Tómar hillur verslana í Bretlandi Jón Frímann Jónsson skrifar 27. ágúst 2021 13:00 Það er ýmislegt sem andstæðingar Evrópusambandsins halda fram og helsta vitleysan er sú að Íslandi sé betur borgið fyrir utan EES og síðan Evrópusambandið sem þetta fólk berst hart gegn aðild Íslands með rangfærslum, fölskum fréttum og „fake news“ og hafa stundað slíkan áróður skipulega á Íslandi í 30 ár síðan EES samningurinn varð að raunveruleika. Þar á undan barðist elsta fólkið í þessum hópi gegn aðild Íslands að EFTA í kringum 1968 til ársins 1970 þegar Ísland varð aðildarríki að EFTA. Þegar Bretland fór úr Evrópusambandinu þá lofaði þetta fólk öllu fögru. Raunveruleikinn hefur verið ekki svo góður, reyndar hefur raunveruleikinn verið svo hrikalegur að fá dæmi eru um slíkt hjá þjóð í vestur Evrópu síðustu áratugi. Veitingastaðir eru farnir loka í Bretlandi vegna skorts á vörum, hillur verslana standa tómar og lítið virðist breytast þar um að vörur komi frá Evrópusambandinu. Þar sem vörur eru fastar í tolli eða hreinlega berast ekki vegna aukinnar skriffinnsku við innflutning og útflutning til Bretlands. Þar sem núna má ekki lengur flytja matvæli til Bretlands eða frá Bretlandi án sérstaks leyfis. Auki sem vörubílstjórar frá ríkjum Evrópusambandsins fá ekki lengur að starfa innan Bretlands án sérstaks leyfis frá breska ríkinu, leyfi sem er erfitt að fá og erfitt að uppfylla skilyrðin fyrir. Fríverslunarsamningur Íslands og Bretlands (EFTA samningur) er í raun verðlaus til lengri tíma. Samningur Íslands og Evrópusambandsins sem í daglegu tali kallast EES samningurinn er mun meira virði fyrir íslendinga. Það sem ég hef séð af fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands þýðir að verslun milli Íslands og Bretlands verður lítil miðað við það sem var þegar Bretland var aðili að Evrópusambandinu og EES. Bændur hafa komið einstaklega illa úr útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu enda var þar þeirra stærsti markaður sem lokaðist á einum degi þegar aðlögunartímabilinu lauk þann 1. Febrúar 2020 (klukkan 23:00 þann 31. Janúar 2020). Þar sem Bretland er ekki lengur hluti af sameiginlega markaðinum þá er bændum í Bretlandi óheimilt að selja vörur sínar til Evrópusambandsins án sérstaks samþykkis frá matvælaeftirliti Evrópusambandsins. Sjómenn af öllum gerðum hafa einnig komið mjög illa úr Brexit. Þar sem sjómenn í Bretlandi geta ekki lengur flutt út fisk frá Bretlandi til Evrópusambandsins, þeirra stærsti markaður fyrir Brexit. Vandræðin enda ekki þarna, Wales er núna að fara á hausinn þar sem ríkisstjórn Bretlands hefur ekki bætt þeim upp tekjutapið þegar styrkir frá Evrópusambandinu hættu að berast. Sögurnar af því hversu mikil hörmung Brexit eru endalausar og það á talsvert eftir að bætast við í framtíðinni í vandræðum Breta eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þetta er það sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar upplifi. Þeir vilja fá það í gegn að Ísland fari úr EES og jafnvel EFTA (EES samningurinn er EFTA samningur við Evrópusambandið). Þetta mundi einnig svipta íslendinga réttinum að búa hvar sem er innan Evrópusambandsins eins og gerðist hjá Bretum þann 31. Janúar 2020 klukkan 23:00. Ef manneskja frá Bretlandi ætlar sér að flytja til einhvers ríkis Evrópusambandsins og EES þá þarf viðkomandi að sækja um heimild til að fara til búa í viðkomandi ríki, heimild til þess að stunda vinnu, heimild til þess að kaupa húsnæði og fleira og fleira. Þetta er sá heimur sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar búi í. Staðinn fyrir það sem íslendingar hafa í dag, en það er frjáls búseta í 30 (27 ESB + 4 EFTA) ríkjum án þess að þurfa að sæta nokkrum takmörkum. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi er í raun ekkert annað en öfgafull þjóðernishyggja sem mun leiða íslendinga til glötunar ef hún kemst til vinsælda á Íslandi. Í Bretlandi er þessi öfgafulla þjóðernishyggja nú þegar búinn að dæma Bretland til fátæktar næstu áratugina. Þangað til að þeirri ákvörðun Bretlands að ganga úr Evrópusambandinu verður breytt og Bretland gengur aftur inn í Evrópusambandið, hafi Bretland ekki liðast í sundur þegar að þessu kemur. Það er annað og stærra mál sem er mögulega á leiðinni í Bretlandi en það er ekki til umfjöllunar hérna en engu að síður nauðsynlegt að nefna það. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Bretland Utanríkismál Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Líknarmeðferð og líknarmiðstöðvar Svandís Íris Hálfdánardóttir,Dóra Björk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ýmislegt sem andstæðingar Evrópusambandsins halda fram og helsta vitleysan er sú að Íslandi sé betur borgið fyrir utan EES og síðan Evrópusambandið sem þetta fólk berst hart gegn aðild Íslands með rangfærslum, fölskum fréttum og „fake news“ og hafa stundað slíkan áróður skipulega á Íslandi í 30 ár síðan EES samningurinn varð að raunveruleika. Þar á undan barðist elsta fólkið í þessum hópi gegn aðild Íslands að EFTA í kringum 1968 til ársins 1970 þegar Ísland varð aðildarríki að EFTA. Þegar Bretland fór úr Evrópusambandinu þá lofaði þetta fólk öllu fögru. Raunveruleikinn hefur verið ekki svo góður, reyndar hefur raunveruleikinn verið svo hrikalegur að fá dæmi eru um slíkt hjá þjóð í vestur Evrópu síðustu áratugi. Veitingastaðir eru farnir loka í Bretlandi vegna skorts á vörum, hillur verslana standa tómar og lítið virðist breytast þar um að vörur komi frá Evrópusambandinu. Þar sem vörur eru fastar í tolli eða hreinlega berast ekki vegna aukinnar skriffinnsku við innflutning og útflutning til Bretlands. Þar sem núna má ekki lengur flytja matvæli til Bretlands eða frá Bretlandi án sérstaks leyfis. Auki sem vörubílstjórar frá ríkjum Evrópusambandsins fá ekki lengur að starfa innan Bretlands án sérstaks leyfis frá breska ríkinu, leyfi sem er erfitt að fá og erfitt að uppfylla skilyrðin fyrir. Fríverslunarsamningur Íslands og Bretlands (EFTA samningur) er í raun verðlaus til lengri tíma. Samningur Íslands og Evrópusambandsins sem í daglegu tali kallast EES samningurinn er mun meira virði fyrir íslendinga. Það sem ég hef séð af fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands þýðir að verslun milli Íslands og Bretlands verður lítil miðað við það sem var þegar Bretland var aðili að Evrópusambandinu og EES. Bændur hafa komið einstaklega illa úr útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu enda var þar þeirra stærsti markaður sem lokaðist á einum degi þegar aðlögunartímabilinu lauk þann 1. Febrúar 2020 (klukkan 23:00 þann 31. Janúar 2020). Þar sem Bretland er ekki lengur hluti af sameiginlega markaðinum þá er bændum í Bretlandi óheimilt að selja vörur sínar til Evrópusambandsins án sérstaks samþykkis frá matvælaeftirliti Evrópusambandsins. Sjómenn af öllum gerðum hafa einnig komið mjög illa úr Brexit. Þar sem sjómenn í Bretlandi geta ekki lengur flutt út fisk frá Bretlandi til Evrópusambandsins, þeirra stærsti markaður fyrir Brexit. Vandræðin enda ekki þarna, Wales er núna að fara á hausinn þar sem ríkisstjórn Bretlands hefur ekki bætt þeim upp tekjutapið þegar styrkir frá Evrópusambandinu hættu að berast. Sögurnar af því hversu mikil hörmung Brexit eru endalausar og það á talsvert eftir að bætast við í framtíðinni í vandræðum Breta eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þetta er það sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar upplifi. Þeir vilja fá það í gegn að Ísland fari úr EES og jafnvel EFTA (EES samningurinn er EFTA samningur við Evrópusambandið). Þetta mundi einnig svipta íslendinga réttinum að búa hvar sem er innan Evrópusambandsins eins og gerðist hjá Bretum þann 31. Janúar 2020 klukkan 23:00. Ef manneskja frá Bretlandi ætlar sér að flytja til einhvers ríkis Evrópusambandsins og EES þá þarf viðkomandi að sækja um heimild til að fara til búa í viðkomandi ríki, heimild til þess að stunda vinnu, heimild til þess að kaupa húsnæði og fleira og fleira. Þetta er sá heimur sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar búi í. Staðinn fyrir það sem íslendingar hafa í dag, en það er frjáls búseta í 30 (27 ESB + 4 EFTA) ríkjum án þess að þurfa að sæta nokkrum takmörkum. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi er í raun ekkert annað en öfgafull þjóðernishyggja sem mun leiða íslendinga til glötunar ef hún kemst til vinsælda á Íslandi. Í Bretlandi er þessi öfgafulla þjóðernishyggja nú þegar búinn að dæma Bretland til fátæktar næstu áratugina. Þangað til að þeirri ákvörðun Bretlands að ganga úr Evrópusambandinu verður breytt og Bretland gengur aftur inn í Evrópusambandið, hafi Bretland ekki liðast í sundur þegar að þessu kemur. Það er annað og stærra mál sem er mögulega á leiðinni í Bretlandi en það er ekki til umfjöllunar hérna en engu að síður nauðsynlegt að nefna það. Höfundur er rithöfundur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Að tala við börn um alvarleg lífsógnandi veikindi, sorg, dauða og missi Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir,Svandís Íris Hálfdánardóttir Skoðun