Baulað á Griezmann í fyrsta heimaleiknum eftir endurkomuna til Atlético Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2021 14:30 Stuðningsmenn Atlético Madrid tóku ekki beint vel á móti Antoine Griezmann er hann kom inn á gegn Porto. getty/DAX Images Antoine Griezmann fékk ekki beint hlýjar móttökur frá stuðningsmönnum Atlético Madrid í fyrsta heimaleik fyrir félagið eftir að hann kom aftur frá Barcelona. Margir stuðningsmenn Atlético voru ósáttir með Griezmann þegar hann fór til Barcelona fyrir tveimur árum og virðist ekki runnin reiðin. Allavega ekki miðað við viðbrögð þeirra þegar Griezmann kom inn á sem varamaður í leik Atlético og Porto í Meistaradeild Evrópu í gær. Stuðningsmenn Atlético bauluðu nefnilega á Griezmann í fyrsta leik hans á Wanda Metropolatino eftir komuna frá Barcelona. Margir stuðningsmenn Atlético klöppuðu Frakkanum lof í lófa en það heyrðist öllu minna í þeim en þeim ósáttu. Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético, gerði lítið úr móttökunum sem Griezmann fékk. „Allir vilja gera mikið mál úr þessu. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig svo hann geti svarað gagnrýninni. Það er áskorun vegna þess sem gerðist áður,“ sagði Simeone. Barcelona keypti Griezmann frá Atlético fyrir 108 milljónir punda sumarið 2019. Frakkinn náði ekki flugi hjá Barcelona sem lánaði hann til Atlético á lokadegi félagaskiptagluggans um síðustu mánaðarmót. Atlético á svo forkaupsrétt á Griezmann næsta sumar. Griezmann gekk í raðir Atlético frá Real Sociedad. Hann skoraði 133 mörk í 257 leikjum fyrir Atlético og er fimmti markahæsti leikmaður í sögu félagsins. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
Margir stuðningsmenn Atlético voru ósáttir með Griezmann þegar hann fór til Barcelona fyrir tveimur árum og virðist ekki runnin reiðin. Allavega ekki miðað við viðbrögð þeirra þegar Griezmann kom inn á sem varamaður í leik Atlético og Porto í Meistaradeild Evrópu í gær. Stuðningsmenn Atlético bauluðu nefnilega á Griezmann í fyrsta leik hans á Wanda Metropolatino eftir komuna frá Barcelona. Margir stuðningsmenn Atlético klöppuðu Frakkanum lof í lófa en það heyrðist öllu minna í þeim en þeim ósáttu. Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético, gerði lítið úr móttökunum sem Griezmann fékk. „Allir vilja gera mikið mál úr þessu. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig svo hann geti svarað gagnrýninni. Það er áskorun vegna þess sem gerðist áður,“ sagði Simeone. Barcelona keypti Griezmann frá Atlético fyrir 108 milljónir punda sumarið 2019. Frakkinn náði ekki flugi hjá Barcelona sem lánaði hann til Atlético á lokadegi félagaskiptagluggans um síðustu mánaðarmót. Atlético á svo forkaupsrétt á Griezmann næsta sumar. Griezmann gekk í raðir Atlético frá Real Sociedad. Hann skoraði 133 mörk í 257 leikjum fyrir Atlético og er fimmti markahæsti leikmaður í sögu félagsins.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira