Fylkismenn bara með tvö stig og eitt mark samanlagt síðustu 62 daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 16:01 Djair Parfitt-Williams er markahæsti leikmaður Fylkis í Pepsi Max deild karla í sumar en skoraði síðast í deildinni í maí. Vísir/Hulda Margrét Fylkismenn sitja í fallsæti í Pepsi Max deild karla í fótbolta þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Fylkir tapaði 2-0 á móti KA á Akureyrarvelli um helgina og var þetta fjórði tapleikurinn í röð hjá liðinu. Það sem er enn verra er að Árbæingar hafa ekki náð að skora eitt einasta mark í þessum fjórum leikjum. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá síðasta sigurleik Fylkisliðsins sem var 2-1 sigur á KA 13. júlí síðastliðinn. Fylkir hefur spilað átta deildarleiki síðan þá en uppskeran er þó aðeins eitt mark. Það mark skoraði Orri Hrafn Kjartansson í 1-1 jafntefli á móti Keflavík 8. ágúst eða fyrir meira en einum mánuði síðan. Orri Hrafn hefur skorað tvö síðustu mörk Fylkismanna í Pepsi Max deildinni því hann skoraði einnig seinna markið í sigri á KA fyrir 62 dögum síðan. Í þessum átta leikjum hafa mótherjar Fylkismanna skorað tuttugu mörk þar af fimmtán mörk í röð án þess að Fylkisliðið hafi svarað fyrir sig. Fylkisliðið hefur náð 96 skotum í þessum átta síðustu leikjum samkvæmt tölfræði Wyscout en aðeins 23 þeirra hafa endað á marki. Fylkismenn náðu ekki að hitta markið í KA-leiknum um helgina. Á sama tíma hafa mótherjar liðsins náð 56 skotum á mark Fylkis þar af eru sjö skot KA-manna á laugardaginn. Markalíkur Fylkismanna í leikjunum átta (Xg) eru 11,6 og á því sést að Fylkismenn hafa fengið mun fleiri færi til skora meira en eitt mark á þessum tíma. Það segir kannski meira en mörg orð að markahæsti leikmaður Fylkismanna í sumar, Djair Parfitt-Williams, sem hefur skorað fimm mörk hefur ekki skorað í deildinni síðan 30. maí síðastliðinn. Mörk og markalíkur í síðustu átta leikjum Fylkis í Pepsi Max deild karla: (Tölfræði frá Wyscout) 0-1 tap á móti FH (xG: 1,49) 0-4 tap á móti KR (xG: 1,12) 0-0 jafntefli við Leikni (xG: 3,93) 1-1 jafntefli við Keflavík (xG: 2,44) 0-3 tap á móti Víkingi (xG: 1,46) 0-2 tap á móti Stjörnunni (xG: 0,54) 0-7 tap á móti Breiðabliki (xG: 0,27) 0-2 tap á móti KA (xG: 0,37) Fylkir Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Fylkir tapaði 2-0 á móti KA á Akureyrarvelli um helgina og var þetta fjórði tapleikurinn í röð hjá liðinu. Það sem er enn verra er að Árbæingar hafa ekki náð að skora eitt einasta mark í þessum fjórum leikjum. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá síðasta sigurleik Fylkisliðsins sem var 2-1 sigur á KA 13. júlí síðastliðinn. Fylkir hefur spilað átta deildarleiki síðan þá en uppskeran er þó aðeins eitt mark. Það mark skoraði Orri Hrafn Kjartansson í 1-1 jafntefli á móti Keflavík 8. ágúst eða fyrir meira en einum mánuði síðan. Orri Hrafn hefur skorað tvö síðustu mörk Fylkismanna í Pepsi Max deildinni því hann skoraði einnig seinna markið í sigri á KA fyrir 62 dögum síðan. Í þessum átta leikjum hafa mótherjar Fylkismanna skorað tuttugu mörk þar af fimmtán mörk í röð án þess að Fylkisliðið hafi svarað fyrir sig. Fylkisliðið hefur náð 96 skotum í þessum átta síðustu leikjum samkvæmt tölfræði Wyscout en aðeins 23 þeirra hafa endað á marki. Fylkismenn náðu ekki að hitta markið í KA-leiknum um helgina. Á sama tíma hafa mótherjar liðsins náð 56 skotum á mark Fylkis þar af eru sjö skot KA-manna á laugardaginn. Markalíkur Fylkismanna í leikjunum átta (Xg) eru 11,6 og á því sést að Fylkismenn hafa fengið mun fleiri færi til skora meira en eitt mark á þessum tíma. Það segir kannski meira en mörg orð að markahæsti leikmaður Fylkismanna í sumar, Djair Parfitt-Williams, sem hefur skorað fimm mörk hefur ekki skorað í deildinni síðan 30. maí síðastliðinn. Mörk og markalíkur í síðustu átta leikjum Fylkis í Pepsi Max deild karla: (Tölfræði frá Wyscout) 0-1 tap á móti FH (xG: 1,49) 0-4 tap á móti KR (xG: 1,12) 0-0 jafntefli við Leikni (xG: 3,93) 1-1 jafntefli við Keflavík (xG: 2,44) 0-3 tap á móti Víkingi (xG: 1,46) 0-2 tap á móti Stjörnunni (xG: 0,54) 0-7 tap á móti Breiðabliki (xG: 0,27) 0-2 tap á móti KA (xG: 0,37)
Mörk og markalíkur í síðustu átta leikjum Fylkis í Pepsi Max deild karla: (Tölfræði frá Wyscout) 0-1 tap á móti FH (xG: 1,49) 0-4 tap á móti KR (xG: 1,12) 0-0 jafntefli við Leikni (xG: 3,93) 1-1 jafntefli við Keflavík (xG: 2,44) 0-3 tap á móti Víkingi (xG: 1,46) 0-2 tap á móti Stjörnunni (xG: 0,54) 0-7 tap á móti Breiðabliki (xG: 0,27) 0-2 tap á móti KA (xG: 0,37)
Fylkir Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira