Ekkert mál um horfið vín úr kjallara Bessastaða til skoðunar Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2021 10:34 Sigurður G. Guðjónsson hefur sett fram alvarlegar ásakanir á hendur forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni auk þess sem hann staðhæfir að starfsmaður embættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og haft þaðan verulegt magn áfengis til einkabrúks. vísir/vilhelm Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sett fram alvarlegar ásakanir þess efnis að starfsmaður forsetaembættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og haft þaðan verulegt magn víns til einkanota. Embættið segir ekkert slíkt mál til skoðunar. Vísir hefur greint frá ásökunum Sigurðar en hann hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Guðna Th. Jóhannesson forseta íslenska lýðveldisins á Facebook-síðu sinni, meðal annars sakað hann um gerendameðvirkni og hræsni. Áburður um vínstuld Forsetinn brást við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sem sneri að þessu efni, um helgina síðustu með þeim hætti að hann ætlaði sér ekki að svara einhverju því sem sagt væri á Facebook. En engu að síður er það svo að Facebook heyrir til opinbers vettvangs og forsetinn sjálfur hefur notað hann til að senda frá sér opinberar tilkynningar þegar svo ber undir. Sigurður hefur einnig haldið því fram, og segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir, að ónefndur starfsmaður embættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og tekið þaðan áfengi til eigin nota: „Ég get svo upplýst forsetann og fjölmiðla, sem engu þora þegar handhafar opinbers valds eiga hlut að máli, að ég hef fengið staðfest með óyggjandi hætti að nokkuð magn af víni hefur á umliðnum árum verið tekið úr vínkjallara Bessastaða til einka brúks. Spurning er hvort sú háttsemi hafi rúmast innan starfskjara viðkomandi starfsmanna sem hlunnindi.“ Sigurður minnir á að til séu dómar þar sem áþekk háttsemi hefur verið dæmd sem auðgunarbrot svo sem þegar starfsmenn Keflavíkurflugvallar afgreiddu sjálfan sig með vín úr fríhöfninni. Vínbirgðastaða Bessastaða könnuð í vikunni Örnólfur Thorsson fráfarandi forsetaritari. En hinn meinti vínstuldur, sem Sigurður G. Guðjónsson fullyrðir að sé verulegur, úr vínkjallara Bessastaða hefur væntanlega hafa átt að gerast á hans vakt. Vísir hafði samband við Örnólf Thorsson, fyrrverandi forsetaritara, en ef að líkum lætur þá á hinn meinti verknaður að hafa gerst á hans vakt. Örnólfur, sem er enn skráður starfsmaður forstetambættisins en lætur af störfum um næstu mánaðarmót, vísaði öllum slíkum fyrirspurnum til Sifjar Gunnarsdóttur sem er nýlega tekin við sem forsetaritari. Hún er hins vegar í sumarleyfi þannig að Vísir beindi fyrirspurnum til staðgengils hennar, Árna Sigurjónssonar skrifstofustjóra. Hans svör eru skorinort: „Ekki hafa komið til rannsóknar mál innan embættisins vegna þess að vín hafi verið tekið til einkanota úr vínlager,“ segir Árni. En vínbirgðastaða verður könnuð í þessari viku í framhaldi af fyrirspurn. Forseti Íslands Stjórnsýsla Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Vísir hefur greint frá ásökunum Sigurðar en hann hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Guðna Th. Jóhannesson forseta íslenska lýðveldisins á Facebook-síðu sinni, meðal annars sakað hann um gerendameðvirkni og hræsni. Áburður um vínstuld Forsetinn brást við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sem sneri að þessu efni, um helgina síðustu með þeim hætti að hann ætlaði sér ekki að svara einhverju því sem sagt væri á Facebook. En engu að síður er það svo að Facebook heyrir til opinbers vettvangs og forsetinn sjálfur hefur notað hann til að senda frá sér opinberar tilkynningar þegar svo ber undir. Sigurður hefur einnig haldið því fram, og segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir, að ónefndur starfsmaður embættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og tekið þaðan áfengi til eigin nota: „Ég get svo upplýst forsetann og fjölmiðla, sem engu þora þegar handhafar opinbers valds eiga hlut að máli, að ég hef fengið staðfest með óyggjandi hætti að nokkuð magn af víni hefur á umliðnum árum verið tekið úr vínkjallara Bessastaða til einka brúks. Spurning er hvort sú háttsemi hafi rúmast innan starfskjara viðkomandi starfsmanna sem hlunnindi.“ Sigurður minnir á að til séu dómar þar sem áþekk háttsemi hefur verið dæmd sem auðgunarbrot svo sem þegar starfsmenn Keflavíkurflugvallar afgreiddu sjálfan sig með vín úr fríhöfninni. Vínbirgðastaða Bessastaða könnuð í vikunni Örnólfur Thorsson fráfarandi forsetaritari. En hinn meinti vínstuldur, sem Sigurður G. Guðjónsson fullyrðir að sé verulegur, úr vínkjallara Bessastaða hefur væntanlega hafa átt að gerast á hans vakt. Vísir hafði samband við Örnólf Thorsson, fyrrverandi forsetaritara, en ef að líkum lætur þá á hinn meinti verknaður að hafa gerst á hans vakt. Örnólfur, sem er enn skráður starfsmaður forstetambættisins en lætur af störfum um næstu mánaðarmót, vísaði öllum slíkum fyrirspurnum til Sifjar Gunnarsdóttur sem er nýlega tekin við sem forsetaritari. Hún er hins vegar í sumarleyfi þannig að Vísir beindi fyrirspurnum til staðgengils hennar, Árna Sigurjónssonar skrifstofustjóra. Hans svör eru skorinort: „Ekki hafa komið til rannsóknar mál innan embættisins vegna þess að vín hafi verið tekið til einkanota úr vínlager,“ segir Árni. En vínbirgðastaða verður könnuð í þessari viku í framhaldi af fyrirspurn.
Forseti Íslands Stjórnsýsla Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira