10 ár án réttinda Vífill Harðarson skrifar 17. september 2021 09:01 Ímyndum okkur hóp einstaklinga á vinnumarkaði sem hefur ekki einungis vinnuskyldum að gegna heldur þurfi líka að sinna t.d. fjölskyldu sinni, húsnæði, heilsu o.s.frv. Atvinnu- og tekjuöryggi þessa hóps er þess vegna mikilvægt til að geta framfleytt sér. Það er þó eitt sem einkennir hópinn sem við erum að ímynda okkur. Ef hann yrði fyrir atvinnumissi hefur hann ekki rétt á að sækja sér fjárhagslega aðstoð. Hópurinn vinnur sér inn réttindi með greiðslu atvinnutryggingagjalds af launum sínum í atvinnuleysistryggingasjóð, en hefur síðan, þegar uppi er staðið, ekki rétt á að sækja sér þau réttindi sem því fylgja. Er það ekki furðulegt? Það er ekki erfitt að ímynda sér þennan hóp, því hann er að finna í menntastofnunum landsins. Árið 2019 var fjöldi stúdenta í háskólum landsins 19.238 talsins[1], sama ár og Eurostudent VII könnunin var lögð fyrir. Niðurstöður hennar sýna að 71% íslenskra stúdenta vinna samhliða námi, eða um 13.659 stúdentar og er það 3% aukning frá sjöttu umferð EUROSTUDENT frá 2016-2018. Af þeim eru 72% íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Það gera rúmlega 9.834 stúdenta sem vinna samhliða námi. Fjölbreytt flóra stúdentahópsins bregður sér því í bæði hlutverk námsfólks og starfskrafts. Þó búa þau ekki við þann rétt að geta sótt um atvinnuleysisbætur missi þau þá vinnu sem borgar fyrir námið. Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var afnuminn meðfrumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar o.fl. sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember, 2009. Fram að 1. janúar 2010, þegar breytingin tók gildi, átti námsfólk rétt á bótum í námshléum til samræmis við áunninn rétt sinn, uppfyllti það almenn skilyrði laganna. Stúdentahreyfingarnar bentu í umsögn sinni við frumvarpið að það yrði að liggja fyrir að námsfólk sem ekki fengi starf á sumrin ættu rétt á félagslegri aðstoð eða námslánum allt árið um kring. Hins vegar hefur hvorki tekist að brúa bilið milli atvinnuleysistryggingakerfisins né stúdentum verið tryggð önnur vernd fjárhagslega. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri sagan önnur. Samkvæmt hóflegum útreikningi með hliðsjón af þróun lágmarkslauna samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá 2004, nema atvinnutryggingagjöld stúdenta rúmlega 4,5 milljarða króna frá 2010[2]. Fyrir hönd stúdenta krefst Stúdentaráð Háskóla Íslands þess að stúdentum sé ekki svipt fjárhagslegu öryggi fyrir það eitt að stunda nám. Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs um fjárhagslegt öryggi stúdenta til frambúðar. [1] Sjá gögn um nemendur eftir skólastigi, almennu sviði náms, aldri og kynihjá Hagstofu Íslands [2] Til að nálgast útreikningin skal hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands 4,4 milljarðar í atvinnuleysistryggingasjóð án réttar from Stúdentaráð on Vimeo.Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði from Stúdentaráð on Vimeo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur hóp einstaklinga á vinnumarkaði sem hefur ekki einungis vinnuskyldum að gegna heldur þurfi líka að sinna t.d. fjölskyldu sinni, húsnæði, heilsu o.s.frv. Atvinnu- og tekjuöryggi þessa hóps er þess vegna mikilvægt til að geta framfleytt sér. Það er þó eitt sem einkennir hópinn sem við erum að ímynda okkur. Ef hann yrði fyrir atvinnumissi hefur hann ekki rétt á að sækja sér fjárhagslega aðstoð. Hópurinn vinnur sér inn réttindi með greiðslu atvinnutryggingagjalds af launum sínum í atvinnuleysistryggingasjóð, en hefur síðan, þegar uppi er staðið, ekki rétt á að sækja sér þau réttindi sem því fylgja. Er það ekki furðulegt? Það er ekki erfitt að ímynda sér þennan hóp, því hann er að finna í menntastofnunum landsins. Árið 2019 var fjöldi stúdenta í háskólum landsins 19.238 talsins[1], sama ár og Eurostudent VII könnunin var lögð fyrir. Niðurstöður hennar sýna að 71% íslenskra stúdenta vinna samhliða námi, eða um 13.659 stúdentar og er það 3% aukning frá sjöttu umferð EUROSTUDENT frá 2016-2018. Af þeim eru 72% íslenskra stúdenta sem vinna því annars hefðu þeir ekki efni á því að stunda nám. Það gera rúmlega 9.834 stúdenta sem vinna samhliða námi. Fjölbreytt flóra stúdentahópsins bregður sér því í bæði hlutverk námsfólks og starfskrafts. Þó búa þau ekki við þann rétt að geta sótt um atvinnuleysisbætur missi þau þá vinnu sem borgar fyrir námið. Réttur stúdenta til atvinnuleysisbóta var afnuminn meðfrumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar o.fl. sem lagt var fyrir Alþingi í nóvember, 2009. Fram að 1. janúar 2010, þegar breytingin tók gildi, átti námsfólk rétt á bótum í námshléum til samræmis við áunninn rétt sinn, uppfyllti það almenn skilyrði laganna. Stúdentahreyfingarnar bentu í umsögn sinni við frumvarpið að það yrði að liggja fyrir að námsfólk sem ekki fengi starf á sumrin ættu rétt á félagslegri aðstoð eða námslánum allt árið um kring. Hins vegar hefur hvorki tekist að brúa bilið milli atvinnuleysistryggingakerfisins né stúdentum verið tryggð önnur vernd fjárhagslega. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri sagan önnur. Samkvæmt hóflegum útreikningi með hliðsjón af þróun lágmarkslauna samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá 2004, nema atvinnutryggingagjöld stúdenta rúmlega 4,5 milljarða króna frá 2010[2]. Fyrir hönd stúdenta krefst Stúdentaráð Háskóla Íslands þess að stúdentum sé ekki svipt fjárhagslegu öryggi fyrir það eitt að stunda nám. Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Stúdentar ekki betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs um fjárhagslegt öryggi stúdenta til frambúðar. [1] Sjá gögn um nemendur eftir skólastigi, almennu sviði náms, aldri og kynihjá Hagstofu Íslands [2] Til að nálgast útreikningin skal hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla Íslands 4,4 milljarðar í atvinnuleysistryggingasjóð án réttar from Stúdentaráð on Vimeo.Því stúdentar eru fjárfestingarinnar virði from Stúdentaráð on Vimeo.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar