„Er hann þá ekki svolítið búinn að missa hópinn?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 11:30 Fylkiskonur hafa átt strembið sumar. Vísir/Bára Dröfn „Leikirnir þeirra eru að hleypast upp í allt of mikla kaós,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, um lið Fylkis eftir 1-0 tap liðsins fyrir Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Fylkiskonur eru í mikilli fallhættu. „Það eru rosalega mörg færi í leikjunum þeirra, ég meina síðasti leikurinn þeirra fór 4-3 á móti Selfossi á heimavelli, þessi leikur vissulega fer bara 1-0 en það hefðu getað verið mun stærri tölur.“ segir Margrét Lára. Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, tekur í svipaðan streng: „Það hefðu getað verið 3-4 mörk,“ Fylkir er sem stendur í níunda sæti af tíu liðum með tólf stig eftir 15 leiki. Liðið er aðeins stigi fyrir ofan botnlið Tindastóls en þó aðeins stigi á eftir liði Keflavíkur sem er í öruggu sæti og fjórum á eftir ÍBV sem er í sjöunda sæti. Þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir benti á að félagið hefði misst Berglindi Rós Ágústsdóttur sem fór í atvinnumennsku í Svíþjóð en það afsakaði þó ekki hvernig liðið spilar. „Þær voru í því í þessum leik til dæmis. Þær gerðu ekkert nema senda langa bolta fram og Þórhildur átti að hlaupa ein, það var eiginlega engin með henni, og hvað átti hún að gera ein gegn þeim þremur sterkum í vörninni?“ sagði Sonný Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Fylkir Vangaveltur hafa verið um framtíð Kjartans Stefánssonar í stjórastólnum hjá Fylki. Í lok síðasta mánaðar sagðist hann hafa ætlað að hætta með liðið en dregið það svo til baka og kvaðst ætla að vera áfram. „Eins og Kjartan segir, hann fær á tilfinninguna að þær þurfi eitthvað nýtt, og ætlar að stíga frá - en samt er hann áfram, er hann þá ekki búinn að missa svolítið hópinn?“ spyr Sonný. „Þetta er allavega ekki sannfærandi og það er ekki mikil trú í þessu,“ tekur Margrét Lára undir mér Sonný Láru. Hún fagnar þó að Fjolla Shala hafi tekið yfir Fylkisliðið inni á vellinum og hafi sýnt leiðtogahæfileika sína. Efasemdir komu engu að síður fram um liðsheild og baráttuanda í Árbænum. Frekari umræðu um Fylkisliðið má sjá í spilaranum að ofan en þær Margrét, Sonný og Helena virtust sammála um að Kjartan væri sá rétti til að færa þetta Fylkislið áfram. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira
„Það eru rosalega mörg færi í leikjunum þeirra, ég meina síðasti leikurinn þeirra fór 4-3 á móti Selfossi á heimavelli, þessi leikur vissulega fer bara 1-0 en það hefðu getað verið mun stærri tölur.“ segir Margrét Lára. Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, tekur í svipaðan streng: „Það hefðu getað verið 3-4 mörk,“ Fylkir er sem stendur í níunda sæti af tíu liðum með tólf stig eftir 15 leiki. Liðið er aðeins stigi fyrir ofan botnlið Tindastóls en þó aðeins stigi á eftir liði Keflavíkur sem er í öruggu sæti og fjórum á eftir ÍBV sem er í sjöunda sæti. Þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir benti á að félagið hefði misst Berglindi Rós Ágústsdóttur sem fór í atvinnumennsku í Svíþjóð en það afsakaði þó ekki hvernig liðið spilar. „Þær voru í því í þessum leik til dæmis. Þær gerðu ekkert nema senda langa bolta fram og Þórhildur átti að hlaupa ein, það var eiginlega engin með henni, og hvað átti hún að gera ein gegn þeim þremur sterkum í vörninni?“ sagði Sonný Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Fylkir Vangaveltur hafa verið um framtíð Kjartans Stefánssonar í stjórastólnum hjá Fylki. Í lok síðasta mánaðar sagðist hann hafa ætlað að hætta með liðið en dregið það svo til baka og kvaðst ætla að vera áfram. „Eins og Kjartan segir, hann fær á tilfinninguna að þær þurfi eitthvað nýtt, og ætlar að stíga frá - en samt er hann áfram, er hann þá ekki búinn að missa svolítið hópinn?“ spyr Sonný. „Þetta er allavega ekki sannfærandi og það er ekki mikil trú í þessu,“ tekur Margrét Lára undir mér Sonný Láru. Hún fagnar þó að Fjolla Shala hafi tekið yfir Fylkisliðið inni á vellinum og hafi sýnt leiðtogahæfileika sína. Efasemdir komu engu að síður fram um liðsheild og baráttuanda í Árbænum. Frekari umræðu um Fylkisliðið má sjá í spilaranum að ofan en þær Margrét, Sonný og Helena virtust sammála um að Kjartan væri sá rétti til að færa þetta Fylkislið áfram.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Sjá meira