Snorri Barón finnur til með brasilískri CrossFit konu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2021 08:30 Larissa Cunha er mjög vel liðin eins og fram kemur í yfirlýsingu Snorra Baróns. Instagram/@larifcunha CrossFit konan Larissa Cunha vann sér þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í ár en fékk þó aldrei að keppa á heimsleikunum í Madison. Ástæðan var að hún féll á lyfjaprófi. Þar með var ekki öll sagan sögð. Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður íslenska CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, vekur athygli á máli Larissu á samfélagsmiðlum sínum. Hann óttast jafnframt að fleiri gætu lent í því sama og Larissa sem er að neita fæðubótarefna sem innihalda önnur efni en fram kemur á innihaldslýsingu þeirra. Larissa Cunha tókst að sanna það að hún hafi ekki tekið ólöglegt efni inn viljandi. Það gerði hún með því að láta kanna betur fæðubótarefnið sem hún var að taka inn. Þar kom ólöglega efnið ekki fram á innihaldslýsingu en Cunha eyddi miklum pening til að láta rannsaka efnið betur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef ekki gert neitt rangt og mun ekki hætta fyrr en ég hef sannað sakleysi mitt. Ég gerði allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég gerði ekkert rangt,“ sagði Larissa Cunha. Það breytir þó ekki því að ólöglegt efni fannst í sýni Cunha og hún hefur verið dæmt í bann af CrossFit samtökunum til 14. júlí 2023. Hún missir því ekki aðeins af heimsleikunum á næsta ári heldur einnig árið 2023 þar sem hún getur ekki tekið þátt í undankeppninni. Larissa verður orðin 33 ára gömul þegar hún má næst keppa á heimsleikunum. „Ég finn mikið til með Larissu Cunha. Hún er ein sú indælasta sem ég hef hitt í CrossFit heiminum. Ég hef verið að fylgjast náið með máli hennar og hef þótt mikið til koma hvað hún hefur verið jákvæð og vinnusöm í því að sanna það að hún gerði ekkert rangt,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram síðu sína. „Það er mikill munur á því að taka eitthvað inn óviljandi eða vera viljandi að reyna að svindla. Í augum CrossFit samtakanna þá þýðir þetta samt sem áður tveggja ára bann sem í raun tekur þrjú ár af ferli hennar ef við teljum 2021 með. Í svipuðum málum á Ólympíuleikunum þá er tekið mun vægar á svona máli,“ skrifaði Snorri Barón. „Boðskapur þessarar sögu er að það sem kom fyrir Lari getur komið fyrir alla. Það skiptir ekki mál hversu heiðarlegur þú ert. Í hvert skipti sem þú neitir einhvers sem einhver annar hefur framleitt þá eru að taka áhættu að þar sé eitthvað sem á ekki að vera þar,“ skrifaði Snorri Barón og hann vonar að Larissu Cunha verði að ósk sinni og fái enn vægari dóm. „Ég er mjög vonsvikinn með afstöðu CrossFit samtakanna í máli Lari og ég vonast til að eitthvað sé hægt að gera svo þeir endurskoði afstöðu sína. Ekki aðeins fyrir Lari heldur fyrir alla íþróttamennina í greininni því þetta getur gerst fyrir þá alla,“ skrifaði Snorri Barón en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður íslenska CrossFit fólksins Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, vekur athygli á máli Larissu á samfélagsmiðlum sínum. Hann óttast jafnframt að fleiri gætu lent í því sama og Larissa sem er að neita fæðubótarefna sem innihalda önnur efni en fram kemur á innihaldslýsingu þeirra. Larissa Cunha tókst að sanna það að hún hafi ekki tekið ólöglegt efni inn viljandi. Það gerði hún með því að láta kanna betur fæðubótarefnið sem hún var að taka inn. Þar kom ólöglega efnið ekki fram á innihaldslýsingu en Cunha eyddi miklum pening til að láta rannsaka efnið betur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Ég hef ekki gert neitt rangt og mun ekki hætta fyrr en ég hef sannað sakleysi mitt. Ég gerði allt sem ég gat til þess að sýna fram á að ég gerði ekkert rangt,“ sagði Larissa Cunha. Það breytir þó ekki því að ólöglegt efni fannst í sýni Cunha og hún hefur verið dæmt í bann af CrossFit samtökunum til 14. júlí 2023. Hún missir því ekki aðeins af heimsleikunum á næsta ári heldur einnig árið 2023 þar sem hún getur ekki tekið þátt í undankeppninni. Larissa verður orðin 33 ára gömul þegar hún má næst keppa á heimsleikunum. „Ég finn mikið til með Larissu Cunha. Hún er ein sú indælasta sem ég hef hitt í CrossFit heiminum. Ég hef verið að fylgjast náið með máli hennar og hef þótt mikið til koma hvað hún hefur verið jákvæð og vinnusöm í því að sanna það að hún gerði ekkert rangt,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram síðu sína. „Það er mikill munur á því að taka eitthvað inn óviljandi eða vera viljandi að reyna að svindla. Í augum CrossFit samtakanna þá þýðir þetta samt sem áður tveggja ára bann sem í raun tekur þrjú ár af ferli hennar ef við teljum 2021 með. Í svipuðum málum á Ólympíuleikunum þá er tekið mun vægar á svona máli,“ skrifaði Snorri Barón. „Boðskapur þessarar sögu er að það sem kom fyrir Lari getur komið fyrir alla. Það skiptir ekki mál hversu heiðarlegur þú ert. Í hvert skipti sem þú neitir einhvers sem einhver annar hefur framleitt þá eru að taka áhættu að þar sé eitthvað sem á ekki að vera þar,“ skrifaði Snorri Barón og hann vonar að Larissu Cunha verði að ósk sinni og fái enn vægari dóm. „Ég er mjög vonsvikinn með afstöðu CrossFit samtakanna í máli Lari og ég vonast til að eitthvað sé hægt að gera svo þeir endurskoði afstöðu sína. Ekki aðeins fyrir Lari heldur fyrir alla íþróttamennina í greininni því þetta getur gerst fyrir þá alla,“ skrifaði Snorri Barón en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira