Hamilton segir Red Bull vera í sérflokki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2021 09:02 Hamilton baðar Verstappen í kampavíni eftir sigur þess síðarnefnda í Hollandi. Boris Streubel/Getty Images Lewis Hamilton segir Max Verstappen og lið hans Red Bull vera í sérflokki í Formúlu 1 eins og staðan er í dag. Verstappen leiðir nú með þremur stigum í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. Hollendingurinn Max Verstappen sigraði í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar sem fram fór í Zandvoort í Hollandi. Verstappen keyrði nær fullkomlega og kom fyrstur í mark þó svo að Hamilton hafi „gefið allt sem hann átti“ til að reyna koma í veg fyrir sigur Hollendingsins fljúgandi. After a dream home race, @Max33Verstappen has re-taken the lead in the championship! And there's been a bit of reshuffle behind too #DutchGP #F1 pic.twitter.com/ebnJGKxc6S— Formula 1 (@F1) September 6, 2021 „Ég var að reyna halda mér eins nálægt honum og ég gat en hann var of fljótur í dag. Þeir (Red Bull) voru í sérflokki í dag, þeir keyrðu flesta hringina á getustigi sem við gátum ekki náð,“ sagði Hamilton í viðtali að kappakstrinum loknum. „Þeir uppfærðu bílinn fyrir síðasta kappakstur og bara vá, þeir eru fljótir. Þeir hafa ekki verið svona hraðir á árinu til þessa held ég. Ég tel að þeir hafi tekið skref fram á við,“ bætti hann við. Lewis Hamilton hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1, þar á meðal síðustu fjögur ár, en nú virðist sem Verstappen ætli að stela krúnu hans. What. A. Weekend. #DutchGP #F1 pic.twitter.com/TnOQ7DAEiK— Formula 1 (@F1) September 6, 2021 Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hollendingurinn Max Verstappen sigraði í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar sem fram fór í Zandvoort í Hollandi. Verstappen keyrði nær fullkomlega og kom fyrstur í mark þó svo að Hamilton hafi „gefið allt sem hann átti“ til að reyna koma í veg fyrir sigur Hollendingsins fljúgandi. After a dream home race, @Max33Verstappen has re-taken the lead in the championship! And there's been a bit of reshuffle behind too #DutchGP #F1 pic.twitter.com/ebnJGKxc6S— Formula 1 (@F1) September 6, 2021 „Ég var að reyna halda mér eins nálægt honum og ég gat en hann var of fljótur í dag. Þeir (Red Bull) voru í sérflokki í dag, þeir keyrðu flesta hringina á getustigi sem við gátum ekki náð,“ sagði Hamilton í viðtali að kappakstrinum loknum. „Þeir uppfærðu bílinn fyrir síðasta kappakstur og bara vá, þeir eru fljótir. Þeir hafa ekki verið svona hraðir á árinu til þessa held ég. Ég tel að þeir hafi tekið skref fram á við,“ bætti hann við. Lewis Hamilton hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1, þar á meðal síðustu fjögur ár, en nú virðist sem Verstappen ætli að stela krúnu hans. What. A. Weekend. #DutchGP #F1 pic.twitter.com/TnOQ7DAEiK— Formula 1 (@F1) September 6, 2021
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira