Flokkurinn sem framkvæmir Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 23. september 2021 07:31 Árið er 2014. Ég er í tíunda bekk í Hagaskóla og stekk niður í smíðastofuna því annar tími féll niður. Ég fékk að búa til mitt fyrsta mótmælaskilti og var á leið á Austurvöll daginn eftir. Tilefnið var að mótmæla því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi svikið loforð sitt um að þjóðin fengi loksins að kjósa um ESB en báðir flokkur höfðu lýst því yfir að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Ég var ekki endilega mikill Evrópusinni en mér þótti ömurlegt að enn og aftur væru stjórnmálamenn að fara á bak orða sinna. Á skiltinu mínu stóð „Það er ljótt að plata“, boðskapur sem börn geta meðtekið auðveldlega en gleymist fljótt á fullorðinsárum stjórnmálamanna. Árið er 2016. Ég er á öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég vakna eldsnemma, vopnuð krítarspreyi og herja á borgina ásamt fríðu föruneyti með þeim einföldu skilaboðum „Bless Simmi“. Seinna sama dag fórum við ásamt 26 þúsund manns á Austurvöll. Þá var ég vopnuð melódíku og spilaði með hljómsveit lag sem ég fæ ennþá á heilann, með þeim stórkostlega texta „Þið eruð rekin, þið eruð rekin!“ Þreyttur mótmælandi finnur sér flokk Ég hafði sterkar skoðanir á stjórnmálum en var orðin langþreytt á því að mótmæla spilltum og aðgerðalausum stjórnmálamönnum. Þegar ég leitaði til flokka sem ég heillaðist af fyrir feminískar áherslur, umhverfismál eða frelsismál þá kom alltaf til þess að ég varð afhuga flokkunum vegna þess að enginn þeirra hafði allt þrennt. Vorið 2016 breyttist það hins vegar. 25. maí 2016 var Viðreisn stofnuð, sem ég fylgdist með vegna þess að ég þekkti fólk sem kom að stofnun flokksins. Engu að síður var ég þreytt og ekkert sérlega vongóð um að þarna væri flokkur sem hefði allt sem ég lagði áherslu á: femínisma, umhverfismál, frelsismál og að innan flokksins væri ekki ágreiningur um að þau mál væru mikilvæg. Ég mætti á opinn fund ungliðahreyfingarinnar áður en flokkurinn var formlega stofnaður. Ég spurði um allt á milli himins og jarðar og mér til mikillar gleði voru svörin einfaldlega „Já, við erum sammála þér“. Ég fór hægt og rólega að taka þátt og áður en ég vissi af var tilheyrði ég flokki sem ég hef átt mikla samleið með allar götur síðan. Þetta er flokkur sem hlustar á raddir ungs fólks og á síðustu árum hef ég náð að koma málum á stefnuskrá Viðreisnar sem ég hefði sennilega ekki komið í gegn á öðrum vettvangi. Lögleiðingu dánaraðstoðar, vímuefna, skaðaminnkandi nálgun á kynlífsvinnu og þolenda vændis, móttöku loftslagsflóttafólks og svo mætti lengi telja. Í vor var mér svo boðið 3. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður, raunhæfu varaþingmannssæti og ef vel gengur e.t.v. þingsæti. Verður mótmælandi að þingmanni? Mig langar á þing til þess að berjast fyrir samfélagi sem tekur utan um fólk en útskúfar því ekki úr samfélaginu fyrir það eitt að villast af leið. Mig langar að taka á loftslagsmálum af hörku, berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og niðurgreiddri sálfræðiþjónustu. Mig langar að Viðreisn sé með stóran þingflokk svo að mál sem þessi hljóti brautargengi á þingi. Mig langar að losa okkur undan íhaldsstjórn og færa okkur í áttina að frjálslyndu samfélagi þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Mig langar ekki lengur að vera áhorfandi með mótmælaspjald fyrir utan veggi Alþingis, heldur gera mitt besta til að eiga sæti þar inni til þess að framkvæma loksins þessi mál sem hafa setið á hakanum of lengi. Til þess að samfélag sem byggir á jafnrétti, frelsi og umhverfisvernd verði að veruleika þarf að kjósa Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Annars boðum við yfir okkur, enn og aftur, íhaldið og kyrrstöðuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Árið er 2014. Ég er í tíunda bekk í Hagaskóla og stekk niður í smíðastofuna því annar tími féll niður. Ég fékk að búa til mitt fyrsta mótmælaskilti og var á leið á Austurvöll daginn eftir. Tilefnið var að mótmæla því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hafi svikið loforð sitt um að þjóðin fengi loksins að kjósa um ESB en báðir flokkur höfðu lýst því yfir að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Ég var ekki endilega mikill Evrópusinni en mér þótti ömurlegt að enn og aftur væru stjórnmálamenn að fara á bak orða sinna. Á skiltinu mínu stóð „Það er ljótt að plata“, boðskapur sem börn geta meðtekið auðveldlega en gleymist fljótt á fullorðinsárum stjórnmálamanna. Árið er 2016. Ég er á öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Ég vakna eldsnemma, vopnuð krítarspreyi og herja á borgina ásamt fríðu föruneyti með þeim einföldu skilaboðum „Bless Simmi“. Seinna sama dag fórum við ásamt 26 þúsund manns á Austurvöll. Þá var ég vopnuð melódíku og spilaði með hljómsveit lag sem ég fæ ennþá á heilann, með þeim stórkostlega texta „Þið eruð rekin, þið eruð rekin!“ Þreyttur mótmælandi finnur sér flokk Ég hafði sterkar skoðanir á stjórnmálum en var orðin langþreytt á því að mótmæla spilltum og aðgerðalausum stjórnmálamönnum. Þegar ég leitaði til flokka sem ég heillaðist af fyrir feminískar áherslur, umhverfismál eða frelsismál þá kom alltaf til þess að ég varð afhuga flokkunum vegna þess að enginn þeirra hafði allt þrennt. Vorið 2016 breyttist það hins vegar. 25. maí 2016 var Viðreisn stofnuð, sem ég fylgdist með vegna þess að ég þekkti fólk sem kom að stofnun flokksins. Engu að síður var ég þreytt og ekkert sérlega vongóð um að þarna væri flokkur sem hefði allt sem ég lagði áherslu á: femínisma, umhverfismál, frelsismál og að innan flokksins væri ekki ágreiningur um að þau mál væru mikilvæg. Ég mætti á opinn fund ungliðahreyfingarinnar áður en flokkurinn var formlega stofnaður. Ég spurði um allt á milli himins og jarðar og mér til mikillar gleði voru svörin einfaldlega „Já, við erum sammála þér“. Ég fór hægt og rólega að taka þátt og áður en ég vissi af var tilheyrði ég flokki sem ég hef átt mikla samleið með allar götur síðan. Þetta er flokkur sem hlustar á raddir ungs fólks og á síðustu árum hef ég náð að koma málum á stefnuskrá Viðreisnar sem ég hefði sennilega ekki komið í gegn á öðrum vettvangi. Lögleiðingu dánaraðstoðar, vímuefna, skaðaminnkandi nálgun á kynlífsvinnu og þolenda vændis, móttöku loftslagsflóttafólks og svo mætti lengi telja. Í vor var mér svo boðið 3. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður, raunhæfu varaþingmannssæti og ef vel gengur e.t.v. þingsæti. Verður mótmælandi að þingmanni? Mig langar á þing til þess að berjast fyrir samfélagi sem tekur utan um fólk en útskúfar því ekki úr samfélaginu fyrir það eitt að villast af leið. Mig langar að taka á loftslagsmálum af hörku, berjast fyrir réttindum hinsegin fólks og niðurgreiddri sálfræðiþjónustu. Mig langar að Viðreisn sé með stóran þingflokk svo að mál sem þessi hljóti brautargengi á þingi. Mig langar að losa okkur undan íhaldsstjórn og færa okkur í áttina að frjálslyndu samfélagi þar sem fólki er treyst fyrir eigin ákvörðunum. Mig langar ekki lengur að vera áhorfandi með mótmælaspjald fyrir utan veggi Alþingis, heldur gera mitt besta til að eiga sæti þar inni til þess að framkvæma loksins þessi mál sem hafa setið á hakanum of lengi. Til þess að samfélag sem byggir á jafnrétti, frelsi og umhverfisvernd verði að veruleika þarf að kjósa Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Annars boðum við yfir okkur, enn og aftur, íhaldið og kyrrstöðuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar