Hannes Þór hættur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2021 21:05 Hannes Þór Halldórsson eftir síðasta landsleikinn sinn í kvöld. Getty/Alex Grimm Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. Hannes kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Þýskalandi í kvöld eftir að hafa verið á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum í þessum glugga. „Ég bjóst við að spila fleiri leiki í þessum glugga en ég var klár í þennan slag og ég var mjög ánægður með að fá þennan leik,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var mjög tilfinningaþrunginn gluggi en við urðum að einbeita okkur að því sem við vorum komnir hingað til að gera. Það er að spila fótbolta og það eru fullt af ungum leikmönnum að koma inn og spennandi tímar fram undan,“ sagði Hannes. Hann tók af allan vafa um framhald sitt með landsliðinu. „Ég er búinn að spila með landsliðinu í tíu ár, nánast upp á dag. Ég er mjög stoltur af því og búinn að eiga ótrúlegar stundir í þessari landsliðstreyju. Þar liggja margar af mínum bestu minningum. Það er komið að kynslóðaskiptum og við eigum fullt af frábærum markvörðum. Mér finnst rétti tímapunkturinn fyrir mig að stíga til hliðar og leyfa þeim af taka við keflinu án þess að ég sé að anda ofan í hálsmálið á þeim,“ sagði Hannes og bætti við: „Ég var að spila minn síðasta landsleik hér í kvöld og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði Hannes. „Þetta er búið að vera að gerjast í svolítinn tíma og ég er mjög sáttur með allt sem við höfum gert og með þennan landsliðsferil minn. Ég er sáttur í eigin skinni og það er ekkert eftir. Ég hélt að þetta væri komið eftir Wembley en svo ákváðum við að taka slaginn í þessari keppni. Mér líður bara þannig núna að þetta sé komið gott. Ég held að ég verði að elta þá tilfinningu og finnst þetta rétt í stöðunni,“ sagði Hannes. Þetta var 77. landsleikur Hannesar og er hann sá markvörður sem hefur spilað flesta landsleiki fyrir Ísland. HM 2022 í Katar Tímamót Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Hannes kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Þýskalandi í kvöld eftir að hafa verið á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum í þessum glugga. „Ég bjóst við að spila fleiri leiki í þessum glugga en ég var klár í þennan slag og ég var mjög ánægður með að fá þennan leik,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var mjög tilfinningaþrunginn gluggi en við urðum að einbeita okkur að því sem við vorum komnir hingað til að gera. Það er að spila fótbolta og það eru fullt af ungum leikmönnum að koma inn og spennandi tímar fram undan,“ sagði Hannes. Hann tók af allan vafa um framhald sitt með landsliðinu. „Ég er búinn að spila með landsliðinu í tíu ár, nánast upp á dag. Ég er mjög stoltur af því og búinn að eiga ótrúlegar stundir í þessari landsliðstreyju. Þar liggja margar af mínum bestu minningum. Það er komið að kynslóðaskiptum og við eigum fullt af frábærum markvörðum. Mér finnst rétti tímapunkturinn fyrir mig að stíga til hliðar og leyfa þeim af taka við keflinu án þess að ég sé að anda ofan í hálsmálið á þeim,“ sagði Hannes og bætti við: „Ég var að spila minn síðasta landsleik hér í kvöld og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði Hannes. „Þetta er búið að vera að gerjast í svolítinn tíma og ég er mjög sáttur með allt sem við höfum gert og með þennan landsliðsferil minn. Ég er sáttur í eigin skinni og það er ekkert eftir. Ég hélt að þetta væri komið eftir Wembley en svo ákváðum við að taka slaginn í þessari keppni. Mér líður bara þannig núna að þetta sé komið gott. Ég held að ég verði að elta þá tilfinningu og finnst þetta rétt í stöðunni,“ sagði Hannes. Þetta var 77. landsleikur Hannesar og er hann sá markvörður sem hefur spilað flesta landsleiki fyrir Ísland.
HM 2022 í Katar Tímamót Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira