Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir skrifa 14. september 2021 09:00 Senn verða komin 3 ár frá því að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) var innleidd með lögum sem réttur fatlaðs fólks á Íslandi. Lögin staðfesta að fatlað fólk skuli njóta sjálfstæðs lífs á eigin forsendum og fá nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra. Lögin voru nauðsynlegt skref til þess að uppfylla vissar skyldur Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það var mikið fagnaðarefni þegar lögin tóku loksins gildi í október 2018, eftir margra ára baráttu fatlað fólks fyrir rétti til sjálfstæðu lífs, utan stofnana. Uppgjör undanfarinna ára hafa sýnt glögglega hversu mörg og djúp ör stofnanavistun fatlaðs fólks á Íslandi hefur skilið eftir sig. Sorglegt er að þrátt fyrir skýr ákvæði laganna um rétt fatlaðs fólks til þjónustunnar, er enn verið að neita fólki um réttinn sem lögin geyma. Ein algengasta ástæðan fyrir því að fötluðu fólki er synjað um mannréttindi sem það á samkvæmt þessum lögum er að ríki og sveitarfélög hafa ekki gengið í takt hvað varðar fjármögnun á þessari þjónustu. Fyrir vikið er fólk á biðlistum, jafnvel árum saman, þrátt fyrir að hafa verið metið á þann hátt að eiga rétt á NPA þjónustu. Ljótustu dæmin ganga svo langt að fatlað fólk í þessari stöðu hefur verið þvingað inn á stofnanir gegn sínum vilja. Á undanförnum þremur árum hefur fólki sem vistað er á öldrunarstofnunum, undir 67 ára aldri til að mynda fjölgað talsvert. Dæmi um slíka þvingaða stofnanavistun er mál Erlings Smith sem héraðsdómur Reykjavíkur fjallaði um á vormánuðum á þessu ári. Dómurinn komst að þeirri augljósu niðurstöðu að um fjölþætt lögbrot væri að ræða af hálfu sveitarfélagsins sem átti í hlut, enda hafði það neitað Erling um sinn rétt á sjálfstæðu lífi. Sveitarfélagið áfrýjaði hins vegar dómnum og þann 15. september næstkomandi verður málið flutt í Landsrétti. Um er að ræða mikilvægt og fordæmisgefandi mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks á Íslandi. Það vekur von að til viðbótar við dóm héraðsdóms hefur Úrskurðanefnd velferðamála einnig staðfest að skilyrðingar á fjárframlögum eigi sér ekki lagastoð (mál nr. 200/2021). Fatlað fólk er langþreytt á því að vera bitbein á milli ríkis og sveitarfélaga í rifrildi um krónur og aura, og fá mannréttindum sínum ekki framfylgt á meðan. Það myndi engum detta í hug að láta börn bíða svo árum skipti á biðlista eftir grunnskólamenntun, né myndi nokkur sætta sig við það að lenda á biðlista um að fá að kjósa til Alþingis. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki annars flokks. Þvert á móti er það kjarni slíkra réttinda að manneskjan á þau á grundvelli þess eins að vera manneskja. Ef ríki og sveitarfélög fá að halda áfram að neita fötluðu fólki um mannréttindi á grundvelli fjárhagslegs rifrildis, má segja að niðurstaðan sé sú að þessir opinberu aðilar komist upp með að líta ekki á fatlað fólk sem manneskjur. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur og starfsmaður málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Mannréttindi Félagsmál Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Senn verða komin 3 ár frá því að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) var innleidd með lögum sem réttur fatlaðs fólks á Íslandi. Lögin staðfesta að fatlað fólk skuli njóta sjálfstæðs lífs á eigin forsendum og fá nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra. Lögin voru nauðsynlegt skref til þess að uppfylla vissar skyldur Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það var mikið fagnaðarefni þegar lögin tóku loksins gildi í október 2018, eftir margra ára baráttu fatlað fólks fyrir rétti til sjálfstæðu lífs, utan stofnana. Uppgjör undanfarinna ára hafa sýnt glögglega hversu mörg og djúp ör stofnanavistun fatlaðs fólks á Íslandi hefur skilið eftir sig. Sorglegt er að þrátt fyrir skýr ákvæði laganna um rétt fatlaðs fólks til þjónustunnar, er enn verið að neita fólki um réttinn sem lögin geyma. Ein algengasta ástæðan fyrir því að fötluðu fólki er synjað um mannréttindi sem það á samkvæmt þessum lögum er að ríki og sveitarfélög hafa ekki gengið í takt hvað varðar fjármögnun á þessari þjónustu. Fyrir vikið er fólk á biðlistum, jafnvel árum saman, þrátt fyrir að hafa verið metið á þann hátt að eiga rétt á NPA þjónustu. Ljótustu dæmin ganga svo langt að fatlað fólk í þessari stöðu hefur verið þvingað inn á stofnanir gegn sínum vilja. Á undanförnum þremur árum hefur fólki sem vistað er á öldrunarstofnunum, undir 67 ára aldri til að mynda fjölgað talsvert. Dæmi um slíka þvingaða stofnanavistun er mál Erlings Smith sem héraðsdómur Reykjavíkur fjallaði um á vormánuðum á þessu ári. Dómurinn komst að þeirri augljósu niðurstöðu að um fjölþætt lögbrot væri að ræða af hálfu sveitarfélagsins sem átti í hlut, enda hafði það neitað Erling um sinn rétt á sjálfstæðu lífi. Sveitarfélagið áfrýjaði hins vegar dómnum og þann 15. september næstkomandi verður málið flutt í Landsrétti. Um er að ræða mikilvægt og fordæmisgefandi mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks á Íslandi. Það vekur von að til viðbótar við dóm héraðsdóms hefur Úrskurðanefnd velferðamála einnig staðfest að skilyrðingar á fjárframlögum eigi sér ekki lagastoð (mál nr. 200/2021). Fatlað fólk er langþreytt á því að vera bitbein á milli ríkis og sveitarfélaga í rifrildi um krónur og aura, og fá mannréttindum sínum ekki framfylgt á meðan. Það myndi engum detta í hug að láta börn bíða svo árum skipti á biðlista eftir grunnskólamenntun, né myndi nokkur sætta sig við það að lenda á biðlista um að fá að kjósa til Alþingis. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki annars flokks. Þvert á móti er það kjarni slíkra réttinda að manneskjan á þau á grundvelli þess eins að vera manneskja. Ef ríki og sveitarfélög fá að halda áfram að neita fötluðu fólki um mannréttindi á grundvelli fjárhagslegs rifrildis, má segja að niðurstaðan sé sú að þessir opinberu aðilar komist upp með að líta ekki á fatlað fólk sem manneskjur. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur og starfsmaður málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar