Hlaup hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. september 2021 16:16 Vestari-Jökulsá rennur undan Hofsjökli og niður í Skagafjörð. Vísir/Vilhelm Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan norðanverðum Hofsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Íbúi á Úlfsstöðum nærri Varmahlíð segist ekki muna eftir haustflóðum í sinni tíð. Ekki er reiknað með hættu af hlaupinu en líklegt er að vatn í Héraðsvötnum fari vaxandi og að þau litist af aurburði. Þá gæti einhver brennisteinslykt fylgt hlaupinu og fólk er varað við því að dvelja við ána á meðan á hlaupinu stendur. Áin rennur saman við Austari-Jökulsá um átta kílómetra sunnan við mynni Norðurárdals og mynda þær saman Héraðsvötn. Þjóðvegur eitt á milli Varmahlíðar og Akureyrar liggur með vötnunum á kafla. Halldór Jóhann Einarsson, frjótæknir á Úlfsstöðum í Varmahlíð, hafði ekki heyrt tíðindin þegar fréttastofa náði af honum tali. Bær hans Úlfsstaðir eru hinum megin við Hringveginn frá Héraðsvötnum. Hann sagði ekki að merkja aukningu í ánni enn sem komið væri. Halldór er fæddur og uppalinn á Úlfsstöðum og segir mjög sjaldgæft að flæði á haustin. Þau séu vanari flóðum á vorin í leysingum. „Ég man ekki eftir svona haustflóðum,“ segir Halldór Jóhann. Kolbrún Erla Grétarsdóttir, eiginkona Halldórs Jóhanns, fór í framhaldi af samtali fréttastofu við Halldór Jóhann niður að ánni. Hún segir í samtali við fréttastofu merkja breytingu á lit í ánni, hún væri orðin grá. Skagafjörður Almannavarnir Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Ekki er reiknað með hættu af hlaupinu en líklegt er að vatn í Héraðsvötnum fari vaxandi og að þau litist af aurburði. Þá gæti einhver brennisteinslykt fylgt hlaupinu og fólk er varað við því að dvelja við ána á meðan á hlaupinu stendur. Áin rennur saman við Austari-Jökulsá um átta kílómetra sunnan við mynni Norðurárdals og mynda þær saman Héraðsvötn. Þjóðvegur eitt á milli Varmahlíðar og Akureyrar liggur með vötnunum á kafla. Halldór Jóhann Einarsson, frjótæknir á Úlfsstöðum í Varmahlíð, hafði ekki heyrt tíðindin þegar fréttastofa náði af honum tali. Bær hans Úlfsstaðir eru hinum megin við Hringveginn frá Héraðsvötnum. Hann sagði ekki að merkja aukningu í ánni enn sem komið væri. Halldór er fæddur og uppalinn á Úlfsstöðum og segir mjög sjaldgæft að flæði á haustin. Þau séu vanari flóðum á vorin í leysingum. „Ég man ekki eftir svona haustflóðum,“ segir Halldór Jóhann. Kolbrún Erla Grétarsdóttir, eiginkona Halldórs Jóhanns, fór í framhaldi af samtali fréttastofu við Halldór Jóhann niður að ánni. Hún segir í samtali við fréttastofu merkja breytingu á lit í ánni, hún væri orðin grá.
Skagafjörður Almannavarnir Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira