Maurastjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. september 2021 11:01 Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar í óða önn að kynna stefnuskrár sínar og slagorð fyrir komandi Alþingiskosningar. Flestir þeirra hafa eytt hundruðum þúsunda í auglýsingastofur sem hjálpa þeim að búa til setningar sem eiga að höfða til kjósenda. Setningar sem síðan eru notaðar trekk ofan í trekk í allri orðræðu. Setningar sem eiga að fá kjósendur á þeirra vald og hljóma einhvern veginn svona: En við sem byggjum land tækifæranna vitum að það skiptir máli hver stjórnar, ekki bara hver kemur með flottasta slagorðið. Við vitum að það þarf að setja fólkið fyrst, svo að við getum gefið framtíðinni tækifæri. Við getum rifist um það hvort þessi framtíð sé á miðjunni eða hvort það skipti máli að skila rauðu eða bláu. Við viljum öll berjast gegn spillingu, a.m.k. í opinberri ræðu, þó svo að við hyglum frændum og vinum bakvið tjöldin. Við berjumst fyrir beinu lýðræði til þess að tryggja betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og svo viljum við auðvitað vernda náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Nýsköpun, frelsi, öflug velferð, orkuskipti fyrir framtíðina - hver er ekki til í það? Maurar með pípuhatta Þetta er allt ímyndarsköpun sem flokkar eru tilbúnir að verja milljónum af skattpeningum borgarana í. Ráða fólk í vinnu til að hjálpa þeim að missa alls ekki neitt óþægilegt út úr sér. Tala eins og pólitísk vélmenni en ekki eins og venjulegt fólk. Fægja sig, sníða gallana af, selja sig sem nýjan og endurbættan flokk með engan óæskilegan farangur. Þá er gott að muna að þó svo að þú setjir pípuhatt á maur þá er hann þó ennþá sami gamli maurinn. Það hverjir fara með völdin á næstu fjórum árum mun hafa áhrif á það hvernig komandi kynslóðir munu lifa. Náum við að vinna okkur út úr heimsfaraldri og framkvæma þær breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að verða ekki illilega fyrir barðinu á næstu krísu, loftslagsvánni? Munum við halda áfram að láta þá ríku verða ríkari eða munum við útrýma fátækt á Íslandi? Munum við byggja upp samfélag mismununar og útlendingahaturs eða samfélag velsældar og fjölmenningar? Þetta eru allt pólítískar ákvarðanir á hendi mauranna. Ef þú ert búin að fá nóg af slagorðum og innantómum loforðum, þá er tækifærið þitt núna. Að kjósa það að hlusta ekki á kjaftæði og byggja upp framtíð handan auglýsingastofu- og almannatengslastjórnmála, framtíð jöfnuðar, framtíð nýsköpunar, framtíð tækifæra og framtíð án spillingar. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar í óða önn að kynna stefnuskrár sínar og slagorð fyrir komandi Alþingiskosningar. Flestir þeirra hafa eytt hundruðum þúsunda í auglýsingastofur sem hjálpa þeim að búa til setningar sem eiga að höfða til kjósenda. Setningar sem síðan eru notaðar trekk ofan í trekk í allri orðræðu. Setningar sem eiga að fá kjósendur á þeirra vald og hljóma einhvern veginn svona: En við sem byggjum land tækifæranna vitum að það skiptir máli hver stjórnar, ekki bara hver kemur með flottasta slagorðið. Við vitum að það þarf að setja fólkið fyrst, svo að við getum gefið framtíðinni tækifæri. Við getum rifist um það hvort þessi framtíð sé á miðjunni eða hvort það skipti máli að skila rauðu eða bláu. Við viljum öll berjast gegn spillingu, a.m.k. í opinberri ræðu, þó svo að við hyglum frændum og vinum bakvið tjöldin. Við berjumst fyrir beinu lýðræði til þess að tryggja betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og svo viljum við auðvitað vernda náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Nýsköpun, frelsi, öflug velferð, orkuskipti fyrir framtíðina - hver er ekki til í það? Maurar með pípuhatta Þetta er allt ímyndarsköpun sem flokkar eru tilbúnir að verja milljónum af skattpeningum borgarana í. Ráða fólk í vinnu til að hjálpa þeim að missa alls ekki neitt óþægilegt út úr sér. Tala eins og pólitísk vélmenni en ekki eins og venjulegt fólk. Fægja sig, sníða gallana af, selja sig sem nýjan og endurbættan flokk með engan óæskilegan farangur. Þá er gott að muna að þó svo að þú setjir pípuhatt á maur þá er hann þó ennþá sami gamli maurinn. Það hverjir fara með völdin á næstu fjórum árum mun hafa áhrif á það hvernig komandi kynslóðir munu lifa. Náum við að vinna okkur út úr heimsfaraldri og framkvæma þær breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að verða ekki illilega fyrir barðinu á næstu krísu, loftslagsvánni? Munum við halda áfram að láta þá ríku verða ríkari eða munum við útrýma fátækt á Íslandi? Munum við byggja upp samfélag mismununar og útlendingahaturs eða samfélag velsældar og fjölmenningar? Þetta eru allt pólítískar ákvarðanir á hendi mauranna. Ef þú ert búin að fá nóg af slagorðum og innantómum loforðum, þá er tækifærið þitt núna. Að kjósa það að hlusta ekki á kjaftæði og byggja upp framtíð handan auglýsingastofu- og almannatengslastjórnmála, framtíð jöfnuðar, framtíð nýsköpunar, framtíð tækifæra og framtíð án spillingar. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar