Umhugsunarverð einkunnagjöf Sigþrúður Ármann skrifar 12. september 2021 16:31 Það er ánægjulegt að Ungir Umhverfissinnar, sem nýlega gáfu stjórnmálaflokkum einkunn fyrir stefnu sína í umhverfis- og loftlagsmálum, hafi endurskoðað einkunnagjöf Sjálfstæðisflokksins og hækkað. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk, rétt eins og við öll, láti sig umhverfis- og loftlagsmál varða og því ber að fagna framtaki hópsins. Ég fékk þann heiður að taka á móti einkunnarspjaldinu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og var full tilhlökkunar. Aftur á móti varð ég strax hugsi um aðferðafræðina og þegar farið var að skoða upphaflega niðurstöðu flokksins varð strax ljóst að mistök hefðu átt sér stað. Ekki nóg að lofa, það þarf líka að framkvæma Í einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna er eingöngu tekið mið af stefnuskrám flokkanna. Það væri hins vegar athugunar virði að gefa flokkunum einnig kost á að rökstyðja með hvaða hætti þeir hafa staðið fyrir raunverulegum aðgerðum sem samræmast mælikvörðunum sem lagt er upp með. Með öðrum orðum, hvort flokkarnir hafi látið verkin tala, til dæmis með lagafrumvörpum, þingályktunartillögum eða stuðningi við slíkar tillögur í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Til samanburðar myndi það ólíklega teljast fullnægjandi að frammistaða fyrirtækja í umhverfismálum væri eingöngu metin út frá umhverfisstefnu þeirra. Líta þyrfti til þess hvað fyrirtæki hafa gert í reynd, hvaða árangri þau hafa raunverulega náð. Metnaðarfull markmið Sjálfstæðisflokkurinn hefur það í stefnuskrá sinni að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra þjóða í heiminum. Þetta metnaðarfulla markmið er ekki að finna sem mælikvarða í prófi Ungra Umhverfissinna. Markmið Sjálfstæðisflokksins gengur því lengra en markmið Ungra Umhverfissinna sem er að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin ár haft forystu um að móta stefnu og aðgerðir Íslands á leið okkar til fullra orkuskipta, til dæmis með þingsályktun Þórdísar Kolbrúnar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og orkumálaráðherra, um aðgerðaáætlun í orkuskiptum. Aðgerðaáætlun nýrrar Orkustefnu var kynnt í vetur og byrjað er að vinna eftir henni af fullum krafti. Orkusjóður styður við fjölmörg orkuskiptaverkefni sem draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, en stærsta úthlutun sögunnar úr sjóðnum verður nú í september. Til viðbótar má nefna vinnu orkumálaráðherra við „Græna dregilinn“ og stóraukinn stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um og hefur m.a. nýst grænum verkefnum. Þá má nefna frumvarp Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sem varð að lögum í vor um skattalega hvata (stuðning) fyrir fyrirtæki sem fjárfesta í grænum lausnum og orkuskiptum. Frumvarpið er mikið framfaramál. Í einkunn Ungra Umhverfissina fær Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar núll stig fyrir stuðning í nýsköpum í tæknilausnum kolefnisföngunar og bindingar. Nefna mætti fleiri dæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ekki sannmælis í mati Ungra Umhverfissinna. Áfram, gakk! Það myndi bæði dýpka og bæta einkunnagjöf þeirra sem láta sig málaflokkinn varða að taka tillit til þess sem flokkarnir hafa gert, þess sem þeir hafa sýnt í verki, í stað þess að horfa eingöngu á það sem þeir segjast ætla að gera í misjafnlega ítarlegum kosningastefnuskrám. Vart þarf að ítreka að það er langur vegur milli þess að skrifa löng orð á blað og að ráðast í raunverulegar aðgerðir. Með slíku aðhaldi þyrftu flokkarnir að svara enn betur fyrir aðgerðir sínar eða aðgerðaleysi í þeim mikilvægu málaflokkum sem umhverfis- og loftlagsmál eru og kjósendur gætu enn frekar glöggvað sig á raunverulegum áherslum stjórnmálaflokkanna, jafnt í orði sem í verki. Ég fagna frumkvæði Ungra Umhverfissinna og hvet þau áfram til góðra verka. Áfram, gakk! Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Sigþrúður Ármann Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að Ungir Umhverfissinnar, sem nýlega gáfu stjórnmálaflokkum einkunn fyrir stefnu sína í umhverfis- og loftlagsmálum, hafi endurskoðað einkunnagjöf Sjálfstæðisflokksins og hækkað. Það er gríðarlega mikilvægt að ungt fólk, rétt eins og við öll, láti sig umhverfis- og loftlagsmál varða og því ber að fagna framtaki hópsins. Ég fékk þann heiður að taka á móti einkunnarspjaldinu fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og var full tilhlökkunar. Aftur á móti varð ég strax hugsi um aðferðafræðina og þegar farið var að skoða upphaflega niðurstöðu flokksins varð strax ljóst að mistök hefðu átt sér stað. Ekki nóg að lofa, það þarf líka að framkvæma Í einkunnagjöf Ungra Umhverfissinna er eingöngu tekið mið af stefnuskrám flokkanna. Það væri hins vegar athugunar virði að gefa flokkunum einnig kost á að rökstyðja með hvaða hætti þeir hafa staðið fyrir raunverulegum aðgerðum sem samræmast mælikvörðunum sem lagt er upp með. Með öðrum orðum, hvort flokkarnir hafi látið verkin tala, til dæmis með lagafrumvörpum, þingályktunartillögum eða stuðningi við slíkar tillögur í atkvæðagreiðslum á Alþingi. Til samanburðar myndi það ólíklega teljast fullnægjandi að frammistaða fyrirtækja í umhverfismálum væri eingöngu metin út frá umhverfisstefnu þeirra. Líta þyrfti til þess hvað fyrirtæki hafa gert í reynd, hvaða árangri þau hafa raunverulega náð. Metnaðarfull markmið Sjálfstæðisflokkurinn hefur það í stefnuskrá sinni að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrst allra þjóða í heiminum. Þetta metnaðarfulla markmið er ekki að finna sem mælikvarða í prófi Ungra Umhverfissinna. Markmið Sjálfstæðisflokksins gengur því lengra en markmið Ungra Umhverfissinna sem er að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin ár haft forystu um að móta stefnu og aðgerðir Íslands á leið okkar til fullra orkuskipta, til dæmis með þingsályktun Þórdísar Kolbrúnar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og orkumálaráðherra, um aðgerðaáætlun í orkuskiptum. Aðgerðaáætlun nýrrar Orkustefnu var kynnt í vetur og byrjað er að vinna eftir henni af fullum krafti. Orkusjóður styður við fjölmörg orkuskiptaverkefni sem draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, en stærsta úthlutun sögunnar úr sjóðnum verður nú í september. Til viðbótar má nefna vinnu orkumálaráðherra við „Græna dregilinn“ og stóraukinn stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft forystu um og hefur m.a. nýst grænum verkefnum. Þá má nefna frumvarp Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sem varð að lögum í vor um skattalega hvata (stuðning) fyrir fyrirtæki sem fjárfesta í grænum lausnum og orkuskiptum. Frumvarpið er mikið framfaramál. Í einkunn Ungra Umhverfissina fær Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar núll stig fyrir stuðning í nýsköpum í tæknilausnum kolefnisföngunar og bindingar. Nefna mætti fleiri dæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn nýtur ekki sannmælis í mati Ungra Umhverfissinna. Áfram, gakk! Það myndi bæði dýpka og bæta einkunnagjöf þeirra sem láta sig málaflokkinn varða að taka tillit til þess sem flokkarnir hafa gert, þess sem þeir hafa sýnt í verki, í stað þess að horfa eingöngu á það sem þeir segjast ætla að gera í misjafnlega ítarlegum kosningastefnuskrám. Vart þarf að ítreka að það er langur vegur milli þess að skrifa löng orð á blað og að ráðast í raunverulegar aðgerðir. Með slíku aðhaldi þyrftu flokkarnir að svara enn betur fyrir aðgerðir sínar eða aðgerðaleysi í þeim mikilvægu málaflokkum sem umhverfis- og loftlagsmál eru og kjósendur gætu enn frekar glöggvað sig á raunverulegum áherslum stjórnmálaflokkanna, jafnt í orði sem í verki. Ég fagna frumkvæði Ungra Umhverfissinna og hvet þau áfram til góðra verka. Áfram, gakk! Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun