/EPA Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. John Kirby, fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnamálaráðuneytisins, staðfesti á Twitter að sprengingin hafi orðið við svonefnt Abbey-hlið flugvallarins. Fjöldi bandarískra og afganskra borgara hafi látið lífið eða særst. Þá hafi önnur sprenging átt sér stað við Baron-hótelið nærri hliðinu þar sem bresk yfirvöld hafa farið yfir skjöl breskra og afganskra borgara sem eiga rétt á brottflutningi frá landinu. Bandarískur embættismaður segir AP-fréttastofunni að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams séu „örugglega talin“ hafa staðið að árásinni. Tveir sjálfsmorðssprengjumenn og nokkrir byssumenn eru sagðir hafa tekið þátt í árásinni. We can confirm that the explosion at the Abbey Gate was the result of a complex attack that resulted in a number of US & civilian casualties. We can also confirm at least one other explosion at or near the Baron Hotel, a short distance from Abbey Gate. We will continue to update.— John Kirby (@PentagonPresSec) August 26, 2021 Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talsmanni talibana að í það minnsta ellefu manns séu látnir í árásinni, þar á meðal konur og börn. Verðir á vegum talibana hafi særst. Sky-fréttastöðin segir að þrettán manns hafi látist, þar á meðal börn, og hefur það eftir talibönum. Ekki er ljóst hvað skýrir misræmið í tölu látinna. Þá segir stöðina að tvær sprengingar hafi orðið. Update: Several people wounded in the blast close to Kabul airport have been taken to Emergency Hospital. #Afghanistan pic.twitter.com/qjdI4o7aGF— TOLOnews (@TOLOnews) August 26, 2021 Wall Street Journal fullyrðir að sprengja hafi sprungið inni í hóp Afgana sem reyndi að komast inn á flugvöllinn til að forða sér úr landi. Sjónarvottur segir blaðinu að sprengja hafi sprungið innan um þúsundir manna. Hann hafi séð fjölda særðra og verið sagt af mannfalli. Þrír banadrískir hermenn eru sagðir hafa særst í árásinni. AP-fréttastofan hefur eftir afgönskum karlmanni á staðnum að hann hafi séð fólk sem virtist látið og að hann hafi séð fólk sem hafði misst útlimi. Fréttaritarar bæði Sky og BBC hafa lýst aðstæðum þannig að sprenging eða sprengingar hafi orðið í fráveituskurði þar sem afganskir flóttamenn biðu eftir að farið væri yfir ferðaleyfi þeirra. Sjálfsmorðsprengjuárásarmaður hafi látið til skarar skríða og að annar árásarmaður hafi svo hafið skotárás. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fréttum Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku af árásinni. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu höfðu varað þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðlagt þeim frá ferðalögum þangað. Þeim sem eru í mannmergðinni fyrir utan flugvöllinn var ráðlagt að yfirgefa svæðið. Hvíta húsið hefur staðfest að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið upplýstur um árásina. Afganistan Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
John Kirby, fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnamálaráðuneytisins, staðfesti á Twitter að sprengingin hafi orðið við svonefnt Abbey-hlið flugvallarins. Fjöldi bandarískra og afganskra borgara hafi látið lífið eða særst. Þá hafi önnur sprenging átt sér stað við Baron-hótelið nærri hliðinu þar sem bresk yfirvöld hafa farið yfir skjöl breskra og afganskra borgara sem eiga rétt á brottflutningi frá landinu. Bandarískur embættismaður segir AP-fréttastofunni að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams séu „örugglega talin“ hafa staðið að árásinni. Tveir sjálfsmorðssprengjumenn og nokkrir byssumenn eru sagðir hafa tekið þátt í árásinni. We can confirm that the explosion at the Abbey Gate was the result of a complex attack that resulted in a number of US & civilian casualties. We can also confirm at least one other explosion at or near the Baron Hotel, a short distance from Abbey Gate. We will continue to update.— John Kirby (@PentagonPresSec) August 26, 2021 Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talsmanni talibana að í það minnsta ellefu manns séu látnir í árásinni, þar á meðal konur og börn. Verðir á vegum talibana hafi særst. Sky-fréttastöðin segir að þrettán manns hafi látist, þar á meðal börn, og hefur það eftir talibönum. Ekki er ljóst hvað skýrir misræmið í tölu látinna. Þá segir stöðina að tvær sprengingar hafi orðið. Update: Several people wounded in the blast close to Kabul airport have been taken to Emergency Hospital. #Afghanistan pic.twitter.com/qjdI4o7aGF— TOLOnews (@TOLOnews) August 26, 2021 Wall Street Journal fullyrðir að sprengja hafi sprungið inni í hóp Afgana sem reyndi að komast inn á flugvöllinn til að forða sér úr landi. Sjónarvottur segir blaðinu að sprengja hafi sprungið innan um þúsundir manna. Hann hafi séð fjölda særðra og verið sagt af mannfalli. Þrír banadrískir hermenn eru sagðir hafa særst í árásinni. AP-fréttastofan hefur eftir afgönskum karlmanni á staðnum að hann hafi séð fólk sem virtist látið og að hann hafi séð fólk sem hafði misst útlimi. Fréttaritarar bæði Sky og BBC hafa lýst aðstæðum þannig að sprenging eða sprengingar hafi orðið í fráveituskurði þar sem afganskir flóttamenn biðu eftir að farið væri yfir ferðaleyfi þeirra. Sjálfsmorðsprengjuárásarmaður hafi látið til skarar skríða og að annar árásarmaður hafi svo hafið skotárás. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fréttum Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku af árásinni. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu höfðu varað þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðlagt þeim frá ferðalögum þangað. Þeim sem eru í mannmergðinni fyrir utan flugvöllinn var ráðlagt að yfirgefa svæðið. Hvíta húsið hefur staðfest að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi verið upplýstur um árásina.
Afganistan Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira