Varar fólk við að reyna að smitast af veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 08:51 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mikla áhættu felast í því að reyna að smitast viljandi af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Ómögulegt er að segja til um hver veikist alvarlega af þeim sem smitast af kórónuveirunni. Því varar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fólk endregið við því að reyna vísvitandi að smitast. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Þórólfur spurður út í sögusagnir um að fólki færi nú vísvitandi inn á heimili þar sem Covid-smit hafi komið upp gagngert til þess að smitast sjálft í þeirri von að klára veiruna og mögulega að ná betra ónæmi fyrir önnur afbrigði hennar. Varaði sóttvarnalæknir fólk við því að reyna þetta þar sem enginn vissi fyrir fram hver lenti illa í veirunni. Nefndi hann sem dæmi að af þeim tveimur sem voru á öndunarvél á sjúkrahúsi fyrir helgi hafi annar verið á fertugsaldri og hinn eldri en ekki með undirliggjandi sjúkdóm. Annar þeirra hafi verið bólusettur en hinn ekki. „Ef fólk ætlar að fara í þetta þá veit maður aldrei hver útkoman verður. Auk þess veit maður heldur ekki hvern maður smitar. Maður getur smitað ömmu og afa eða einhvern sem er veikari fyrir sem lendir illa í því og það er ekkert voða gaman,“ sagði Þórólfur. Bretar engin fyrirmynd þrátt fyrir fulla knattspyrnuvelli Þá var Þórólfur spurður að því hvort að sóttvarnareglur á Íslandi væru of strangar. Í Danmörku hafi verið slakað alveg á aðgerðum og í Bretlandi og Þýskalandi væru fullir knattspyrnuvellir með engri hólfaskiptingu. Benti Þórólfur á að í Bretlandi hafi verið dregið verulega úr sýnatöku. Á sama tíma og smituðum fækkaði væri mikil fjölgun í spítalainnlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19. „Ég held að Bretar séu engin fyrirmynd í þessu,“ sagði sóttvarnalæknir. Íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar slakað á sínum takmörkunum og sagðist Þórólfur telja að þær sem enn eru í gildi væru ekki sérstaklega íþyngjandi. Ef slakað yrði enn frekar á aðgerðum væri hætta á að sagan frá því í sumar endurtæki sig með mikilli fjölgun smitaðra og sjúkrahúsinnlagna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Þórólfur spurður út í sögusagnir um að fólki færi nú vísvitandi inn á heimili þar sem Covid-smit hafi komið upp gagngert til þess að smitast sjálft í þeirri von að klára veiruna og mögulega að ná betra ónæmi fyrir önnur afbrigði hennar. Varaði sóttvarnalæknir fólk við því að reyna þetta þar sem enginn vissi fyrir fram hver lenti illa í veirunni. Nefndi hann sem dæmi að af þeim tveimur sem voru á öndunarvél á sjúkrahúsi fyrir helgi hafi annar verið á fertugsaldri og hinn eldri en ekki með undirliggjandi sjúkdóm. Annar þeirra hafi verið bólusettur en hinn ekki. „Ef fólk ætlar að fara í þetta þá veit maður aldrei hver útkoman verður. Auk þess veit maður heldur ekki hvern maður smitar. Maður getur smitað ömmu og afa eða einhvern sem er veikari fyrir sem lendir illa í því og það er ekkert voða gaman,“ sagði Þórólfur. Bretar engin fyrirmynd þrátt fyrir fulla knattspyrnuvelli Þá var Þórólfur spurður að því hvort að sóttvarnareglur á Íslandi væru of strangar. Í Danmörku hafi verið slakað alveg á aðgerðum og í Bretlandi og Þýskalandi væru fullir knattspyrnuvellir með engri hólfaskiptingu. Benti Þórólfur á að í Bretlandi hafi verið dregið verulega úr sýnatöku. Á sama tíma og smituðum fækkaði væri mikil fjölgun í spítalainnlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19. „Ég held að Bretar séu engin fyrirmynd í þessu,“ sagði sóttvarnalæknir. Íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar slakað á sínum takmörkunum og sagðist Þórólfur telja að þær sem enn eru í gildi væru ekki sérstaklega íþyngjandi. Ef slakað yrði enn frekar á aðgerðum væri hætta á að sagan frá því í sumar endurtæki sig með mikilli fjölgun smitaðra og sjúkrahúsinnlagna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira