Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 11:04 Úr Skálafirði á sunnudaginn. AP/Sea Shepherd Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru. Fjölmargir fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um veiðina og reiði dýraverndunarsinna. Þar á meðal eru BBC, Guardian og Washington Post. Færeyingar veiða fjölmarga höfrunga og smáhveli á ári hverju en að þessu sinni er talið að met hafi verið sett í fjölda veiddra dýra. Hingað til hafi metið verið um tólf hundruð dýr í einni veiði og var það sett árið 1940, samkvæmt sérfræðingi sem BBC ræddi við. Færeyingar segja veiðar smáhvela vera sjálfbærar og hluta af menningu þeirra. Að mestu eru veiddir grindhvalir en höfrungarnir sem veiddir voru á sunnudaginn eru af tegundinni leiftur. Ráðamenn í Færeyjum segja að ekki hafi staðið til að veiða svo marga höfrunga. Mistök hafi hins vegar verið gerð, samkvæmt Kringvarpinu og þau hafi ekki orðið ljós fyrr en höfrungarnir voru komnir í strand. Þrátt fyrir það voru engin lög brotin og veiðin var samþykkt af yfirvöldum. Dýraverndunarsamtökin Sea Sheperd hafa dreift myndefni af veiðunum á sunnudaginn á netinu, eins og samtökin hafa ítrekað gert á undanförnum árum. Klippa: Höfrungadráp í Færeyjum Sjá einnig: Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Sea Shepherd-samtökin, sem Paul Watson stofnaði, eru þekktust hér á landi fyrir að sökkva tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 og fyrir skemmdarverk á hvalstöðinni í Hvalfirði. Færeyingar eru meðvitaðir um reiðina. Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra, og Sjúrður Skaale, þingmaður jafnaðarmanna, ræddu málið í KFV í gærkvöldi. Sjúrður sagði veiðarnar koma niður á Færeyjum og orðspori Færeyinga en Jacob sagði mikilvægt að Færeyingar standi vörð um rétt sinn til veiðanna. BBC ræddi við blaðamann KFV sem segir Færeyinga hafa brugðist reiða við fréttum af veiðinni í Skálafirði. Fólki þyki allt of mörg dýr hafa verið drepin. Þá gerði miðillinn könnun þar sem rúmlegur helmingur svarenda sagðist andvígur veiðum sem þessum. Tæpur þriðjungur sagðist hlynntur þeim. Þá sýndi önnur könnun að mikill meirihluti Færeyinga vill halda grindhvalaveiðum áfram. Færeyjar Dýr Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Fjölmargir fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um veiðina og reiði dýraverndunarsinna. Þar á meðal eru BBC, Guardian og Washington Post. Færeyingar veiða fjölmarga höfrunga og smáhveli á ári hverju en að þessu sinni er talið að met hafi verið sett í fjölda veiddra dýra. Hingað til hafi metið verið um tólf hundruð dýr í einni veiði og var það sett árið 1940, samkvæmt sérfræðingi sem BBC ræddi við. Færeyingar segja veiðar smáhvela vera sjálfbærar og hluta af menningu þeirra. Að mestu eru veiddir grindhvalir en höfrungarnir sem veiddir voru á sunnudaginn eru af tegundinni leiftur. Ráðamenn í Færeyjum segja að ekki hafi staðið til að veiða svo marga höfrunga. Mistök hafi hins vegar verið gerð, samkvæmt Kringvarpinu og þau hafi ekki orðið ljós fyrr en höfrungarnir voru komnir í strand. Þrátt fyrir það voru engin lög brotin og veiðin var samþykkt af yfirvöldum. Dýraverndunarsamtökin Sea Sheperd hafa dreift myndefni af veiðunum á sunnudaginn á netinu, eins og samtökin hafa ítrekað gert á undanförnum árum. Klippa: Höfrungadráp í Færeyjum Sjá einnig: Sea Shepherd birtir blóðugt myndband af grindadrápi Færeyinga Sea Shepherd-samtökin, sem Paul Watson stofnaði, eru þekktust hér á landi fyrir að sökkva tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 og fyrir skemmdarverk á hvalstöðinni í Hvalfirði. Færeyingar eru meðvitaðir um reiðina. Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra, og Sjúrður Skaale, þingmaður jafnaðarmanna, ræddu málið í KFV í gærkvöldi. Sjúrður sagði veiðarnar koma niður á Færeyjum og orðspori Færeyinga en Jacob sagði mikilvægt að Færeyingar standi vörð um rétt sinn til veiðanna. BBC ræddi við blaðamann KFV sem segir Færeyinga hafa brugðist reiða við fréttum af veiðinni í Skálafirði. Fólki þyki allt of mörg dýr hafa verið drepin. Þá gerði miðillinn könnun þar sem rúmlegur helmingur svarenda sagðist andvígur veiðum sem þessum. Tæpur þriðjungur sagðist hlynntur þeim. Þá sýndi önnur könnun að mikill meirihluti Færeyinga vill halda grindhvalaveiðum áfram.
Færeyjar Dýr Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira