Varar fólk við að reyna að smitast af veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 08:51 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mikla áhættu felast í því að reyna að smitast viljandi af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Ómögulegt er að segja til um hver veikist alvarlega af þeim sem smitast af kórónuveirunni. Því varar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fólk endregið við því að reyna vísvitandi að smitast. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Þórólfur spurður út í sögusagnir um að fólki færi nú vísvitandi inn á heimili þar sem Covid-smit hafi komið upp gagngert til þess að smitast sjálft í þeirri von að klára veiruna og mögulega að ná betra ónæmi fyrir önnur afbrigði hennar. Varaði sóttvarnalæknir fólk við því að reyna þetta þar sem enginn vissi fyrir fram hver lenti illa í veirunni. Nefndi hann sem dæmi að af þeim tveimur sem voru á öndunarvél á sjúkrahúsi fyrir helgi hafi annar verið á fertugsaldri og hinn eldri en ekki með undirliggjandi sjúkdóm. Annar þeirra hafi verið bólusettur en hinn ekki. „Ef fólk ætlar að fara í þetta þá veit maður aldrei hver útkoman verður. Auk þess veit maður heldur ekki hvern maður smitar. Maður getur smitað ömmu og afa eða einhvern sem er veikari fyrir sem lendir illa í því og það er ekkert voða gaman,“ sagði Þórólfur. Bretar engin fyrirmynd þrátt fyrir fulla knattspyrnuvelli Þá var Þórólfur spurður að því hvort að sóttvarnareglur á Íslandi væru of strangar. Í Danmörku hafi verið slakað alveg á aðgerðum og í Bretlandi og Þýskalandi væru fullir knattspyrnuvellir með engri hólfaskiptingu. Benti Þórólfur á að í Bretlandi hafi verið dregið verulega úr sýnatöku. Á sama tíma og smituðum fækkaði væri mikil fjölgun í spítalainnlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19. „Ég held að Bretar séu engin fyrirmynd í þessu,“ sagði sóttvarnalæknir. Íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar slakað á sínum takmörkunum og sagðist Þórólfur telja að þær sem enn eru í gildi væru ekki sérstaklega íþyngjandi. Ef slakað yrði enn frekar á aðgerðum væri hætta á að sagan frá því í sumar endurtæki sig með mikilli fjölgun smitaðra og sjúkrahúsinnlagna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Þórólfur spurður út í sögusagnir um að fólki færi nú vísvitandi inn á heimili þar sem Covid-smit hafi komið upp gagngert til þess að smitast sjálft í þeirri von að klára veiruna og mögulega að ná betra ónæmi fyrir önnur afbrigði hennar. Varaði sóttvarnalæknir fólk við því að reyna þetta þar sem enginn vissi fyrir fram hver lenti illa í veirunni. Nefndi hann sem dæmi að af þeim tveimur sem voru á öndunarvél á sjúkrahúsi fyrir helgi hafi annar verið á fertugsaldri og hinn eldri en ekki með undirliggjandi sjúkdóm. Annar þeirra hafi verið bólusettur en hinn ekki. „Ef fólk ætlar að fara í þetta þá veit maður aldrei hver útkoman verður. Auk þess veit maður heldur ekki hvern maður smitar. Maður getur smitað ömmu og afa eða einhvern sem er veikari fyrir sem lendir illa í því og það er ekkert voða gaman,“ sagði Þórólfur. Bretar engin fyrirmynd þrátt fyrir fulla knattspyrnuvelli Þá var Þórólfur spurður að því hvort að sóttvarnareglur á Íslandi væru of strangar. Í Danmörku hafi verið slakað alveg á aðgerðum og í Bretlandi og Þýskalandi væru fullir knattspyrnuvellir með engri hólfaskiptingu. Benti Þórólfur á að í Bretlandi hafi verið dregið verulega úr sýnatöku. Á sama tíma og smituðum fækkaði væri mikil fjölgun í spítalainnlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19. „Ég held að Bretar séu engin fyrirmynd í þessu,“ sagði sóttvarnalæknir. Íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar slakað á sínum takmörkunum og sagðist Þórólfur telja að þær sem enn eru í gildi væru ekki sérstaklega íþyngjandi. Ef slakað yrði enn frekar á aðgerðum væri hætta á að sagan frá því í sumar endurtæki sig með mikilli fjölgun smitaðra og sjúkrahúsinnlagna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira