Ef nóg er til, hvers vegna svelta öryrkjar þá? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 11. september 2021 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að það væri ekki á dagskrá að leggja á stóreignaskatt, eins og Samfylkingin leggur til að eigi að gera á hreinar eignir umfram 200 miljónir. Katrín sagði enn fremur að óþarfi væri að fara í frekari tekjuöflun þar sem ríkissjóður stæði ágætlega. En ef ríkissjóður stendur ágætlega — hvers vegna svelta þá öryrkjar, Katrín? Ríkistjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili um hækkun örorku og ellilífeyris, þrátt fyrir loforð stjórnarflokkanna um bætt kjör og samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn mega öryrkjar og eldri borgarar bíða og biðin eftir réttlætinu hefur verið löng. Í einu ríkasta landi heims. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar. Lítið er um störf fyrir fólk með skerta starfsgetu ef það vill vinna. Ef það er í einhverri vinnu, þarf það að þola ósanngjarnar skerðingar. Ef það lendir á örorku á miðju almanaksári, þá gera launatekjur þess fyrri hluta ársins það að verkum að það mætir miklum skerðingum og þarf að draga fram lífið á jafnvel aðeins um 100.000 kr. á mánuði. Slík upphæð dugar ekki fyrir húsnæði einu og sér, hvað þá mat, lyfjum og öðrum lífsnauðsynjum. Meira að segja þótt fólk hljóti fullar bætur, er það samt með lægri upphæð milli handanna en fólk á atvinnuleysisbótum, sem enginn verður þó saddur af og er í þokkabót tímabundið ástand í lífi launafólks. Er það velferðarsamfélag sem kemur svona fram? Er þetta öryggisnet í reynd, eins og almannatryggingakerfið okkar á að vera? Svarið er einfaldlega nei. Samfylkingin ætlar að taka á þessu óréttlæti. Við ætlum að bæta almannatryggingakerfið og fjármagna þessar kjarabætur með stóreignaskatti og hærri veiðigjöldum á stórútgerðir. Það er góð og skynsamleg jafnaðarstefna. Samfylking ætlar strax að: Hækka greiðslur almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkun kjarasamninga og stöðva kjaragliðnun síðustu ára. Það yrði fyrsta skref í hækkun lífeyris og þess gætt að hækkanirnar hafi ekki áhrif á aðrar greiðslur. Hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna, sem hefur staðið í stað síðan árið 2010, úr tæpum 110 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Tvöfalda frítekjumark eldra fólks vegna lífeyrissjóðsgreiðslna úr 25 þúsund krónum á mánuði upp í 50 þúsund og hækka frítekjumark atvinnutekna eldra fólks í 200 þúsund krónur. Á listum okkar eru öryrkjar, eldri borgarar og fatlað fólk sem þú getur treyst að standa með þér á þingi! Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að það væri ekki á dagskrá að leggja á stóreignaskatt, eins og Samfylkingin leggur til að eigi að gera á hreinar eignir umfram 200 miljónir. Katrín sagði enn fremur að óþarfi væri að fara í frekari tekjuöflun þar sem ríkissjóður stæði ágætlega. En ef ríkissjóður stendur ágætlega — hvers vegna svelta þá öryrkjar, Katrín? Ríkistjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili um hækkun örorku og ellilífeyris, þrátt fyrir loforð stjórnarflokkanna um bætt kjör og samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn mega öryrkjar og eldri borgarar bíða og biðin eftir réttlætinu hefur verið löng. Í einu ríkasta landi heims. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar. Lítið er um störf fyrir fólk með skerta starfsgetu ef það vill vinna. Ef það er í einhverri vinnu, þarf það að þola ósanngjarnar skerðingar. Ef það lendir á örorku á miðju almanaksári, þá gera launatekjur þess fyrri hluta ársins það að verkum að það mætir miklum skerðingum og þarf að draga fram lífið á jafnvel aðeins um 100.000 kr. á mánuði. Slík upphæð dugar ekki fyrir húsnæði einu og sér, hvað þá mat, lyfjum og öðrum lífsnauðsynjum. Meira að segja þótt fólk hljóti fullar bætur, er það samt með lægri upphæð milli handanna en fólk á atvinnuleysisbótum, sem enginn verður þó saddur af og er í þokkabót tímabundið ástand í lífi launafólks. Er það velferðarsamfélag sem kemur svona fram? Er þetta öryggisnet í reynd, eins og almannatryggingakerfið okkar á að vera? Svarið er einfaldlega nei. Samfylkingin ætlar að taka á þessu óréttlæti. Við ætlum að bæta almannatryggingakerfið og fjármagna þessar kjarabætur með stóreignaskatti og hærri veiðigjöldum á stórútgerðir. Það er góð og skynsamleg jafnaðarstefna. Samfylking ætlar strax að: Hækka greiðslur almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkun kjarasamninga og stöðva kjaragliðnun síðustu ára. Það yrði fyrsta skref í hækkun lífeyris og þess gætt að hækkanirnar hafi ekki áhrif á aðrar greiðslur. Hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna, sem hefur staðið í stað síðan árið 2010, úr tæpum 110 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Tvöfalda frítekjumark eldra fólks vegna lífeyrissjóðsgreiðslna úr 25 þúsund krónum á mánuði upp í 50 þúsund og hækka frítekjumark atvinnutekna eldra fólks í 200 þúsund krónur. Á listum okkar eru öryrkjar, eldri borgarar og fatlað fólk sem þú getur treyst að standa með þér á þingi! Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar