Tryggjum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Guðmundur Ragnarsson skrifar 20. september 2021 15:01 Áhyggjulaust ævikvöld á ekki að vera innihaldslaus frasi. Okkur ber skylda til að sjá til þess að fólkið sem hefur skapað það samfélag sem við tökum við ljúki ævi sinni í öryggi og með reisn. Það eru mannréttindi að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Það er sorglegt hversu slæmt ástand í þjónustu og úrræðaleysi í málefnum aldraðra er að birtast okkur. Því miður er það veruleiki sem við þurfum að horfast í augu við og samfélaginu til skammar. Látum þjónustuna ná til allra Eins og staðan er núna vantar heildaryfirsýn yfir verkefnin og fjölbreyttari lausnir. Það er verið að sinna þessari þjónustu út og suður eins og fjármunir leyfa, án þess að hafa yfirsýn yfir hvernig þeir nýtast. Afleiðingin er gjarnan sú að aldraðir festast í kerfinu og ekki finnast úrræði til að leysa vandamál þeirra eða þá að þau eru hreinlega ekki fyrir hendi. Þessi málaflokkur er dýr og verður samfélaginu dýrari með hverju árinu sem líður. Því verður að tryggja varanlega fjármuni í hann og skipuleggja í heild hvernig við ætlum að láta þjónustuna nýtast sem best þeim sem þurfa á henni að halda. Hver rekur þjónustuna á ekki að vera aðaldeilumálið eða, eins og staðan er nú, að allt sé fast í þrefi á milli ríkis og sveitarfélaga um reksturinn. Fyrir utan það að tryggja grunnþjónustu þarf líka að huga að andlegri líðan þessara einstaklinga. Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða eftir lausnum á sínum málum, það ætti öllum að vera ljóst. Þess vegna verða málefni aldraðra að vera forgangsmál við myndun næstu ríkisstjórnar, hvort sem það snýr að framfærslu eða umönnun. Mörg lifum við í þeirri trú að verið sé að sinna þessum málaflokki vel og þessir hlutir séu í lagi. Það er ekki fyrr en við lendum í því með aldraða foreldra eða ættingja að við fáum að kynnast kerfinu hér og getuleysi þess til að bjóða nauðsynleg úrræði, sérstaklega fyrir einstaklinga sem ekki hafa getu til að búa einir nema með mikilli aðstoð. Í dag eru þúsundir einstaklinga að sinna öldruðum foreldrum eða ættingjum sem eru heima vegna þess að viðeigandi þjónustu skortir. Aldraðir eiga ekki að þurfa að upplifa sig sem ölmusufólk og einangrast félagsle.a Sýnum öldruðum virðingu Þessi málaflokkur er kostnaðarsamur og því mikil freisting hjá stjórnvöldum að ná fram sparnaði í ríkisútgjöldum þar, enda þessi þjóðfélagshópur ekki mjög hávær. Hann á hinsvegar að vera hávær og minna á sig og fara fram á að fá mannúðlega meðferð. Skerðingar í eftirlaunakerfinu er eitt mesta óréttlætið sem aldraðir verða fyrir. Það hefur kallað fram mikla óvild í garð lífeyriskerfisins, þótt það hafi ekkert með þessar óréttlátu skerðingar að gera þar sem það eru stjórnvöld hverju sinni sem ákveða þær. Þess vegna þarf að endurskoða skerðingar, skattlagningu og frítekjumark fyrir eftirlaunaþega. Það er okkur til skammar að þegnar þessa lands, sem eru að ljúka sínu ævikvöldi, séu píndir svo í skerðingum og skattaálögum að þeir þurfi að velta fyrir sér hverri krónu. Sem betur fer erum við að komast á þann stað að eftirlaunaþegar eru að fá ásættanlegar greiðslur úr sínum lífeyrissjóði sér til framfærslu. Við verðum hins vegar að hækka framfærsluviðmið, draga úr skattaálögum og veita þessum þjóðfélagshópi sannarlega áhyggjulaust ævikvöld. Viðreisn er með skýra sýn í þessum málaflokki eins og í heilbrigðismálunum enda eru þessir málaflokkar samtvinnaðir. Tryggjum öllum áhyggjulaust ævikvöld og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Eldri borgarar Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Áhyggjulaust ævikvöld á ekki að vera innihaldslaus frasi. Okkur ber skylda til að sjá til þess að fólkið sem hefur skapað það samfélag sem við tökum við ljúki ævi sinni í öryggi og með reisn. Það eru mannréttindi að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Það er sorglegt hversu slæmt ástand í þjónustu og úrræðaleysi í málefnum aldraðra er að birtast okkur. Því miður er það veruleiki sem við þurfum að horfast í augu við og samfélaginu til skammar. Látum þjónustuna ná til allra Eins og staðan er núna vantar heildaryfirsýn yfir verkefnin og fjölbreyttari lausnir. Það er verið að sinna þessari þjónustu út og suður eins og fjármunir leyfa, án þess að hafa yfirsýn yfir hvernig þeir nýtast. Afleiðingin er gjarnan sú að aldraðir festast í kerfinu og ekki finnast úrræði til að leysa vandamál þeirra eða þá að þau eru hreinlega ekki fyrir hendi. Þessi málaflokkur er dýr og verður samfélaginu dýrari með hverju árinu sem líður. Því verður að tryggja varanlega fjármuni í hann og skipuleggja í heild hvernig við ætlum að láta þjónustuna nýtast sem best þeim sem þurfa á henni að halda. Hver rekur þjónustuna á ekki að vera aðaldeilumálið eða, eins og staðan er nú, að allt sé fast í þrefi á milli ríkis og sveitarfélaga um reksturinn. Fyrir utan það að tryggja grunnþjónustu þarf líka að huga að andlegri líðan þessara einstaklinga. Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða eftir lausnum á sínum málum, það ætti öllum að vera ljóst. Þess vegna verða málefni aldraðra að vera forgangsmál við myndun næstu ríkisstjórnar, hvort sem það snýr að framfærslu eða umönnun. Mörg lifum við í þeirri trú að verið sé að sinna þessum málaflokki vel og þessir hlutir séu í lagi. Það er ekki fyrr en við lendum í því með aldraða foreldra eða ættingja að við fáum að kynnast kerfinu hér og getuleysi þess til að bjóða nauðsynleg úrræði, sérstaklega fyrir einstaklinga sem ekki hafa getu til að búa einir nema með mikilli aðstoð. Í dag eru þúsundir einstaklinga að sinna öldruðum foreldrum eða ættingjum sem eru heima vegna þess að viðeigandi þjónustu skortir. Aldraðir eiga ekki að þurfa að upplifa sig sem ölmusufólk og einangrast félagsle.a Sýnum öldruðum virðingu Þessi málaflokkur er kostnaðarsamur og því mikil freisting hjá stjórnvöldum að ná fram sparnaði í ríkisútgjöldum þar, enda þessi þjóðfélagshópur ekki mjög hávær. Hann á hinsvegar að vera hávær og minna á sig og fara fram á að fá mannúðlega meðferð. Skerðingar í eftirlaunakerfinu er eitt mesta óréttlætið sem aldraðir verða fyrir. Það hefur kallað fram mikla óvild í garð lífeyriskerfisins, þótt það hafi ekkert með þessar óréttlátu skerðingar að gera þar sem það eru stjórnvöld hverju sinni sem ákveða þær. Þess vegna þarf að endurskoða skerðingar, skattlagningu og frítekjumark fyrir eftirlaunaþega. Það er okkur til skammar að þegnar þessa lands, sem eru að ljúka sínu ævikvöldi, séu píndir svo í skerðingum og skattaálögum að þeir þurfi að velta fyrir sér hverri krónu. Sem betur fer erum við að komast á þann stað að eftirlaunaþegar eru að fá ásættanlegar greiðslur úr sínum lífeyrissjóði sér til framfærslu. Við verðum hins vegar að hækka framfærsluviðmið, draga úr skattaálögum og veita þessum þjóðfélagshópi sannarlega áhyggjulaust ævikvöld. Viðreisn er með skýra sýn í þessum málaflokki eins og í heilbrigðismálunum enda eru þessir málaflokkar samtvinnaðir. Tryggjum öllum áhyggjulaust ævikvöld og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar