Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2021 14:02 Frá Helgustaðanámu. Efri hluti námunnar til vinstri. Grunnur aðstöðuhúss og gömul tæki til hægri. Arnar Halldórsson Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Helgustaðanámunni en hún er við utanverðan Reyðarfjörð um sex kílómetra frá Eskifjarðarbæ. Frá bílastæði tekur svo um tíu mínútur að ganga að námunni um fimmhundruð metra upp aflíðandi brekku. Lára Björnsdóttir er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Austurlandi.Arnar Halldórsson Náman var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 og annast Umhverfisstofnun landvörslu. „Þetta er frægasta silfurbergsnáma í heimi,“ segir Lára Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem annast gæslu á svæðinu. Náman er tvískipt. Í neðri hlutanum opnast námagöng en efri hlutinn er útgrafin geil. „Það sem er sérstakt við silfurbergið í Helgustaðanámu er hversu tært það er,“ segir Lára. Séð inn í námagöngin.Arnar Halldórsson Tærleikinn þýddi að þessi íslenski krystall þótti snemma á öldum henta vel í allskyns vísindatæki, eins og smásjár, en einnig flóknari tæki til rannsókna, meðal annars á ljós- og rafsegulbylgjum. „Rannsóknum í efna-, eðlis- og jarðfræði fleytti fram í raun og veru á nítjándu öld,“ segir Lára. Í nýlegri bók feðganna Leós Kristjánssonar og Kristjáns Leóssonar er varpað skýrara ljósi á áhrif íslenska silfurbergsins á rannsóknir margra af nafntoguðustu vísindamönnum sögunnar, frá Isaac Newton til Alberts Einsteins. „Silfurberg frá Helgustöðum varð lykillinn að ýmsum ráðgátum um eðli ljóssins, raf- og segulhrif, uppbyggingu efnisheimsins, víxlverkun ljóss og efnis og eðli rúms og tíma í alheiminum,“ segir í bókarkynningu. Íslenska silfurbergið hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þróun raforkuvinnslu og flutningi á raforku, framförum í efnistækni og fjarskiptum og matvæla- og efnaframleiðslu. „Þannig hafði silfurberg mótandi áhrif á vísindi sem hafa haft grundvallarþýðingu fyrir líf flestra jarðarbúa og fjölmargt af því sem við teljum nú sjálfsagða hluti í hvunndagslífi okkar,“ segir í kynningartexta bókarinnar. Séð yfir námasvæðið, sem skiptist í efri og neðri hluta.Arnar Halldórsson Námavinnslan stóð yfir með hléum um 250 ára skeið, frá sautjándu öld og fram á miðja tuttugustu öld, allt framundir 1950. Hundruð tonna af silfurbergi voru flutt úr námunni til útlanda. „Ferðamannastraumurinn hefur bara aukist í námuna og þar af leiðandi þurfum við meiri landvörslu þar og viðveru,“ segir Lára. Hún segir milli fimm og sjöþúsund ferðamenn heimsækja námuna árlega, einkum yfir sumartímann. Þetta séu jafnt Íslendingar sem útlendingar. „Þeim finnst þetta náttúrlega mjög merkilegt þegar þeir fara upp í námu til að skoða. Sagan og menningarminjarnar sem ennþá standa þarna. Þannig að persónulega finnst mér að við ættum að gera þessari námu ennþá hærra undir höfði,“ segir Lára Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Menning Fornminjar Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Vísindi Bókaútgáfa Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Helgustaðanámunni en hún er við utanverðan Reyðarfjörð um sex kílómetra frá Eskifjarðarbæ. Frá bílastæði tekur svo um tíu mínútur að ganga að námunni um fimmhundruð metra upp aflíðandi brekku. Lára Björnsdóttir er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Austurlandi.Arnar Halldórsson Náman var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 og annast Umhverfisstofnun landvörslu. „Þetta er frægasta silfurbergsnáma í heimi,“ segir Lára Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem annast gæslu á svæðinu. Náman er tvískipt. Í neðri hlutanum opnast námagöng en efri hlutinn er útgrafin geil. „Það sem er sérstakt við silfurbergið í Helgustaðanámu er hversu tært það er,“ segir Lára. Séð inn í námagöngin.Arnar Halldórsson Tærleikinn þýddi að þessi íslenski krystall þótti snemma á öldum henta vel í allskyns vísindatæki, eins og smásjár, en einnig flóknari tæki til rannsókna, meðal annars á ljós- og rafsegulbylgjum. „Rannsóknum í efna-, eðlis- og jarðfræði fleytti fram í raun og veru á nítjándu öld,“ segir Lára. Í nýlegri bók feðganna Leós Kristjánssonar og Kristjáns Leóssonar er varpað skýrara ljósi á áhrif íslenska silfurbergsins á rannsóknir margra af nafntoguðustu vísindamönnum sögunnar, frá Isaac Newton til Alberts Einsteins. „Silfurberg frá Helgustöðum varð lykillinn að ýmsum ráðgátum um eðli ljóssins, raf- og segulhrif, uppbyggingu efnisheimsins, víxlverkun ljóss og efnis og eðli rúms og tíma í alheiminum,“ segir í bókarkynningu. Íslenska silfurbergið hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þróun raforkuvinnslu og flutningi á raforku, framförum í efnistækni og fjarskiptum og matvæla- og efnaframleiðslu. „Þannig hafði silfurberg mótandi áhrif á vísindi sem hafa haft grundvallarþýðingu fyrir líf flestra jarðarbúa og fjölmargt af því sem við teljum nú sjálfsagða hluti í hvunndagslífi okkar,“ segir í kynningartexta bókarinnar. Séð yfir námasvæðið, sem skiptist í efri og neðri hluta.Arnar Halldórsson Námavinnslan stóð yfir með hléum um 250 ára skeið, frá sautjándu öld og fram á miðja tuttugustu öld, allt framundir 1950. Hundruð tonna af silfurbergi voru flutt úr námunni til útlanda. „Ferðamannastraumurinn hefur bara aukist í námuna og þar af leiðandi þurfum við meiri landvörslu þar og viðveru,“ segir Lára. Hún segir milli fimm og sjöþúsund ferðamenn heimsækja námuna árlega, einkum yfir sumartímann. Þetta séu jafnt Íslendingar sem útlendingar. „Þeim finnst þetta náttúrlega mjög merkilegt þegar þeir fara upp í námu til að skoða. Sagan og menningarminjarnar sem ennþá standa þarna. Þannig að persónulega finnst mér að við ættum að gera þessari námu ennþá hærra undir höfði,“ segir Lára Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Menning Fornminjar Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Vísindi Bókaútgáfa Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira