Ferðasaga Gumma Ben og Óla Kristjáns á Anfield og Stamford Bridge Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2021 09:00 Guðmundur Benediktsson og Ólafur Kristjánsson fyrir utan Anfield leikvanginn. Skjámynd/S2 Sport Íþróttadeild Sýn átti góða fulltrúa á Meistaradeildarleikjum Chelsea og Liverpool í vikunni. Guðmundur Benediktsson og Ólafur Kristjánsson voru fyrir hönd Stöð 2 Sport á leikjunum tveimur á Brúnni og Anfield. Fyrst sáu strákarnir Chelsea hefja titilvörn sína með 1-0 sigri á Zenet á Stamford Bridge og svo eftir lestaferð til Liverpool horfðu þeir félagar á 3-2 endurkomusigur Liverpool á AC Milan á Anfield. Með þeim Gumma Ben og Óla Kristjáns í för var framleiðslustjórinn Ólafur Þór Chelbat og hann hefur nú sett saman ferðasögu sem finna á hér fyrir neðan. Ferðasagan byrjar í Leifsstöð og síðan má sjá Guðmund og Ólaf fyrir utan Stamford Bridge fyrir leik og inn á vellinum eftir hann sem og á leið í lest til Liverpool og svo bæði fyrir utan Anfield sem og inn á vellinum. Ólafur Kristjánsson er stuðningsmaður Liverpool en hafði aldrei áður komið á Anfield. Sem betur fer fyrir hann og hans stöðu innan Liverpool samfélagsins þá tókst liðinu að landa 3-2 sigri eftir að hafa lent undir í leiknum. Við grípum aðeins í ferðasöguna þegar þeir félagar spjölluðu fyrir utan Anfield og Gummi stóðst ekki mátið að stríða aðeins Liverpool stuðningsmanninum. „Ég tók túristann á þetta og fór í Liverpool búðina. Mamma sagði alltaf við mig þegar ég var lítill að rautt færi mér svo vel. Sá litur tónaði vel við húðlitinn. Ég fór í eina retró og var að spá í að setja Torben Piechnik aftan á treyjuna en hann var samherji minn hjá AGF,“ sagði Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson skaut þá inn í: „Kannski óvinsælasti leikmaður Liverpool sögunnar,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Stærðin væri þá í Jan Mölby en ég setti öryggið á oddinn og tók hana vel rúma,“ sagði Ólafur. „Við ætlum að drífa okkur inn því leikurinn er að byrja,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla ferðasöguna hér fyrir neðan. Klippa: Ferðasaga Gumma Ben og Óla Kristjáns á Meistaradeildarleiki Chelsea og Liverpool Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Fyrst sáu strákarnir Chelsea hefja titilvörn sína með 1-0 sigri á Zenet á Stamford Bridge og svo eftir lestaferð til Liverpool horfðu þeir félagar á 3-2 endurkomusigur Liverpool á AC Milan á Anfield. Með þeim Gumma Ben og Óla Kristjáns í för var framleiðslustjórinn Ólafur Þór Chelbat og hann hefur nú sett saman ferðasögu sem finna á hér fyrir neðan. Ferðasagan byrjar í Leifsstöð og síðan má sjá Guðmund og Ólaf fyrir utan Stamford Bridge fyrir leik og inn á vellinum eftir hann sem og á leið í lest til Liverpool og svo bæði fyrir utan Anfield sem og inn á vellinum. Ólafur Kristjánsson er stuðningsmaður Liverpool en hafði aldrei áður komið á Anfield. Sem betur fer fyrir hann og hans stöðu innan Liverpool samfélagsins þá tókst liðinu að landa 3-2 sigri eftir að hafa lent undir í leiknum. Við grípum aðeins í ferðasöguna þegar þeir félagar spjölluðu fyrir utan Anfield og Gummi stóðst ekki mátið að stríða aðeins Liverpool stuðningsmanninum. „Ég tók túristann á þetta og fór í Liverpool búðina. Mamma sagði alltaf við mig þegar ég var lítill að rautt færi mér svo vel. Sá litur tónaði vel við húðlitinn. Ég fór í eina retró og var að spá í að setja Torben Piechnik aftan á treyjuna en hann var samherji minn hjá AGF,“ sagði Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson skaut þá inn í: „Kannski óvinsælasti leikmaður Liverpool sögunnar,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Stærðin væri þá í Jan Mölby en ég setti öryggið á oddinn og tók hana vel rúma,“ sagði Ólafur. „Við ætlum að drífa okkur inn því leikurinn er að byrja,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla ferðasöguna hér fyrir neðan. Klippa: Ferðasaga Gumma Ben og Óla Kristjáns á Meistaradeildarleiki Chelsea og Liverpool
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira