Siglfirðingar með fótinn á gjöfinni þegar kemur að ferðaþjónustunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2021 22:15 Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson er maðurinn á bak við mikla uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Siglufirði undanfarin ár. Siglufjörður hefur komist rækilega á kortið sem áfangastaður ferðamanna undanfarin ár. Þar á bæ er stefnt á enn frekari uppbyggingu fyrir ferðamenn. Mikil uppbygging átt sér stað á Siglufirði síðustu ár þar sem athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson hefur farið fremstur í flokki. Bærinn trekkir að. „Sumarið í ferðamennskunni hefur verið mjög gott. Þar spilar auðvitað veðrið inn í en við höfum fengið töluvert mikið af erlendum ferðamönnum, sérstaklega Ameríkönum. Svo auðvitað Íslendingarnir sem hafa heimsótt okkur sem aldrei fyrr,“ segir Róbert. Ferðamennirnir hafa ekki látið sig vanta á Siglufjörð í sumar.Vísir/Egill Hann þakkar þetta öflugri uppbyggingu auk þess sem að sagan vinnur með Siglfirðingum. „Við erum auðvitað mjög öflugir hérna með Síldarminjasafnið, Þjóðlagahátíð, Þjóðlagasafn og svo er það bara mannlífið hérna. Svo hefur hótelið hérna, hótelið sjálft, verið aðdráttur,“ segir Róbert. Hvernig er framtíðin í þessum málum, eruð þið komin á góðan stað eða þarf að bæta í? „Við erum komin á mjög góðan stað en ætlum að bæta í.“ Einhverjar sérstakar leiðir í því? „Hérna á bak við okkur höfum við verið að teikna upp tuttugu svítur og svo erum við að skoða meira upp í skíðasvæði, það er verið að endurbæta skíðasvæðið þannig að það er allt á fleygiferð hér,“ segir Róbert. Svíturnar tuttugu byggja á svokallaðri „time-share“ hugmynd þar sem einstaklingar kaupa sér íbúð, dvelja í henni þegar þeim hentar, en svo er hún leigð út þess á milli. „Þetta er konsept sem er ekki mjög þekkt á Íslandi en við ætlum að starta upp.“ Finnið fyrir eftirspurn eftir því? „Já, við finnum mjög fyrir því.“ Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Mikil uppbygging átt sér stað á Siglufirði síðustu ár þar sem athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson hefur farið fremstur í flokki. Bærinn trekkir að. „Sumarið í ferðamennskunni hefur verið mjög gott. Þar spilar auðvitað veðrið inn í en við höfum fengið töluvert mikið af erlendum ferðamönnum, sérstaklega Ameríkönum. Svo auðvitað Íslendingarnir sem hafa heimsótt okkur sem aldrei fyrr,“ segir Róbert. Ferðamennirnir hafa ekki látið sig vanta á Siglufjörð í sumar.Vísir/Egill Hann þakkar þetta öflugri uppbyggingu auk þess sem að sagan vinnur með Siglfirðingum. „Við erum auðvitað mjög öflugir hérna með Síldarminjasafnið, Þjóðlagahátíð, Þjóðlagasafn og svo er það bara mannlífið hérna. Svo hefur hótelið hérna, hótelið sjálft, verið aðdráttur,“ segir Róbert. Hvernig er framtíðin í þessum málum, eruð þið komin á góðan stað eða þarf að bæta í? „Við erum komin á mjög góðan stað en ætlum að bæta í.“ Einhverjar sérstakar leiðir í því? „Hérna á bak við okkur höfum við verið að teikna upp tuttugu svítur og svo erum við að skoða meira upp í skíðasvæði, það er verið að endurbæta skíðasvæðið þannig að það er allt á fleygiferð hér,“ segir Róbert. Svíturnar tuttugu byggja á svokallaðri „time-share“ hugmynd þar sem einstaklingar kaupa sér íbúð, dvelja í henni þegar þeim hentar, en svo er hún leigð út þess á milli. „Þetta er konsept sem er ekki mjög þekkt á Íslandi en við ætlum að starta upp.“ Finnið fyrir eftirspurn eftir því? „Já, við finnum mjög fyrir því.“
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira