„Bitnar aðallega á leikmönnunum“ Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2021 14:46 Jürgen Klopp er með þrjá Brasilíumenn í sínum hópi. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp, Pep Guardiola og Thomas Tuchel eru meðal þeirra sem harma þá stöðu sem upp er komin í enska boltanum varðandi brasilísku leikmennina sem bannað hefur verið að spila um helgina. Enn standa yfir viðræður til að leysa úr stöðunni. Eins og fram hefur komið fór brasilíska knattspyrnusambandið fram á það við FIFA að leikmennirnir yrðu settir í fimm daga bann vegna þess að félagsliðin þeirra bönnuðu þeim að ferðast frá Englandi til Suður-Ameríku í leiki í undankeppni HM. Bannið snertir Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Ederson og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Félagslið þeirra bönnuðu þeim að fara til Suður-Ameríku vegna þess að við komuna heim til Englands hefðu þeir þurft að fara í tíu daga sóttkví samkvæmt Covid-reglum breskra stjórnvalda, komandi frá löndum á „rauðum lista“. „Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var ekki gerlegt“ Klopp og hans lið verður hvað verst fyrir barðinu á banninu, verði því ekki aflétt, en Liverpool mætir Leeds á útivelli á sunnudaginn. „Bobby [Firmino] getur ekki spilað vegna meiðsla frá síðasta leik. En þetta er mjög snúin staða fyrir félögin og leikmennina sérstaklega. Við skulum ekki gleyma því að leikmennirnir vildu spila þessa landsleiki. Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var bara ekki gerlegt,“ sagði Klopp og vísaði í ákvörðun breskra stjórnvalda. „Þetta bitnar aðallega á leikmönnunum því þeir fá ekki að spila. Það er það sem þeir elska að gera. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Klopp og bætti við: „Það geysar heimsfaraldur. Stundum finnst manni það ekki vera en svo erum við minnt á það. Knattspyrnumenn hafa fengið undanþágur sem hafa ekki leitt til neinnar smitdreifingar vegna alls þess sem við þurfum að gera í hverri viku. Þetta er ólíkt því sem er annars staðar í samfélaginu. Við förum í smitpróf þrisvar í viku.“ Thomas Tuchel þarf líklega að spjara sín án Thiago Silva.Getty/Harriet Lander „Skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert“ „Ég skil ekkert í þessu. Þetta er óskiljanlegt, sama hvernig maður lítur á þetta. Meikar þetta sens fyrir Brasilíu? Nei. Meikar þetta sens fyrir okkur? Nei,“ sagði Tuchel, stjóri Chelsea, spurður út í væntanlega fjarveru Thiago Silva í leiknum við Aston Villa á morgun. „Ef að við hefðum sent hann í landsleikina hefði hann þurft að vera í tíu daga á hótelherbergi án þess að mega æfa. Ég veit ekki hvort nokkur sér eitthvað gott við þetta,“ sagði Tuchel. Pep Guardiola botnar ekkert í stöðunni.Getty/Matt McNulty Guardiola, stjóri Manchester City, tók í sama streng en hann gæti þurft að spjara sig án Jesus og Ederson. „Vonandi geta þeir spilað. Við bíðum og sjáum hvort það verða einhverjar fréttir á morgun en það verður að koma í ljós. Ég skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Enn standa yfir viðræður til að leysa úr stöðunni. Eins og fram hefur komið fór brasilíska knattspyrnusambandið fram á það við FIFA að leikmennirnir yrðu settir í fimm daga bann vegna þess að félagsliðin þeirra bönnuðu þeim að ferðast frá Englandi til Suður-Ameríku í leiki í undankeppni HM. Bannið snertir Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Ederson og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Félagslið þeirra bönnuðu þeim að fara til Suður-Ameríku vegna þess að við komuna heim til Englands hefðu þeir þurft að fara í tíu daga sóttkví samkvæmt Covid-reglum breskra stjórnvalda, komandi frá löndum á „rauðum lista“. „Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var ekki gerlegt“ Klopp og hans lið verður hvað verst fyrir barðinu á banninu, verði því ekki aflétt, en Liverpool mætir Leeds á útivelli á sunnudaginn. „Bobby [Firmino] getur ekki spilað vegna meiðsla frá síðasta leik. En þetta er mjög snúin staða fyrir félögin og leikmennina sérstaklega. Við skulum ekki gleyma því að leikmennirnir vildu spila þessa landsleiki. Félögin vildu leyfa þeim að fara en það var bara ekki gerlegt,“ sagði Klopp og vísaði í ákvörðun breskra stjórnvalda. „Þetta bitnar aðallega á leikmönnunum því þeir fá ekki að spila. Það er það sem þeir elska að gera. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Klopp og bætti við: „Það geysar heimsfaraldur. Stundum finnst manni það ekki vera en svo erum við minnt á það. Knattspyrnumenn hafa fengið undanþágur sem hafa ekki leitt til neinnar smitdreifingar vegna alls þess sem við þurfum að gera í hverri viku. Þetta er ólíkt því sem er annars staðar í samfélaginu. Við förum í smitpróf þrisvar í viku.“ Thomas Tuchel þarf líklega að spjara sín án Thiago Silva.Getty/Harriet Lander „Skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert“ „Ég skil ekkert í þessu. Þetta er óskiljanlegt, sama hvernig maður lítur á þetta. Meikar þetta sens fyrir Brasilíu? Nei. Meikar þetta sens fyrir okkur? Nei,“ sagði Tuchel, stjóri Chelsea, spurður út í væntanlega fjarveru Thiago Silva í leiknum við Aston Villa á morgun. „Ef að við hefðum sent hann í landsleikina hefði hann þurft að vera í tíu daga á hótelherbergi án þess að mega æfa. Ég veit ekki hvort nokkur sér eitthvað gott við þetta,“ sagði Tuchel. Pep Guardiola botnar ekkert í stöðunni.Getty/Matt McNulty Guardiola, stjóri Manchester City, tók í sama streng en hann gæti þurft að spjara sig án Jesus og Ederson. „Vonandi geta þeir spilað. Við bíðum og sjáum hvort það verða einhverjar fréttir á morgun en það verður að koma í ljós. Ég skil ekkert í stöðunni né hvað við getum gert,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira