Við erum öll hinsegin Viðar Eggertsson skrifar 19. september 2021 22:00 Það eru ekki einungis forréttindi að fá að eldast, heldur líka forréttindi að fá að eldast í jafn framsæknu samfélagi og Íslandi. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan ég var barn og unglingur. Miklar framfarir hafa átt sér stað í réttindum kvenna, réttindum barna, réttindum hinsegins fólks og trans-fólks. Og ég hef verið svo heppinn að hafa verið hluti af þeirri vegferð þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt. Það sem við gleymum oft í umræðunni um hinsegin málefni er hvernig það er að eldast sem hinsegin manneskja. Hvaða ráðstafanir þurfum við að gera? Og hvað - með fólk sem er að viðurkenna fyrir fjölskyldu og vinum núna, mjög seint á lífsleiðinni að „koma út úr skápnum" eins og við kölluðum þetta í denn. Hinsegin eldri borgarar í dag hafa oft þurft að taka á sig byrðar og ójöfn tækifæri. Orðið fyrir aðkast og hverskyns misrétti. Hópur sem hefur haldið stoltur uppi merki réttlætis og mannréttindabaráttu.. Þetta er hópur fólks sem er kannski lítill í stóra samhenginu, en er fólkið sem barðist fyrir réttindum þínum til þess að fá að vera þú. Viljum við ekki öll fá að vera við sjálf? Fjölbreytileikinn er fallegur og við í Samfylkinginunni viljum að það sé fallegt að eldast - líka sem hinsegin manneskja. Það gerist ekki nema við aukum jöfnuð, styðjum við hinsegin málefni - og síðast en ekki síst: Aukum við stuðning fyrir eldri borgara, líka hinsegin eldri borgara. Hinsegin fólk er á öllum aldri, og það hvernig við tökum fyrsta skrefið í þessum málefnum er það sem skiptir máli. Við skiptum öll máli. Hvort sem við erum svona eða hinsegin. Við eigum samleið því öll erum við einstök. Við eigum samleið um betra líf fyrir okkur öll. Við erum öll hinsegin – á einn eða annan hátt. Höfundur er leikstjóri, hommi, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Hinsegin Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Það eru ekki einungis forréttindi að fá að eldast, heldur líka forréttindi að fá að eldast í jafn framsæknu samfélagi og Íslandi. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan ég var barn og unglingur. Miklar framfarir hafa átt sér stað í réttindum kvenna, réttindum barna, réttindum hinsegins fólks og trans-fólks. Og ég hef verið svo heppinn að hafa verið hluti af þeirri vegferð þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt. Það sem við gleymum oft í umræðunni um hinsegin málefni er hvernig það er að eldast sem hinsegin manneskja. Hvaða ráðstafanir þurfum við að gera? Og hvað - með fólk sem er að viðurkenna fyrir fjölskyldu og vinum núna, mjög seint á lífsleiðinni að „koma út úr skápnum" eins og við kölluðum þetta í denn. Hinsegin eldri borgarar í dag hafa oft þurft að taka á sig byrðar og ójöfn tækifæri. Orðið fyrir aðkast og hverskyns misrétti. Hópur sem hefur haldið stoltur uppi merki réttlætis og mannréttindabaráttu.. Þetta er hópur fólks sem er kannski lítill í stóra samhenginu, en er fólkið sem barðist fyrir réttindum þínum til þess að fá að vera þú. Viljum við ekki öll fá að vera við sjálf? Fjölbreytileikinn er fallegur og við í Samfylkinginunni viljum að það sé fallegt að eldast - líka sem hinsegin manneskja. Það gerist ekki nema við aukum jöfnuð, styðjum við hinsegin málefni - og síðast en ekki síst: Aukum við stuðning fyrir eldri borgara, líka hinsegin eldri borgara. Hinsegin fólk er á öllum aldri, og það hvernig við tökum fyrsta skrefið í þessum málefnum er það sem skiptir máli. Við skiptum öll máli. Hvort sem við erum svona eða hinsegin. Við eigum samleið því öll erum við einstök. Við eigum samleið um betra líf fyrir okkur öll. Við erum öll hinsegin – á einn eða annan hátt. Höfundur er leikstjóri, hommi, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar