Þessi flugvél gæti orðið sú fyrsta rafknúna í íslensku atvinnuflugi Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2021 22:44 Hin tveggja sæta eFlyer 2 flaug sitt fyrsta flug í apríl 2018. Bye Aerospace vonast til að flugvélin verði komin með flughæfisskírteini síðla árs 2022 eða snemma árs 2023. Bye Aerospace Flugskóli Reykjavíkur hefur samið um kaup á þremur eFlyer-kennsluflugvélum sem knúnar eru rafmagni. Áætlað er að þær verði afhentar skólanum eftir tvö til þrjú ár og gætu þær þá orðið fyrstu rafmagnsflugvélarnar í atvinnuflugi hérlendis. „Fjárfesting í rafmagnsflugvélum til kennslu er stórt skref, bæði í sögu flugs á Íslandi almennt og í þeim orkuskiptum sem nú eiga sér stað,“ segir Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri flugskólans, í fréttatilkynningu. Þetta verði í fyrsta sinn sem nemendum bjóðist kennsla á flugvélum sem gangi eingöngu fyrir rafmagni. Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri Flugskóla Reykjavíkur. Skólinn er staðsettur í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli.Flugskóli Reykjavíkur Flugvélarnar eru framleiddar af Bye Aerospace í Bandaríkjunum. Tvær vélanna eru tveggja sæta af gerðinni eFlyer 2 og ein fjögurra sæta af gerðinni eFlyer 4. Að auki segir flugskólinn að viðræður standi yfir um kauprétt á tveimur flugvélum til viðbótar. Stutt er síðan þróun rafmagnsflugvéla hófst fyrir alvöru og hefur takmarkað flugþol verið helsti flöskuháls í framleiðslu þeirra. Flugskóli Reykjavíkur segir Bye Aerospace hafa með hönnun sinni tekið forystu á þessum markaði með því að bjóða þriggja klukkustunda flugþol. Það sé langt umfram helstu keppinauta. Árangur Bye Aerospace hafi hlotið mikla athygli og hundruð pantana borist í vélar þeirra. Fjögurra sæta vélin eFlyer 4. Hún er enn á þróunarstigi. Framleiðandinn stefnir að því að hún fái flughæfisskírteini síðla árs 2023 eða snemma árs 2024. Farflugshraði hennar verður um 300 kílómetrar á klukkustund.Bye Aerospace Mikið hagræði felist í notkun rafmagnsflugvéla þar sem rafmótorar geti skilað hlutfallslega miklu afli. Hreyfill eFlyer 2 muni til dæmis skila 40-50% meira en brunahreyfill í svipuðum flokki, segir í frétt flugskólans. Það hafi í för með sér umtalsverðan sparnað í rekstrarkostnaði, sem áætlað er að verði aðeins um 20% af rekstri sambærilegra flugvéla með hefðbundnum eldsneytishreyfli. Umhverfisáhrifin séu augljóslega afar jákvæð. Kolefnisfótspor við notkun nýju kennsluvélanna verði ekkert og hljóðspor nánast ógreinanlegt, segir ennfremur. Farflugshraði tveggja sæta vélarinnar er um 250 kílómetrar á klukkustund. Hreyfillinn er frá Siemens.Bye Aerospace Fram kemur að vélarnar verði búnar fallhlífum. Það sé nýjung sem staðalbúnaður kennsluvéla og auki öryggi nemenda til muna. Flugskóli Reykjavíkur var stofnaður árið 2019 og hefur lagt áherslu á kennslu til einkaflugmannsprófs. Starfsemi flugskólans fer fram frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli þar sem fimm kennsluvélar hans eru staðsettar. Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Norskt flugfélag stefnir á rafknúið flug eftir fimm ár Norska flugfélagið Widerøe, stærsta innanlandsflugfélag Skandinavíu, hefur tekið höndum saman við breska Rolls-Royce hreyflaframleiðandann og ítölsku flugvélaverksmiðjuna Tecnam um að koma rafknúinni flugvél í farþegaflug árið 2026. Verkefnið útvíkkar rannsóknaráætlun Rolls-Royce og Widerøe um sjálfbært flug og núverandi samstarf Rolls-Royce og Tecnam um P-Volt rafmagnsflugvélina. 12. mars 2021 07:14 Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. 25. nóvember 2020 11:49 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Fjárfesting í rafmagnsflugvélum til kennslu er stórt skref, bæði í sögu flugs á Íslandi almennt og í þeim orkuskiptum sem nú eiga sér stað,“ segir Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri flugskólans, í fréttatilkynningu. Þetta verði í fyrsta sinn sem nemendum bjóðist kennsla á flugvélum sem gangi eingöngu fyrir rafmagni. Hjörvar Hans Bragason, skólastjóri Flugskóla Reykjavíkur. Skólinn er staðsettur í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli.Flugskóli Reykjavíkur Flugvélarnar eru framleiddar af Bye Aerospace í Bandaríkjunum. Tvær vélanna eru tveggja sæta af gerðinni eFlyer 2 og ein fjögurra sæta af gerðinni eFlyer 4. Að auki segir flugskólinn að viðræður standi yfir um kauprétt á tveimur flugvélum til viðbótar. Stutt er síðan þróun rafmagnsflugvéla hófst fyrir alvöru og hefur takmarkað flugþol verið helsti flöskuháls í framleiðslu þeirra. Flugskóli Reykjavíkur segir Bye Aerospace hafa með hönnun sinni tekið forystu á þessum markaði með því að bjóða þriggja klukkustunda flugþol. Það sé langt umfram helstu keppinauta. Árangur Bye Aerospace hafi hlotið mikla athygli og hundruð pantana borist í vélar þeirra. Fjögurra sæta vélin eFlyer 4. Hún er enn á þróunarstigi. Framleiðandinn stefnir að því að hún fái flughæfisskírteini síðla árs 2023 eða snemma árs 2024. Farflugshraði hennar verður um 300 kílómetrar á klukkustund.Bye Aerospace Mikið hagræði felist í notkun rafmagnsflugvéla þar sem rafmótorar geti skilað hlutfallslega miklu afli. Hreyfill eFlyer 2 muni til dæmis skila 40-50% meira en brunahreyfill í svipuðum flokki, segir í frétt flugskólans. Það hafi í för með sér umtalsverðan sparnað í rekstrarkostnaði, sem áætlað er að verði aðeins um 20% af rekstri sambærilegra flugvéla með hefðbundnum eldsneytishreyfli. Umhverfisáhrifin séu augljóslega afar jákvæð. Kolefnisfótspor við notkun nýju kennsluvélanna verði ekkert og hljóðspor nánast ógreinanlegt, segir ennfremur. Farflugshraði tveggja sæta vélarinnar er um 250 kílómetrar á klukkustund. Hreyfillinn er frá Siemens.Bye Aerospace Fram kemur að vélarnar verði búnar fallhlífum. Það sé nýjung sem staðalbúnaður kennsluvéla og auki öryggi nemenda til muna. Flugskóli Reykjavíkur var stofnaður árið 2019 og hefur lagt áherslu á kennslu til einkaflugmannsprófs. Starfsemi flugskólans fer fram frá Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli þar sem fimm kennsluvélar hans eru staðsettar.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Norskt flugfélag stefnir á rafknúið flug eftir fimm ár Norska flugfélagið Widerøe, stærsta innanlandsflugfélag Skandinavíu, hefur tekið höndum saman við breska Rolls-Royce hreyflaframleiðandann og ítölsku flugvélaverksmiðjuna Tecnam um að koma rafknúinni flugvél í farþegaflug árið 2026. Verkefnið útvíkkar rannsóknaráætlun Rolls-Royce og Widerøe um sjálfbært flug og núverandi samstarf Rolls-Royce og Tecnam um P-Volt rafmagnsflugvélina. 12. mars 2021 07:14 Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. 25. nóvember 2020 11:49 Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44
Norskt flugfélag stefnir á rafknúið flug eftir fimm ár Norska flugfélagið Widerøe, stærsta innanlandsflugfélag Skandinavíu, hefur tekið höndum saman við breska Rolls-Royce hreyflaframleiðandann og ítölsku flugvélaverksmiðjuna Tecnam um að koma rafknúinni flugvél í farþegaflug árið 2026. Verkefnið útvíkkar rannsóknaráætlun Rolls-Royce og Widerøe um sjálfbært flug og núverandi samstarf Rolls-Royce og Tecnam um P-Volt rafmagnsflugvélina. 12. mars 2021 07:14
Kostnaður við innanlandsflug geti lækkað um allt að 80% Kostnaður við innanlandsflug gæti lækkað um allt að áttatíu prósent eftir orkuskipti að sögn varaformanns umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Nefndin hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem sett er fram það markmið að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. 25. nóvember 2020 11:49
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24