Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Snorri Másson skrifar 5. september 2021 20:01 Ragnar Axelsson flaug yfir Skaftá í gær og myndaði úr lofti. Vísir/RAX Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. Það þótti ekki verulegt áhyggjuefni þegar hlaup hófst úr vestari Skaftárkatli á miðvikudaginn, svo lengi sem sá eystri léti ekki líka til sín taka. Í dag var síðan sagt frá því að vatn úr eystri katlinum væri einnig farið af stað. Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi vegna þessa en helsta bráðaváin sem af þessu stafar tengist þjóðveginum við Eldhraun. Í síðasta hlaupi árið 2018 þurfti að loka veginum um hríð. Rennslið úr eystri katlinum ratar ekki niður úr fyrr en á morgun, þannig að ekki verður ljóst fyrr en þá hve víðtækur skaðinn verður. „Það getur skapað hættu í myrkrinu ef það rennur yfir veginn og fólk er á ferðinni. Þannig að það er fylgst vel með ef vatnið hækkar mikið við veginn að þá verði sett vakt við hann og honum hugsanlega lokað ef svo verður,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Telja má sennilegt að vikan fram undan muni einfaldlega einkennast af ákveðnu flóðaástandi á Skaftársvæðinu. Flóðtoppurinn getur varað í 2-3 daga og atburðurinn í heild í um viku, segir Björn. Áin þegar barmafull Á myndum, sem sjá má í myndbandinu hér að ofan, frá bændum á Ytri-Ásum má sjá að vatnsmagnið í Skaftá er þegar töluvert og enn hefur vatn úr nýjasta hlaupinu ekki bæst við. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnið hafi þegar verið orðið áhyggjuefni, þótt ekki kæmi líka hlaup úr eystri katlinum í ofanálag. „Það er nú eiginlega ekkert annað hægt en að hafa áhyggjur af því. Ef það er að koma hlaup úr stóra katlinum ofan í svona mikið vatn, þá er það mikið áhyggjuefni. Ef það kæmi svipað hlaup og 2015 eða með sama hraða ofan í þetta vatn sem er núna, þá er það ekki gæfulegt,“ segir Gísli Halldór. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Almannavarnir Tengdar fréttir Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5. september 2021 15:54 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Það þótti ekki verulegt áhyggjuefni þegar hlaup hófst úr vestari Skaftárkatli á miðvikudaginn, svo lengi sem sá eystri léti ekki líka til sín taka. Í dag var síðan sagt frá því að vatn úr eystri katlinum væri einnig farið af stað. Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi vegna þessa en helsta bráðaváin sem af þessu stafar tengist þjóðveginum við Eldhraun. Í síðasta hlaupi árið 2018 þurfti að loka veginum um hríð. Rennslið úr eystri katlinum ratar ekki niður úr fyrr en á morgun, þannig að ekki verður ljóst fyrr en þá hve víðtækur skaðinn verður. „Það getur skapað hættu í myrkrinu ef það rennur yfir veginn og fólk er á ferðinni. Þannig að það er fylgst vel með ef vatnið hækkar mikið við veginn að þá verði sett vakt við hann og honum hugsanlega lokað ef svo verður,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Telja má sennilegt að vikan fram undan muni einfaldlega einkennast af ákveðnu flóðaástandi á Skaftársvæðinu. Flóðtoppurinn getur varað í 2-3 daga og atburðurinn í heild í um viku, segir Björn. Áin þegar barmafull Á myndum, sem sjá má í myndbandinu hér að ofan, frá bændum á Ytri-Ásum má sjá að vatnsmagnið í Skaftá er þegar töluvert og enn hefur vatn úr nýjasta hlaupinu ekki bæst við. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnið hafi þegar verið orðið áhyggjuefni, þótt ekki kæmi líka hlaup úr eystri katlinum í ofanálag. „Það er nú eiginlega ekkert annað hægt en að hafa áhyggjur af því. Ef það er að koma hlaup úr stóra katlinum ofan í svona mikið vatn, þá er það mikið áhyggjuefni. Ef það kæmi svipað hlaup og 2015 eða með sama hraða ofan í þetta vatn sem er núna, þá er það ekki gæfulegt,“ segir Gísli Halldór.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Almannavarnir Tengdar fréttir Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5. september 2021 15:54 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5. september 2021 15:54
Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07