Skurðstofur rifnar niður hjá HSS og hæð breytt í legudeild Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2021 19:21 Á sama tíma og starfsemi og starfsfólki hefur verið þröng skorinn stakkurinn húsnæðislega undanfarin ár hefur heil hæð á spítalanum verið ónotuð. Nú er verið að breyta því. Stöð 2/Egill Skurðstofur og önnur aðstaða á heilli hæð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem aldrei hafa verið notaðar fyrir samfélagið í Reykjanesbæ síðast liðinn áratug hafa verið rifnar niður. Húsnæðið verður nýtt til að tvöfalda legurými á spítalanum og bráðamóttakan verður stækkuð mikið. Fjárframlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa ekki verið í neinu samræmi við fjórðungs fjölgun íbúa á svæðinu undanfarin fimm ár að sögn forstjóra. Skipulag húsnæðis væri löngu spurngið og úrelt miðað við starfsemina. Þannig þurfi til dæmis níu starfsemnn bráðamótku að kúldrast saman í litlu herbergi þar sem lyfjabúr spítalans væri einnig til staðar og mötuneyti starfsmanna væri nánast inni á bráðadeildinni. Engin starfsemi var á þriðju hæð nýrri byggingar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í um áratug. Þar voru skurðstofur sem voru ekkert notaðar fyrir samfélagið en leigðar út annað slagið til sérfræðinga úti í bæ til að gera einstakar aðgerðir. Annars stóð þetta húsnæði meira og minna autt. Markús Ingólfur Eiríksson tók við starfi HSS fyrir rúmum tveimur árum. Þá hafði heil hæð á spítalanum verið ónotuð í um áratug.Stöð 2/Egill Markús Ingólfur Eiríksson sem tók fyrir forstjórastöðunni á HSS fyrir rúmum tveimur árum segir að nú verði þessi hæð að fullu nýtt. Enda fráleitt að hafa hana ekki í notkun á sama tíma og starfseminni væri húsnæðislega þröngt skorinn stakkurinn. „Það er verið að innrétta hér legudeild með nítján rýmum. Auk þeirra verða átta dagdeildarrými á hæðinni sem veita okkur möguleika á að auka þjónustu við lyfjagjafir og slíkt.“ Þannig að leguplássum fjölgar mjög á spítalanum þegar þetta verður komið í gagnið? „Já, þau fara úr tuttugu og þremur í fjörtíu og tvö. Þá erum við að tala um varanlega aukningu,“ segir forstjóri HSS. Með samþykkt Alþingis á nýrri heilbrigðisstefnu fyrir tveimur árum hafi hlutverki HSS verið breytt. „Okkar hlutverk er fyrst og fremst að veita fyrsta og annars stigs þjónustu eins og það heitir á tæknimáli. Eða grunnheilbrigðisþjónustu heima í héraði,“ segir Markús Ingólfur. Spítalinn verði einnig hluti af heilbrigðiskerfinu í landinu og ætlað að taka á móti sjúklingum frá Landspítala undir álagi eins og gert var í sumar þegar HSS hafi tekist með elju starfsmanna á sex dögum að setja upp tíu ný legurými. Sigurgeir Trausti Eiríksson sérfræðilæknir í heimilislækningum á HSS segir löngu hafa verið tímabært að bæta aðstöðu bráðadeildar spítalans.Stöð 2/Egill Sigurgeir Trausti Höskuldsson sérfræðilæknir í heimilislækningum áHSS fagnar því aðauk fjölgunar legurýma verði aðstöðu bráðadeildarinnar gjörbylt. „Það er löngu kominn tími til. Bráðamóttakan hefur verið sprungin í fjölda ára. Nú erum viðað fá nýja bráðamóttöku sem verður þrefalt stærri. Hún mun umbreyta starfseminni hjá okkur,“ segir Sigurgeir Trausti. Í dag geti deildin tekið við fjórum sem þurfi rúm en margir séu jafna á bið. Eftir stækkunina geti deildin tekið á móti allt að tólf sem þurfi á rúmi aðhalda. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55 Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Fjárframlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa ekki verið í neinu samræmi við fjórðungs fjölgun íbúa á svæðinu undanfarin fimm ár að sögn forstjóra. Skipulag húsnæðis væri löngu spurngið og úrelt miðað við starfsemina. Þannig þurfi til dæmis níu starfsemnn bráðamótku að kúldrast saman í litlu herbergi þar sem lyfjabúr spítalans væri einnig til staðar og mötuneyti starfsmanna væri nánast inni á bráðadeildinni. Engin starfsemi var á þriðju hæð nýrri byggingar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í um áratug. Þar voru skurðstofur sem voru ekkert notaðar fyrir samfélagið en leigðar út annað slagið til sérfræðinga úti í bæ til að gera einstakar aðgerðir. Annars stóð þetta húsnæði meira og minna autt. Markús Ingólfur Eiríksson tók við starfi HSS fyrir rúmum tveimur árum. Þá hafði heil hæð á spítalanum verið ónotuð í um áratug.Stöð 2/Egill Markús Ingólfur Eiríksson sem tók fyrir forstjórastöðunni á HSS fyrir rúmum tveimur árum segir að nú verði þessi hæð að fullu nýtt. Enda fráleitt að hafa hana ekki í notkun á sama tíma og starfseminni væri húsnæðislega þröngt skorinn stakkurinn. „Það er verið að innrétta hér legudeild með nítján rýmum. Auk þeirra verða átta dagdeildarrými á hæðinni sem veita okkur möguleika á að auka þjónustu við lyfjagjafir og slíkt.“ Þannig að leguplássum fjölgar mjög á spítalanum þegar þetta verður komið í gagnið? „Já, þau fara úr tuttugu og þremur í fjörtíu og tvö. Þá erum við að tala um varanlega aukningu,“ segir forstjóri HSS. Með samþykkt Alþingis á nýrri heilbrigðisstefnu fyrir tveimur árum hafi hlutverki HSS verið breytt. „Okkar hlutverk er fyrst og fremst að veita fyrsta og annars stigs þjónustu eins og það heitir á tæknimáli. Eða grunnheilbrigðisþjónustu heima í héraði,“ segir Markús Ingólfur. Spítalinn verði einnig hluti af heilbrigðiskerfinu í landinu og ætlað að taka á móti sjúklingum frá Landspítala undir álagi eins og gert var í sumar þegar HSS hafi tekist með elju starfsmanna á sex dögum að setja upp tíu ný legurými. Sigurgeir Trausti Eiríksson sérfræðilæknir í heimilislækningum á HSS segir löngu hafa verið tímabært að bæta aðstöðu bráðadeildar spítalans.Stöð 2/Egill Sigurgeir Trausti Höskuldsson sérfræðilæknir í heimilislækningum áHSS fagnar því aðauk fjölgunar legurýma verði aðstöðu bráðadeildarinnar gjörbylt. „Það er löngu kominn tími til. Bráðamóttakan hefur verið sprungin í fjölda ára. Nú erum viðað fá nýja bráðamóttöku sem verður þrefalt stærri. Hún mun umbreyta starfseminni hjá okkur,“ segir Sigurgeir Trausti. Í dag geti deildin tekið við fjórum sem þurfi rúm en margir séu jafna á bið. Eftir stækkunina geti deildin tekið á móti allt að tólf sem þurfi á rúmi aðhalda.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðismál Reykjanesbær Tengdar fréttir Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55 Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55
Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16