„Eins og ber að skilja er enginn sigurvegari í þessu máli“ Eiður Þór Árnason skrifar 30. ágúst 2021 21:53 Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Vísir Sátt hefur náðst í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur gegn Ísafjarðarbæ en Sif hætti störfum sem bæjarfulltrúi fyrr á árinu vegna eineltismáls. Hún hafði þá setið í bæjarstjórn síðastliðin þrjú ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Rannsókn ráðgjafafyrirtækis leiddi í ljós að embættismaður hafi beitt Sif einelti og að sveitarfélagið brugðist henni með því að aðhafast ekki fyrr í málinu. Sif segir í samtali við Vísi að hún sé ánægð með að málinu sé loks lokið. „Þetta tók tíma, ég veit svo sem að stjórnsýslan tekur tíma en í svona málum þá má þetta ganga hratt og örugglega fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að þetta sé búið og hlakka til að fara að hugsa um eitthvað annað.“ Eineltið átti sér stað á meðan hún var framkvæmdastjóri Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest). Sif sagði í júní að henni þætti stjórnsýsla bæjarins hafa brugðist sér í málinu og að hún hafi því ekki treyst sér til að starfa áfram sem bæjarfulltrúi. Á þeim tímapunkti hafði Ísafjarðarbær ekki beðist formlega afsökunar á eineltinu sem Sif varð fyrir eða hvernig málið hafði þróast. Vill ekki greina frá efni samkomulagsins Sif vill ekki staðfesta hvort formleg afsökunarbeiðni eða breytingar á meðferð slíkra mála hjá bænum hafi verið hluti af samkomulaginu þar sem hún hafi verið beðin um að halda trúnað um efni þess. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. „Eins og ber að skilja er engin sigurvegari í þessu máli og hafa síðustu mánuðir verið mér og fjölskyldu minni mjög erfiðir,“ segir Sif í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frá niðurstöðunni. „Ég óska þess að málið verði víti til varnaðar fyrir komandi ár ef eineltismál komi upp innan Ísafjarðarbæjar.“ Hún sé ánægð með að tekið hafi verið á málinu þó læra megi af mistökunum og margt sé hægt að gera betur. Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. 15. júní 2021 20:38 Hættir sem bæjarfulltrúi og krefst bóta vegna eineltis Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins. 14. júní 2021 16:53 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Hún hafði þá setið í bæjarstjórn síðastliðin þrjú ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Rannsókn ráðgjafafyrirtækis leiddi í ljós að embættismaður hafi beitt Sif einelti og að sveitarfélagið brugðist henni með því að aðhafast ekki fyrr í málinu. Sif segir í samtali við Vísi að hún sé ánægð með að málinu sé loks lokið. „Þetta tók tíma, ég veit svo sem að stjórnsýslan tekur tíma en í svona málum þá má þetta ganga hratt og örugglega fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að þetta sé búið og hlakka til að fara að hugsa um eitthvað annað.“ Eineltið átti sér stað á meðan hún var framkvæmdastjóri Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest). Sif sagði í júní að henni þætti stjórnsýsla bæjarins hafa brugðist sér í málinu og að hún hafi því ekki treyst sér til að starfa áfram sem bæjarfulltrúi. Á þeim tímapunkti hafði Ísafjarðarbær ekki beðist formlega afsökunar á eineltinu sem Sif varð fyrir eða hvernig málið hafði þróast. Vill ekki greina frá efni samkomulagsins Sif vill ekki staðfesta hvort formleg afsökunarbeiðni eða breytingar á meðferð slíkra mála hjá bænum hafi verið hluti af samkomulaginu þar sem hún hafi verið beðin um að halda trúnað um efni þess. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. „Eins og ber að skilja er engin sigurvegari í þessu máli og hafa síðustu mánuðir verið mér og fjölskyldu minni mjög erfiðir,“ segir Sif í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frá niðurstöðunni. „Ég óska þess að málið verði víti til varnaðar fyrir komandi ár ef eineltismál komi upp innan Ísafjarðarbæjar.“ Hún sé ánægð með að tekið hafi verið á málinu þó læra megi af mistökunum og margt sé hægt að gera betur.
Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. 15. júní 2021 20:38 Hættir sem bæjarfulltrúi og krefst bóta vegna eineltis Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins. 14. júní 2021 16:53 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
„Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. 15. júní 2021 20:38
Hættir sem bæjarfulltrúi og krefst bóta vegna eineltis Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins. 14. júní 2021 16:53