Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Snorri Másson skrifar 4. september 2021 12:22 Freysteinn Sigmundsson er jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað Öskju um langt skeið, en eldstöðin kann að vera að taka við sér núna í fyrsta sinn í marga áratugi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hefur sigið jafnt og þétt frá árinu 1983. Núna er viðsnúningur og land tekið að rísa á ný. Ástæðan fyrir því að Veðurstofan gerði grein fyrir því í gær, er að það er orðið alveg skýrt. Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar, segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þýðir það að það sé að koma gos? „Nei, ekki endilega. Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar,“ segir Freysteinn. Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi í öskju árið 1875.Stöð 2 Fyrst jarðskorpuhreyfingar, svo skjálftavirkni Mörg dæmi eru umm að kvika streymi inn í rætur eldstöðvar án þess að það leiði til goss, en hitt er einnig vel mögulegt að þetta sé upphafið að því sem síðar getur orðið aðdragandinn að eldgosi. Þannig var óróleiki um hríð við Svartsengi áður en gjósa tók annars staðar á Reykjanesskaga skömmu síðar. „Þetta gæti verið einhver þannig aðdragandi en alveg eins líklegt og kannski öllu líklegra að þetta bara fjari út. En þar sem eldstöðin hefur verið í kyrrð má segja, þá er rétt að taka þetta alvarlega,“ segir Freysteinn. Merki eru um breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina en enn um sinn er sú breyting lítil. Hún gæti þó orðið meiri eftir því sem fram vindur. „Það er algengt að skjálftarnir komi kannski ekki fyrr en aðeins seinna. Það er ekkert óeðlilegt við það að fyrsta merkið sem við greinum séu jarðskorpuhreyfingar.“ Ólíklegt er að mögulegt gos í miðju Ódáðahrauni hafi veruleg áhrif á byggð, enda þyrftu ólíkar tegundir kviku að mætast til þess að úr yrði umfangsmikið sprengigos. Helst hefði Freysteinn áhyggjur af ferðamönnum á svæðinu. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað. Við höfum líka Öskjuvatn og eldgos sem getur orðið í vatni á þessum stað. Það getur orðið gjóskufall. En þetta er framtíðarmúsík, það þarf bara að fylgjast vel með hvert þetta leiðir okkur áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Skútustaðahreppur Almannavarnir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hefur sigið jafnt og þétt frá árinu 1983. Núna er viðsnúningur og land tekið að rísa á ný. Ástæðan fyrir því að Veðurstofan gerði grein fyrir því í gær, er að það er orðið alveg skýrt. Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar, segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þýðir það að það sé að koma gos? „Nei, ekki endilega. Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar,“ segir Freysteinn. Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi í öskju árið 1875.Stöð 2 Fyrst jarðskorpuhreyfingar, svo skjálftavirkni Mörg dæmi eru umm að kvika streymi inn í rætur eldstöðvar án þess að það leiði til goss, en hitt er einnig vel mögulegt að þetta sé upphafið að því sem síðar getur orðið aðdragandinn að eldgosi. Þannig var óróleiki um hríð við Svartsengi áður en gjósa tók annars staðar á Reykjanesskaga skömmu síðar. „Þetta gæti verið einhver þannig aðdragandi en alveg eins líklegt og kannski öllu líklegra að þetta bara fjari út. En þar sem eldstöðin hefur verið í kyrrð má segja, þá er rétt að taka þetta alvarlega,“ segir Freysteinn. Merki eru um breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina en enn um sinn er sú breyting lítil. Hún gæti þó orðið meiri eftir því sem fram vindur. „Það er algengt að skjálftarnir komi kannski ekki fyrr en aðeins seinna. Það er ekkert óeðlilegt við það að fyrsta merkið sem við greinum séu jarðskorpuhreyfingar.“ Ólíklegt er að mögulegt gos í miðju Ódáðahrauni hafi veruleg áhrif á byggð, enda þyrftu ólíkar tegundir kviku að mætast til þess að úr yrði umfangsmikið sprengigos. Helst hefði Freysteinn áhyggjur af ferðamönnum á svæðinu. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað. Við höfum líka Öskjuvatn og eldgos sem getur orðið í vatni á þessum stað. Það getur orðið gjóskufall. En þetta er framtíðarmúsík, það þarf bara að fylgjast vel með hvert þetta leiðir okkur áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Skútustaðahreppur Almannavarnir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira