Virðing Georg Eiður Arnarson skrifar 19. september 2021 07:01 Alveg frá því að ég steig mín fyrstu skerf sem trillusjómaður og horfði á og lærði, hvernig þeir eldri báru sig að og lærði bæði meðferð veiðarfæra og eins á miðin í kring um Vestmanneyjar, þá hef ég alltaf litið upp til manna sem kunnu þetta eins og lófan á sér. Margir eru farnir en lifa þó í minningunni. Oft verður mér hugsað til besta vinar míns, en sú saga er reyndar ekki alveg búin. En það er eitt að horfa af virðingu og aðdáun á þá sem á undan hafa gengið, hin hliðin er sú, sem því miður blasir við okkur í Íslensku samfélagi í dag og er ein af mörgum ástæðum fyrir því að ég ákvað að taka þátt í framboði með Flokki fólksins. Að undanförnu hef ég bæði heyrt og lesið af frásögnum hjá eldri borgurum sem lifa nánast á hungurmörkunum og þegar maður horfir á þessar hörmungar bætur, sem allt of margir þurfa að lifa á í dag, þá einfaldlega stendur mér ekki á sama. Fólk sem þarf að lifa kannski eitt á kannski rétt liðlega 200 þúsund krónum í landi þar sem þeir hæst launuðu greiða sér tugi milljóna í mánaðarlaun og maður eiginlega skilur ekki hvernig stendur á þessu. Að undanförnu hef ég líka heyrt í fólki, sem er við það að detta út af vinnumarkaði og kvíðir fyrir því að þurfa á lifa á strípuðum bótum og svo eru það aftur þeir, sem hafa kannski lungan af ævinni lifað sem öryrkjar og eiga kannski engin eða lítil lífeyrisréttindi. Einnig fólk sem kannski var út af t.d. uppeldi barna heimavinnandi, meðan fyrirvinnan var kannski úti á sjó og svo skyndilega fellur fyrirvinnan kannski frá og eftir situr húsmóðirin með aðeins rétt á 80% af lífeyrissjóðsgreiðslum fyrirvinnunnar og aðeins í 1,5 ár. Og hvað svo? Dæmt til sárrar fátæktar. En þessu ætlum við í Flokki fólksins að breyta þannig að makinn erfi full lífeyrisréttindi þess sem fellur frá. En svo er aftur öll þessi elli- og hjúkrunarheimili þar sem, í sumum tilvikum, launin eru svo lág að aðeins fæst erlent vinnuafl sem jafnvel, í sumum tilvikum, skilur ekki orð í íslensku og íbúarnir eiga því mjög erfitt stundum að tala við, eða gera sig skiljanlega um hvað ami að. Að maður tali nú ekki um þetta svokallaða dagpeninga fyrirkomulag, sem er fyrir mér alveg óskiljanlegt. Nú á ég aðeins liðlega 3 ár í sextugt og ég neita því ekki að ég er aðeins farinn að kvíða því að verða fullorðinn. En þannig á það ekki að vera. Það er ekkert svo slæmt að ekki sé hægt að bæta það. Höfum það öll í huga, að sem betur fer verðum við flest öll einhvern tímann fullorðin og það eina, sem við þurfum að gera til þess að tryggja afkomu okkar á fullorðinsárum er að setja x við F. Höfundur situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Alveg frá því að ég steig mín fyrstu skerf sem trillusjómaður og horfði á og lærði, hvernig þeir eldri báru sig að og lærði bæði meðferð veiðarfæra og eins á miðin í kring um Vestmanneyjar, þá hef ég alltaf litið upp til manna sem kunnu þetta eins og lófan á sér. Margir eru farnir en lifa þó í minningunni. Oft verður mér hugsað til besta vinar míns, en sú saga er reyndar ekki alveg búin. En það er eitt að horfa af virðingu og aðdáun á þá sem á undan hafa gengið, hin hliðin er sú, sem því miður blasir við okkur í Íslensku samfélagi í dag og er ein af mörgum ástæðum fyrir því að ég ákvað að taka þátt í framboði með Flokki fólksins. Að undanförnu hef ég bæði heyrt og lesið af frásögnum hjá eldri borgurum sem lifa nánast á hungurmörkunum og þegar maður horfir á þessar hörmungar bætur, sem allt of margir þurfa að lifa á í dag, þá einfaldlega stendur mér ekki á sama. Fólk sem þarf að lifa kannski eitt á kannski rétt liðlega 200 þúsund krónum í landi þar sem þeir hæst launuðu greiða sér tugi milljóna í mánaðarlaun og maður eiginlega skilur ekki hvernig stendur á þessu. Að undanförnu hef ég líka heyrt í fólki, sem er við það að detta út af vinnumarkaði og kvíðir fyrir því að þurfa á lifa á strípuðum bótum og svo eru það aftur þeir, sem hafa kannski lungan af ævinni lifað sem öryrkjar og eiga kannski engin eða lítil lífeyrisréttindi. Einnig fólk sem kannski var út af t.d. uppeldi barna heimavinnandi, meðan fyrirvinnan var kannski úti á sjó og svo skyndilega fellur fyrirvinnan kannski frá og eftir situr húsmóðirin með aðeins rétt á 80% af lífeyrissjóðsgreiðslum fyrirvinnunnar og aðeins í 1,5 ár. Og hvað svo? Dæmt til sárrar fátæktar. En þessu ætlum við í Flokki fólksins að breyta þannig að makinn erfi full lífeyrisréttindi þess sem fellur frá. En svo er aftur öll þessi elli- og hjúkrunarheimili þar sem, í sumum tilvikum, launin eru svo lág að aðeins fæst erlent vinnuafl sem jafnvel, í sumum tilvikum, skilur ekki orð í íslensku og íbúarnir eiga því mjög erfitt stundum að tala við, eða gera sig skiljanlega um hvað ami að. Að maður tali nú ekki um þetta svokallaða dagpeninga fyrirkomulag, sem er fyrir mér alveg óskiljanlegt. Nú á ég aðeins liðlega 3 ár í sextugt og ég neita því ekki að ég er aðeins farinn að kvíða því að verða fullorðinn. En þannig á það ekki að vera. Það er ekkert svo slæmt að ekki sé hægt að bæta það. Höfum það öll í huga, að sem betur fer verðum við flest öll einhvern tímann fullorðin og það eina, sem við þurfum að gera til þess að tryggja afkomu okkar á fullorðinsárum er að setja x við F. Höfundur situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun