Heimsmyndin mín Arnar Sveinn Geirsson skrifar 31. ágúst 2021 09:00 Þrítugur. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar maður á afmæli – maður fer yfir farinn veg og þar kennir ýmissa grasa. Sigrar og töp, góðar ákvarðanir og slæmar, þroski og óþroski. En það sem kannski stendur hvað mest upp úr er að sáttin við þennan farna veg er alltaf að verða meiri, og það hvað þeir sem standa mér nærri tóku ferðalaginu mínu opnum örmum. Ég hef oft sagt í gegnum tíðina að ég sé ekkert afmælisbarn – mér finnist mikið skemmtilegra þegar aðrir í kringum mig eiga afmæli. En það var eitthvað öðruvísi við þennan afmælisdag. Við erum öll að díla við eitthvað – einhver vandamál – og þau eru alls konar. Þannig er lífið. Toppunum fylgja stundum djúpir dalir og það er óhjákvæmilegt – en það er líka það sem er svo fallegt, það er það sem gerir lífið að þessu stórkostlega fyrirbæri sem það er. Til þess að komast á ystu brún hamingjunnar verðum við líka að vera tilbúin að fara út á hinn anga tilfinningarófsins. Vandamálin okkar eru mismunandi, sumir lenda í miklum hremmingum á meðan aðrir virðast sleppa að miklu leyti við erfiðar raunir. Það er hins vegar þannig að öll höfum við okkar heimsmynd – það hvernig við sjáum heiminn – og það er út frá þessari heimsmynd okkar sem við bregðumst við því sem kemur upp. Samanburður á vandamálum er því til einskis. Einhver sem hefur gengið í gegnum mikla öldudali hefur allt aðra heimsmynd en sá sem hefur siglt nokkuð lygnan sjó. Okkur getur öllum – sama hvernig ferðalagið okkar hefur verið – liðið illa og við getum öll strögglað, fundið fyrir erfiðum tilfinningum og fundist lífið ósanngjarnt. Það eru ákvarðanir okkar, eða skortur á þeim, sem ákvarða raunveruleikann og hvernig lífið okkar er og verður. Ef við tökum ekki ábyrgð á því hvernig lífi við lifum og hvaða ákvarðanir við tökum eða tökum ekki að þá verður lífið ósanngjarnt. Mér fannst lífið ótrúlega ósanngjarnt – og sá það í hverju horni. Það var heimsmyndin mín, að það sem gerðist fyrir mig væri ósanngjarnt og þar með væri líf mitt dæmt til þess að vera ósanngjarnt. Aðrir sem ekki hefðu upplifað jafn slæma hluti ættu engan rétt á því að vera að væla yfir sínum litlu og ómerkilegu vandamálum. Ég þurfti þess vegna að taka ákvörðun um það að gera allt sem í mínu valdi stæði til að sættast við það sem hafði gerst. Ég þurfti að taka ábyrgð á því hvernig heimsmyndin mín var og ákveða hvernig ég vildi að hún væri. Síðustu ár hef ég unnið markvisst í því að sjá heiminn minn með öðrum augum. Að geta sett mig í spor annarra, að hlusta, að gefa, að skilja, að finna til samkenndar með öðrum – en fyrst og fremst að læra að þykja vænt um mig og leyfa mér að líða, hvernig sem er. Heimsmynd sem felur í sér að vera umburðarlyndur við sjálfan sig, gefa sjálfum sér klapp á bakið, leyfa sjálfum sér að líða og vera mun alltaf koma margfalt til baka. Þannig býrðu til dýpri tengingar við fólkið þitt, þannig gefur þú meira gott af þér, þannig vex kærleikurinn og þakklætið – og í grunninn þurfum við lítið annað. Og það var það sem var öðruvísi við þennan afmælisdag. Ég svamlaði allan gærdaginn í ást, væntumþykju og þakklæti. Að eiga svona marga góða að sem hafa staðið með mér í gegnum allt – og að raunverulega finna það var magnað. Ég veit að mamma er stolt af mér. Ég er stoltur af mér og ég hlakka til að halda áfram að byggja upp þessa heimsmynd – fulla af ást, kærleika og þakklæti. Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þrítugur. Það er margt sem fer í gegnum hugann þegar maður á afmæli – maður fer yfir farinn veg og þar kennir ýmissa grasa. Sigrar og töp, góðar ákvarðanir og slæmar, þroski og óþroski. En það sem kannski stendur hvað mest upp úr er að sáttin við þennan farna veg er alltaf að verða meiri, og það hvað þeir sem standa mér nærri tóku ferðalaginu mínu opnum örmum. Ég hef oft sagt í gegnum tíðina að ég sé ekkert afmælisbarn – mér finnist mikið skemmtilegra þegar aðrir í kringum mig eiga afmæli. En það var eitthvað öðruvísi við þennan afmælisdag. Við erum öll að díla við eitthvað – einhver vandamál – og þau eru alls konar. Þannig er lífið. Toppunum fylgja stundum djúpir dalir og það er óhjákvæmilegt – en það er líka það sem er svo fallegt, það er það sem gerir lífið að þessu stórkostlega fyrirbæri sem það er. Til þess að komast á ystu brún hamingjunnar verðum við líka að vera tilbúin að fara út á hinn anga tilfinningarófsins. Vandamálin okkar eru mismunandi, sumir lenda í miklum hremmingum á meðan aðrir virðast sleppa að miklu leyti við erfiðar raunir. Það er hins vegar þannig að öll höfum við okkar heimsmynd – það hvernig við sjáum heiminn – og það er út frá þessari heimsmynd okkar sem við bregðumst við því sem kemur upp. Samanburður á vandamálum er því til einskis. Einhver sem hefur gengið í gegnum mikla öldudali hefur allt aðra heimsmynd en sá sem hefur siglt nokkuð lygnan sjó. Okkur getur öllum – sama hvernig ferðalagið okkar hefur verið – liðið illa og við getum öll strögglað, fundið fyrir erfiðum tilfinningum og fundist lífið ósanngjarnt. Það eru ákvarðanir okkar, eða skortur á þeim, sem ákvarða raunveruleikann og hvernig lífið okkar er og verður. Ef við tökum ekki ábyrgð á því hvernig lífi við lifum og hvaða ákvarðanir við tökum eða tökum ekki að þá verður lífið ósanngjarnt. Mér fannst lífið ótrúlega ósanngjarnt – og sá það í hverju horni. Það var heimsmyndin mín, að það sem gerðist fyrir mig væri ósanngjarnt og þar með væri líf mitt dæmt til þess að vera ósanngjarnt. Aðrir sem ekki hefðu upplifað jafn slæma hluti ættu engan rétt á því að vera að væla yfir sínum litlu og ómerkilegu vandamálum. Ég þurfti þess vegna að taka ákvörðun um það að gera allt sem í mínu valdi stæði til að sættast við það sem hafði gerst. Ég þurfti að taka ábyrgð á því hvernig heimsmyndin mín var og ákveða hvernig ég vildi að hún væri. Síðustu ár hef ég unnið markvisst í því að sjá heiminn minn með öðrum augum. Að geta sett mig í spor annarra, að hlusta, að gefa, að skilja, að finna til samkenndar með öðrum – en fyrst og fremst að læra að þykja vænt um mig og leyfa mér að líða, hvernig sem er. Heimsmynd sem felur í sér að vera umburðarlyndur við sjálfan sig, gefa sjálfum sér klapp á bakið, leyfa sjálfum sér að líða og vera mun alltaf koma margfalt til baka. Þannig býrðu til dýpri tengingar við fólkið þitt, þannig gefur þú meira gott af þér, þannig vex kærleikurinn og þakklætið – og í grunninn þurfum við lítið annað. Og það var það sem var öðruvísi við þennan afmælisdag. Ég svamlaði allan gærdaginn í ást, væntumþykju og þakklæti. Að eiga svona marga góða að sem hafa staðið með mér í gegnum allt – og að raunverulega finna það var magnað. Ég veit að mamma er stolt af mér. Ég er stoltur af mér og ég hlakka til að halda áfram að byggja upp þessa heimsmynd – fulla af ást, kærleika og þakklæti. Höfundur er fyrirlesari.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun