Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2021 07:40 Hluti þingmanna ríkisþings Texas mótmæltu nýju lögunum harðlega fyrr í sumar. AP Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Fréttaveitan AP segir lögin vera þau ströngustu í landinu frá því að Hæstiréttur landsins komst að þeirri niðurstöðu að konur hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í máli sem kennt hefur verið við Roe gegn Wade á áttunda áratug síðustu aldar. Lögin í Texas meina konum að gagnast undir þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist vanalega í kringum sex vikna meðgöngu. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. Samtök sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs áætla að um 85 prósent þeirra þungunarrofsaðgerða sem nú eru framkvæmdar í ríkinu yrðu ólöglegar og sömuleiðis þyrftu fjölmargar stofur sem framkvæma slíkar aðgerðir að loka. Andstæðingar nýju laganna hafa óskað eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki nýju lögin til umfjöllunar í þeirri von að fella þau úr gildi. Heilsugæslustöðvar sem bjóða upp á þungunarrof telja að lögin stangist á við dómafordæmi Hæstaréttar. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin hafa sett sambærileg lög en alríkisdómarar hafa fellt þau öll úr gildi þar sem þau ganga gegn fordæminu sem var sett í Roe gegn Wade og fleiri hæstaréttardómum sem fylgdu á eftir. Repúblikanar í Texas telja sig hins vegar hafa fundið lagatæknilega leið til þess að gera andstæðingum sínum erfiðara fyrir að fá lögin felld úr gildi. Annars staðar hafa stuðningsmenn réttsins til þungunarrofs stefnt embættismönnum sem eiga að framfylgja slíkum lögum. Lögin í Texas veita einstaklingum, frekar en embættismönnum, rétt til þess að höfða mál gegn þeim sem hjálpa konum sem sækjast eftir ólöglegu þungunarrofi, að því er segir í frétt Washington Post. Þannig heldur Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, því fram að hæstiréttur hafi ekki lögsögu til að fella lögin úr gildi. Ekki verði hægt að höfða mál til að ógilda lögin fyrr en einhver stefnir heilsugæslu fyrir að veita konu aðstoð við þungunarrof. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Fréttaveitan AP segir lögin vera þau ströngustu í landinu frá því að Hæstiréttur landsins komst að þeirri niðurstöðu að konur hefðu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í máli sem kennt hefur verið við Roe gegn Wade á áttunda áratug síðustu aldar. Lögin í Texas meina konum að gagnast undir þungunarrof um leið og hægt er að greina hjartslátt fóstursins, sem gerist vanalega í kringum sex vikna meðgöngu. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. Samtök sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs áætla að um 85 prósent þeirra þungunarrofsaðgerða sem nú eru framkvæmdar í ríkinu yrðu ólöglegar og sömuleiðis þyrftu fjölmargar stofur sem framkvæma slíkar aðgerðir að loka. Andstæðingar nýju laganna hafa óskað eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki nýju lögin til umfjöllunar í þeirri von að fella þau úr gildi. Heilsugæslustöðvar sem bjóða upp á þungunarrof telja að lögin stangist á við dómafordæmi Hæstaréttar. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin hafa sett sambærileg lög en alríkisdómarar hafa fellt þau öll úr gildi þar sem þau ganga gegn fordæminu sem var sett í Roe gegn Wade og fleiri hæstaréttardómum sem fylgdu á eftir. Repúblikanar í Texas telja sig hins vegar hafa fundið lagatæknilega leið til þess að gera andstæðingum sínum erfiðara fyrir að fá lögin felld úr gildi. Annars staðar hafa stuðningsmenn réttsins til þungunarrofs stefnt embættismönnum sem eiga að framfylgja slíkum lögum. Lögin í Texas veita einstaklingum, frekar en embættismönnum, rétt til þess að höfða mál gegn þeim sem hjálpa konum sem sækjast eftir ólöglegu þungunarrofi, að því er segir í frétt Washington Post. Þannig heldur Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, því fram að hæstiréttur hafi ekki lögsögu til að fella lögin úr gildi. Ekki verði hægt að höfða mál til að ógilda lögin fyrr en einhver stefnir heilsugæslu fyrir að veita konu aðstoð við þungunarrof.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira