Tíu í sóttkví í stað heillar unglingadeildar Snorri Másson skrifar 31. ágúst 2021 12:02 Úr safni. Krakkar í Réttarholtsskóla í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Yfirstandandi Covid-bylgja er í hægri rénun á þessari stundu, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Slakari kröfur um sóttkví eru að taka gildi í skólum landsins og mun færri eru sendir í sóttkví eftir hvert smit. Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti fyrir skemmstu að sóttkvíarreglum í skólum yrði breytt og þessa dagana eru skólar landsins að innleiða breytingarnar. Þær hafa í för með sér að nú er greint skýrt á milli mikillar nándar og lítillar nándar. Þeir sem teljast hafa verið í mikilli nánd við hinn smitaða, í minna en tveggja metra fjarlægð í meira en 15 mínútur, þurfa enn að fara í sóttkví, en aðrir þurfa að fara í smitgát. Þá þarf maður að fara varlega, maður má enn mæta í skóla eða vinnu, en á að fara í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi eftir útsetningu. Ekki stórkostleg áhætta Nýtt fyrirkomulag gerbreytir stöðunni. Nú heyrast sögur af því að smitaður grunnskólanemi sendir kannski bara tíu í sóttkví við greiningu, á meðan þess voru dæmi í fyrri bylgjum að einn smitaður í áttunda bekk sendi mörg hundruð manna unglingadeild alla í sóttkví á einu bretti. „Vonandi með þessu geta krakkar stundað skólann meira og fólk stundað sína vinnu frekar en að stórir hópar verði teknir alveg úr umferð eins og hefur verið,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis, í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hafa sóttvarnayfirvöld, sem voru hikandi við að breyta reglunum, áhyggjur af því hvaða afleiðingar þær geta haft? Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis.Vísir/Arnar „Já auðvitað, en við værum ekki að setja þetta á ef við teldum að þetta væri einhver stórkostleg áhætta. Við höldum að þetta geti gengið með góðu eftirliti og umgjörð, en svo kemur auðvitað bara í ljós hvernig þetta fer,“ segir Guðrún. Minnst 80 greindust smitaðir í gær en þrátt fyrir háar tölur er litið svo á að bylgjan sé í rénun. Á Landspítala eru ellefu inniliggjandi og hefur fækkað um þrjá, þótt einn hafi bæst við á gjörgæslu. Þar eru nú tveir. „Það virðist vera. Það hafa verið færri smit undanfarna daga. Það eru alltaf aðeins færri smit um helgar, en við höfum samt séð það aðeins fyrir helgina og aftur núna, að þetta er svona hægt í rénun,“ segir Guðrún Aspelund, sem telur þó enn ótímabært að ræða frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Að minnsta kosti 80 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 80 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 43 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 37 var utan sóttkvíar. 31. ágúst 2021 10:59 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti fyrir skemmstu að sóttkvíarreglum í skólum yrði breytt og þessa dagana eru skólar landsins að innleiða breytingarnar. Þær hafa í för með sér að nú er greint skýrt á milli mikillar nándar og lítillar nándar. Þeir sem teljast hafa verið í mikilli nánd við hinn smitaða, í minna en tveggja metra fjarlægð í meira en 15 mínútur, þurfa enn að fara í sóttkví, en aðrir þurfa að fara í smitgát. Þá þarf maður að fara varlega, maður má enn mæta í skóla eða vinnu, en á að fara í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi eftir útsetningu. Ekki stórkostleg áhætta Nýtt fyrirkomulag gerbreytir stöðunni. Nú heyrast sögur af því að smitaður grunnskólanemi sendir kannski bara tíu í sóttkví við greiningu, á meðan þess voru dæmi í fyrri bylgjum að einn smitaður í áttunda bekk sendi mörg hundruð manna unglingadeild alla í sóttkví á einu bretti. „Vonandi með þessu geta krakkar stundað skólann meira og fólk stundað sína vinnu frekar en að stórir hópar verði teknir alveg úr umferð eins og hefur verið,“ segir Guðrún Aspelund, staðgengill sóttvarnalæknis, í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hafa sóttvarnayfirvöld, sem voru hikandi við að breyta reglunum, áhyggjur af því hvaða afleiðingar þær geta haft? Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis.Vísir/Arnar „Já auðvitað, en við værum ekki að setja þetta á ef við teldum að þetta væri einhver stórkostleg áhætta. Við höldum að þetta geti gengið með góðu eftirliti og umgjörð, en svo kemur auðvitað bara í ljós hvernig þetta fer,“ segir Guðrún. Minnst 80 greindust smitaðir í gær en þrátt fyrir háar tölur er litið svo á að bylgjan sé í rénun. Á Landspítala eru ellefu inniliggjandi og hefur fækkað um þrjá, þótt einn hafi bæst við á gjörgæslu. Þar eru nú tveir. „Það virðist vera. Það hafa verið færri smit undanfarna daga. Það eru alltaf aðeins færri smit um helgar, en við höfum samt séð það aðeins fyrir helgina og aftur núna, að þetta er svona hægt í rénun,“ segir Guðrún Aspelund, sem telur þó enn ótímabært að ræða frekari tilslakanir á samkomutakmörkunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Að minnsta kosti 80 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 80 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 43 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 37 var utan sóttkvíar. 31. ágúst 2021 10:59 Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Að minnsta kosti 80 greindust smitaðir af veirunni í gær Síðasta sólarhringinn greindust 80 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 43 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 37 var utan sóttkvíar. 31. ágúst 2021 10:59
Hraðpróf stytta hvorki sóttkví né einangrun Neikvætt hraðpróf fyrir Covid-19 styttir hvorki sóttkví né einangrun. Borið hefur á misskilningi um það samkvæmt tilkynningu frá Embætti landlæknis. 30. ágúst 2021 16:40