„Ó“fyrirmyndir Geir Gunnar Markússon skrifar 1. september 2021 12:31 Ég var með einstakling hjá mér í næringar- og heilsuráðgjöf um daginn og við vorum að ræða fyrirmyndir hans í lífinu, tengt betri heilsu. Hann sagði mér að hann hefði nú fáar fyrirmyndir en hann ætti sér því miður eina ófyrirmynd sem væri faðir hans, sem væri alvarlega veikur og með mjög skert lífsgæði vegna óheilbrigðs lífernis. Þessi einstaklingur sagðist láta áfengi alveg vera eftir að hafa séð hvernig faðir hans hefði farið með heilsu sína og líf af mikilli áfengisneyslu. Einnig passaði hann oftast ágætlega að matarskammtarnir yrðu ekki of stórir, því faðir hans borðaði mjög stóra skammta og virtist ekkert þekkja sitt magamál. Þetta er ákveðin uppgötvun fyrir mig sem er að leiðbeina fólki í átt að hollari lífsháttum og reyni að finna kraftinn í fólki til að fara að sinna sinni heilsu að alvöru. Í því samhengi er ég oft að tala um góðar fyrirmyndir en auðvitað eru líka allar hinar slæmu „ófyrirmyndirnar“ sem eru sannarlega frábær dæmi um óheilsusamlegt líf. Það er reyndar mjög sorglegt að þurfa að horfa upp á það einhver eigi sér „ófyrirmynd“ í sínu nánasta umhverfi. Í kaldhæðni má segja að þeir sem lifa mjög óheilbrigðu lífi geti „kætt“ sig við það þeir séu „ófyrirmyndir“ einhvers, svokallað, lán í óláni. Við sjáum þessar ófyrirmyndir út um allt. Má þar nefna dæmi: Þú þekkir einhvern sem drekkur ótæpilega af kaffi eða koffíndrykkjum og sefur illa, er morgunfúll, er stressaður og kvartar um orkuleysi seinnipartinn (vegna ofneyslu koffíns) – Þarna er komið góð ástæða til þess að minnka eða sleppa á koffíni til að efla svefninn, auka náttúrulega orku og andlega heilsu. Þú sérð að þegar þú ert að horfa á leikina í enska boltanum með vinunum, að mjög margir miðaldra vinir þínir eru með mikla bumbu en um leið tekur þú eftir því að flestir af þessum bumbuvinum eru mjög miklir bjórsvelgir – Ef þú vilt sleppa við bjórvömbina, vertu andstæðan við bjórsvelgina og drekktu bjór í miklu hófi. Einhver nátengdur þér er alltaf í símanum en það er eins og því meira sem þessi einstaklingur er í símanum þeim mun meiri virðist óhamingja og eirðarleysi hans/hennar vera – Takmarkaðu símanotkun, taktu t.d. upp símalausa sunnudaga til að auka hamingju þína. Nákominn frændi þinn er alltaf í megrun og í átökum með heilsuna en samt er hann alltof þungur og frekar óheilbrigður – Slepptu kúrum og átökum tengt heilsunni og tileinkaðu þér heilbrigðan lífsstíl án átaka. Einstaklingur í vinnunni þinni á alltaf einhver sætindi og maular það mikið yfir daginn en mætir aldrei í hádegismatinn, segist ekki mega við því. En hann er samt of þungur og segist líka vera með háþrýsting – Þarna er komin ástæða til að borða reglulega og sleppa sem mest gotteríinu í vinnunni. Það er vissulega mikið alhæft hér að ofan um ástæður heilsuleysis, því heilsuleysi fólks getur verið mjög flókið og verið samspil margra þátta. En lífsstíll okkar segir svo mikið um okkar heilsu og við erum það sem við „gerum og borðum“ í langflestum tilvikum, a.m.k. tengt lífsstílssjúkdómum sem eru þeir sjúkdómar sem eru að skerða lífsgæði okkar hvað mest. Þó að „ófyrirmyndirnar“ séu ansi margar þá hvet ég alla sem lesa þennan pistil að vera frekar fyrirmynd í heilsueflingu en „ófyrirmynd“, því fórnarkostnaðurinn er ansi mikill! Höfundur er næringarfræðingur og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Heilsa Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég var með einstakling hjá mér í næringar- og heilsuráðgjöf um daginn og við vorum að ræða fyrirmyndir hans í lífinu, tengt betri heilsu. Hann sagði mér að hann hefði nú fáar fyrirmyndir en hann ætti sér því miður eina ófyrirmynd sem væri faðir hans, sem væri alvarlega veikur og með mjög skert lífsgæði vegna óheilbrigðs lífernis. Þessi einstaklingur sagðist láta áfengi alveg vera eftir að hafa séð hvernig faðir hans hefði farið með heilsu sína og líf af mikilli áfengisneyslu. Einnig passaði hann oftast ágætlega að matarskammtarnir yrðu ekki of stórir, því faðir hans borðaði mjög stóra skammta og virtist ekkert þekkja sitt magamál. Þetta er ákveðin uppgötvun fyrir mig sem er að leiðbeina fólki í átt að hollari lífsháttum og reyni að finna kraftinn í fólki til að fara að sinna sinni heilsu að alvöru. Í því samhengi er ég oft að tala um góðar fyrirmyndir en auðvitað eru líka allar hinar slæmu „ófyrirmyndirnar“ sem eru sannarlega frábær dæmi um óheilsusamlegt líf. Það er reyndar mjög sorglegt að þurfa að horfa upp á það einhver eigi sér „ófyrirmynd“ í sínu nánasta umhverfi. Í kaldhæðni má segja að þeir sem lifa mjög óheilbrigðu lífi geti „kætt“ sig við það þeir séu „ófyrirmyndir“ einhvers, svokallað, lán í óláni. Við sjáum þessar ófyrirmyndir út um allt. Má þar nefna dæmi: Þú þekkir einhvern sem drekkur ótæpilega af kaffi eða koffíndrykkjum og sefur illa, er morgunfúll, er stressaður og kvartar um orkuleysi seinnipartinn (vegna ofneyslu koffíns) – Þarna er komið góð ástæða til þess að minnka eða sleppa á koffíni til að efla svefninn, auka náttúrulega orku og andlega heilsu. Þú sérð að þegar þú ert að horfa á leikina í enska boltanum með vinunum, að mjög margir miðaldra vinir þínir eru með mikla bumbu en um leið tekur þú eftir því að flestir af þessum bumbuvinum eru mjög miklir bjórsvelgir – Ef þú vilt sleppa við bjórvömbina, vertu andstæðan við bjórsvelgina og drekktu bjór í miklu hófi. Einhver nátengdur þér er alltaf í símanum en það er eins og því meira sem þessi einstaklingur er í símanum þeim mun meiri virðist óhamingja og eirðarleysi hans/hennar vera – Takmarkaðu símanotkun, taktu t.d. upp símalausa sunnudaga til að auka hamingju þína. Nákominn frændi þinn er alltaf í megrun og í átökum með heilsuna en samt er hann alltof þungur og frekar óheilbrigður – Slepptu kúrum og átökum tengt heilsunni og tileinkaðu þér heilbrigðan lífsstíl án átaka. Einstaklingur í vinnunni þinni á alltaf einhver sætindi og maular það mikið yfir daginn en mætir aldrei í hádegismatinn, segist ekki mega við því. En hann er samt of þungur og segist líka vera með háþrýsting – Þarna er komin ástæða til að borða reglulega og sleppa sem mest gotteríinu í vinnunni. Það er vissulega mikið alhæft hér að ofan um ástæður heilsuleysis, því heilsuleysi fólks getur verið mjög flókið og verið samspil margra þátta. En lífsstíll okkar segir svo mikið um okkar heilsu og við erum það sem við „gerum og borðum“ í langflestum tilvikum, a.m.k. tengt lífsstílssjúkdómum sem eru þeir sjúkdómar sem eru að skerða lífsgæði okkar hvað mest. Þó að „ófyrirmyndirnar“ séu ansi margar þá hvet ég alla sem lesa þennan pistil að vera frekar fyrirmynd í heilsueflingu en „ófyrirmynd“, því fórnarkostnaðurinn er ansi mikill! Höfundur er næringarfræðingur og fyrirlesari.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun