Risafjárveiting á að draga úr slagsmálum og eiturlyfjum á Litla-Hrauni Snorri Másson skrifar 17. september 2021 12:12 Litla-Hraun á Eyrarbakka var upphaflega hannað sem sjúkrahús. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðuneytið steig í dag eitt af þremur stærstu skrefum sem stigin hafa verið í sögu fangelsismála hér á landi að sögn fangelsismálastjóra. Tæplega tveggja milljarða króna fjármögnun hefur verið tryggð til að ráðast í löngu tímabærar endurbætur á Litla-Hrauni. Fangelsið á Litla-Hrauni hefur verið vandamál lengi. Byggingin átti upphaflega að vera spítali, aldrei fangelsi, en varð það og hönnunargallarnir eru verulegir. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði þannig frá því á blaðamannafundi í dag að einn helsti vandi hússins sé að óhjákvæmilega hittist allir fangar í sama rými á hverjum degi. Þetta hefur mjög neikvæð áhrif á hópadýnamík innan fangelsisins enda er ekki hægt að skipta upp klíkum og gengjum og þar með þolendum og gerendum ofbeldis af ýmsum toga. Það kemur of reglulega til átaka, sem ættu að minnka nú þegar hægt verður að skipta hópunum upp. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Annar ókostur núverandi ástands er greið dreifing eiturlyfja. Ef svo mikið sem eitt gramm af Spice, sem er algengasta eiturlyfið í fangelsum landsins, kemst inn í fangelsið, getur það orðið að fjögur hundruð skömmtum. Núna verður hægt að bregðast við smygli mun betur enda samgangur ekki eins mikill. „Þetta er bara frábært. Ég er alsæll með þetta. Þetta er gríðarlega flott frumkvæði, ég er ánægður líka með að þessi málaflokkur sé loksins settur í forgrunn og fái þann forgang sem hann þarf,“ sagði Páll Winkel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Með nýja fjármagninu verður nýju geðheilbrigðisteymi líka tryggð aðstaða og heimsóknaraðstaða bætt. Allt stefnir þetta í að Ísland geti verið á heimsmælikvarða í fangelsismálum innan skamms. „Við þurfum að gera Litla-Hraun öruggt og mannúðlegt fangelsi, þar sem bæði vistmönnum og starfsmönnum líður vel. Það mun klárast þarna um mitt ár 2023,“ segir Páll. Dómsmálaráðherra segir að staðan hafi verið orðin óviðunandi, eins og meðal annars erlendir eftirlitsaðilar hafi bent á. „Þetta er þannig málaflokkur að það verður svo mikill samfélagslegur ábati af því að við getum skilað föngum aftur út sem virkum samfélagsþegnum eftir refsinguna sem þeir hljóta. Það skilar sér í færri glæpum og færri þolendum, og ekki síst ef við náum að minnka endurkomutíðninam,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Fangelsismál Árborg Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Fangelsið á Litla-Hrauni hefur verið vandamál lengi. Byggingin átti upphaflega að vera spítali, aldrei fangelsi, en varð það og hönnunargallarnir eru verulegir. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði þannig frá því á blaðamannafundi í dag að einn helsti vandi hússins sé að óhjákvæmilega hittist allir fangar í sama rými á hverjum degi. Þetta hefur mjög neikvæð áhrif á hópadýnamík innan fangelsisins enda er ekki hægt að skipta upp klíkum og gengjum og þar með þolendum og gerendum ofbeldis af ýmsum toga. Það kemur of reglulega til átaka, sem ættu að minnka nú þegar hægt verður að skipta hópunum upp. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Annar ókostur núverandi ástands er greið dreifing eiturlyfja. Ef svo mikið sem eitt gramm af Spice, sem er algengasta eiturlyfið í fangelsum landsins, kemst inn í fangelsið, getur það orðið að fjögur hundruð skömmtum. Núna verður hægt að bregðast við smygli mun betur enda samgangur ekki eins mikill. „Þetta er bara frábært. Ég er alsæll með þetta. Þetta er gríðarlega flott frumkvæði, ég er ánægður líka með að þessi málaflokkur sé loksins settur í forgrunn og fái þann forgang sem hann þarf,“ sagði Páll Winkel í hádegisfréttum Bylgjunnar. Með nýja fjármagninu verður nýju geðheilbrigðisteymi líka tryggð aðstaða og heimsóknaraðstaða bætt. Allt stefnir þetta í að Ísland geti verið á heimsmælikvarða í fangelsismálum innan skamms. „Við þurfum að gera Litla-Hraun öruggt og mannúðlegt fangelsi, þar sem bæði vistmönnum og starfsmönnum líður vel. Það mun klárast þarna um mitt ár 2023,“ segir Páll. Dómsmálaráðherra segir að staðan hafi verið orðin óviðunandi, eins og meðal annars erlendir eftirlitsaðilar hafi bent á. „Þetta er þannig málaflokkur að það verður svo mikill samfélagslegur ábati af því að við getum skilað föngum aftur út sem virkum samfélagsþegnum eftir refsinguna sem þeir hljóta. Það skilar sér í færri glæpum og færri þolendum, og ekki síst ef við náum að minnka endurkomutíðninam,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Fangelsismál Árborg Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira