Finnur fyrir kláðanum og íhugaði að taka þátt á Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2021 14:31 Usain Bolt hefur skemmt sér ágætlega síðan hann lagði hlaupaskóna á hilluna. Til að mynda tók hann þátt í fótboltaleik á vegum Unicef. Matt McNulty/Getty Images Usain Bolt, fljótasti maður í heimi, segir það ekki koma til greina að snúa aftur á hlaupabrautina þó hann finni enn fyrir kláðanum. Hinn 35 ára gamli Bolt lagði hlaupaskóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið átta Ólympíugull á ferli sínum sem og að setja heimsmet í 100 og 200 metra spretthlaupi. Bolt íhugaði að taka skóna af hillunni fyrir Ólympíuleikana sem fram fóru í sumar í Tókýó en fyrrum þjálfari hans, Glen Mills, sagði honum að það væri ekki sniðug hugmynd. „Það er of seint. Ef ég hefði ætlað að snúa aftur hefði það þurft að vera á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Bolt í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Þegar ég sagði þjálfaranum mínum að ég ætlaði að hætta á sínum tíma settist hann niður með mér og sagði að þegar maður leggur skóna á hilluna þá er maður hættur. Það þýðir ekkert að skipta um skoðun og snúa aftur, svo vertu viss um að þú sért tilbúinn að hætta.“ Itching for a return!Usain Bolt admits he had been tempted by a possible return for the Tokyo Games but his coach persuaded him not to He's now embarking on a career in music — BBC Sport (@BBCSport) September 9, 2021 „Ég man að ég fór til hans árið 2019 og spurði hvaða skoðun hann hefði á því að reyna taka þátt á Ólympíuleikunum. Ég man hvernig hann horfði á mig og sagði mér að gleyma þessu. Ég mun ekki íhuga endurkomu án þess að hafa þjálfarann minn mér við hlið. Ef hann vill ekki gera það þá mun ég ekki gera það þó ég sé enn með kláðann.“ Hefur trú á að báðar geti slegið heimsmetið Bolt telur að rígurinn milli Shelly-Ann Fraser Pryce og Elaine Thompson-Herah, báðar frá Jamaíka, geti leitt til þess að önnur þeirra slái heimsmetið í 100 og 200 metra spretthlaupi. Núverandi met á Florence Griffith Joyner frá Bandaríkjunum en þau hafa staðið frá árinu 1988. „Þegar ég sá þær stíga upp og hlaupa hélt ég að þær gætu slegið metið. Elaine hefur bætt tækni sína gífurlega, sama má segja um Shelly-Ann. Ég held að þær muni báðar vera nálægt því að slá metið. Fólk hefur verið að tala um þessi met í mörg ár svo ef þær ná að slá annað hvort væri það risastórt fyrir íþróttina í heild,“ sagði Bolt að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Bolt lagði hlaupaskóna á hilluna árið 2017 eftir að hafa unnið átta Ólympíugull á ferli sínum sem og að setja heimsmet í 100 og 200 metra spretthlaupi. Bolt íhugaði að taka skóna af hillunni fyrir Ólympíuleikana sem fram fóru í sumar í Tókýó en fyrrum þjálfari hans, Glen Mills, sagði honum að það væri ekki sniðug hugmynd. „Það er of seint. Ef ég hefði ætlað að snúa aftur hefði það þurft að vera á þessum Ólympíuleikum,“ sagði Bolt í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Þegar ég sagði þjálfaranum mínum að ég ætlaði að hætta á sínum tíma settist hann niður með mér og sagði að þegar maður leggur skóna á hilluna þá er maður hættur. Það þýðir ekkert að skipta um skoðun og snúa aftur, svo vertu viss um að þú sért tilbúinn að hætta.“ Itching for a return!Usain Bolt admits he had been tempted by a possible return for the Tokyo Games but his coach persuaded him not to He's now embarking on a career in music — BBC Sport (@BBCSport) September 9, 2021 „Ég man að ég fór til hans árið 2019 og spurði hvaða skoðun hann hefði á því að reyna taka þátt á Ólympíuleikunum. Ég man hvernig hann horfði á mig og sagði mér að gleyma þessu. Ég mun ekki íhuga endurkomu án þess að hafa þjálfarann minn mér við hlið. Ef hann vill ekki gera það þá mun ég ekki gera það þó ég sé enn með kláðann.“ Hefur trú á að báðar geti slegið heimsmetið Bolt telur að rígurinn milli Shelly-Ann Fraser Pryce og Elaine Thompson-Herah, báðar frá Jamaíka, geti leitt til þess að önnur þeirra slái heimsmetið í 100 og 200 metra spretthlaupi. Núverandi met á Florence Griffith Joyner frá Bandaríkjunum en þau hafa staðið frá árinu 1988. „Þegar ég sá þær stíga upp og hlaupa hélt ég að þær gætu slegið metið. Elaine hefur bætt tækni sína gífurlega, sama má segja um Shelly-Ann. Ég held að þær muni báðar vera nálægt því að slá metið. Fólk hefur verið að tala um þessi met í mörg ár svo ef þær ná að slá annað hvort væri það risastórt fyrir íþróttina í heild,“ sagði Bolt að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira