Verði aldrei þannig að þolandi mæti fyrir stjórn KSÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 30. ágúst 2021 16:32 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Ástæða þess að stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að taka Kolbein Sigþórsson úr landsliðshópi Íslands er ofbeldismál sem skekið hefur knattspyrnuhreyfinguna undanfarna daga. Þetta herma heimildir fréttastofu. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum. Hlutverk nýs starfshóps verður að tryggja að brugðist verði við öllum ábendingum um ofbeldi sem komi á borð sambandsins. Guðni Bergsson sagði í gær af sér sem formaður KSÍ eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Tvær breytingar verða á landsliðinu fyrir leik liðsins á fimmtudag. Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson munu ekki tilheyra hópnum en samkvæmt heimildum Vísis er Kolbeinn leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa gengist við ofbeldisbroti haustið 2017 og var honum gert að yfirgefa hópinn. Rúnar Már dró sig sjálfur úr hópnum. Sérstakur starfshópur settur á laggirnar Stjórn KSÍ hefur ákveðið að stofna starfshóp sem mun vinna að jafnréttismálum. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur leiðir hópinn og mun það koma í hennar hlut að velja fólk í hann. Hún segir að hann verði skipaður fagfólki á sviði jafnréttismála, kynferðisbrotamála og lögfræðingi ásamt fulltrúa íþróttahreyfingarinnar. Hlutverk hópsins verður að rýna í stöðuna og skoða hvar skerpa megi á verkferlum. „Hvernig getum við komið því betur að það sé eftirfylgd með málunum og tryggt að mál geti ekki „slædað“ eða verið leyst í leynd. Við þurfum að tryggja að það sé brugðist við öllum málum,“ segir Kolbrún Hrund. Stærsta verkefnið að finna hvar mörkin liggi Hún segir stærsta verkefni hópsins að finna hvar mörkin liggi. „En við þurfum líka og ég held kannski að stærsta verkefni hópsins sé að finna hvar eru mörkin. Við hvað ætlum við að miða, hvað þarf til til þess að við fjarlægjum fólk úr landsliðinu eða félagsliðinu? Hversu stórt þarf brot að vera? Hver þarf tilkynningin að vera? Á hvaða „leveli“ er þetta? Af því við getum ekki verið með óljóst kerfi þar sem við bregðumst við af tilfinningu af því að einhver sagði eitthvað,“ segir Kolbrún. Stjórn KSÍ hafi heitið því að hlusta á hópinn. „Við þurfum bara að setja upp verklagið sem síðan þarf að vinna eftir. Svo kannski verður niðurstaðan sú að starfshópurinn leggur til að ráðin verði inn manneskja sem mun sinna þessum málum. Það gæti vel farið svo.“ Stjórn KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sambandið viðurkennir mistök. Stjórnin hvetur þolendur eða þá sem hafa vitneskju um alvarlegt ofbeldi innan hreyfingarinnar til þess að leita til sambandsins. Kolbrún segir að þolendur muni ekki þurfa að koma fyrir stjórnina heldur muni slík mál fara í gegnum hóp Kolbrúnar og samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála. „Það verður aldrei þannig að þolandi verði látinn standa fyrir framan alla stjórnina það kemur aldrei til,“ sagði Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn ÍSÍ ræðir mál KSÍ á fundi Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fundar nú og ræðir meðal annars mál KSÍ. 30. ágúst 2021 15:48 Ingó tróð upp í fimmtugsafmæli stjórnarmanns KSÍ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar stjórnarmanns KSÍ fyrir tíu dögum síðan. Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis. 30. ágúst 2021 15:39 Krefjast þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings: „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er stórlega skaðað“ Knattspyrnudeildir níu félaga hafa krafist þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings. 30. ágúst 2021 15:26 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum. Hlutverk nýs starfshóps verður að tryggja að brugðist verði við öllum ábendingum um ofbeldi sem komi á borð sambandsins. Guðni Bergsson sagði í gær af sér sem formaður KSÍ eftir gagnrýni á viðbrögð hans við upplýsingum um ofbeldismál leikmanna landsliðsins. Tvær breytingar verða á landsliðinu fyrir leik liðsins á fimmtudag. Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson munu ekki tilheyra hópnum en samkvæmt heimildum Vísis er Kolbeinn leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa gengist við ofbeldisbroti haustið 2017 og var honum gert að yfirgefa hópinn. Rúnar Már dró sig sjálfur úr hópnum. Sérstakur starfshópur settur á laggirnar Stjórn KSÍ hefur ákveðið að stofna starfshóp sem mun vinna að jafnréttismálum. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra jafnréttismála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur leiðir hópinn og mun það koma í hennar hlut að velja fólk í hann. Hún segir að hann verði skipaður fagfólki á sviði jafnréttismála, kynferðisbrotamála og lögfræðingi ásamt fulltrúa íþróttahreyfingarinnar. Hlutverk hópsins verður að rýna í stöðuna og skoða hvar skerpa megi á verkferlum. „Hvernig getum við komið því betur að það sé eftirfylgd með málunum og tryggt að mál geti ekki „slædað“ eða verið leyst í leynd. Við þurfum að tryggja að það sé brugðist við öllum málum,“ segir Kolbrún Hrund. Stærsta verkefnið að finna hvar mörkin liggi Hún segir stærsta verkefni hópsins að finna hvar mörkin liggi. „En við þurfum líka og ég held kannski að stærsta verkefni hópsins sé að finna hvar eru mörkin. Við hvað ætlum við að miða, hvað þarf til til þess að við fjarlægjum fólk úr landsliðinu eða félagsliðinu? Hversu stórt þarf brot að vera? Hver þarf tilkynningin að vera? Á hvaða „leveli“ er þetta? Af því við getum ekki verið með óljóst kerfi þar sem við bregðumst við af tilfinningu af því að einhver sagði eitthvað,“ segir Kolbrún. Stjórn KSÍ hafi heitið því að hlusta á hópinn. „Við þurfum bara að setja upp verklagið sem síðan þarf að vinna eftir. Svo kannski verður niðurstaðan sú að starfshópurinn leggur til að ráðin verði inn manneskja sem mun sinna þessum málum. Það gæti vel farið svo.“ Stjórn KSÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sambandið viðurkennir mistök. Stjórnin hvetur þolendur eða þá sem hafa vitneskju um alvarlegt ofbeldi innan hreyfingarinnar til þess að leita til sambandsins. Kolbrún segir að þolendur muni ekki þurfa að koma fyrir stjórnina heldur muni slík mál fara í gegnum hóp Kolbrúnar og samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála. „Það verður aldrei þannig að þolandi verði látinn standa fyrir framan alla stjórnina það kemur aldrei til,“ sagði Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Framkvæmdastjórn ÍSÍ ræðir mál KSÍ á fundi Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fundar nú og ræðir meðal annars mál KSÍ. 30. ágúst 2021 15:48 Ingó tróð upp í fimmtugsafmæli stjórnarmanns KSÍ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar stjórnarmanns KSÍ fyrir tíu dögum síðan. Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis. 30. ágúst 2021 15:39 Krefjast þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings: „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er stórlega skaðað“ Knattspyrnudeildir níu félaga hafa krafist þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings. 30. ágúst 2021 15:26 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn ÍSÍ ræðir mál KSÍ á fundi Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fundar nú og ræðir meðal annars mál KSÍ. 30. ágúst 2021 15:48
Ingó tróð upp í fimmtugsafmæli stjórnarmanns KSÍ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, tróð upp í fimmtugsafmæli Tómasar Þóroddssonar stjórnarmanns KSÍ fyrir tíu dögum síðan. Tómas er einn þeirra sem skrifaði undir yfirlýsingu stjórnar KSÍ um að staðið sé með þolendum ofbeldis. 30. ágúst 2021 15:39
Krefjast þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings: „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er stórlega skaðað“ Knattspyrnudeildir níu félaga hafa krafist þess að KSÍ boði tafarlaust til aukaþings. 30. ágúst 2021 15:26