Breytum sjávarútveginum á laugardaginn Magnús D. Norðdahl skrifar 21. september 2021 14:16 Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sannarlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýtingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin. Ekki er ágreiningur um að stýra þarf veiðum og nýta auðlindina skynsamlega og tryggja að hún geti nýst komandi kynslóðum. Það er hins vegar engin sátt eða friður um að þeir kvótar sem settir eru á einstaka fiskistofna séu meðhöndlaðir sem einkaeign þeirra sem fengu þeim upphaflega úthlutað eða hafa keypt þá síðar. Framsal kvótans er ekki nauðsynlegt til þess að stýra veiðum en hefur hins vegar leitt til þess að aflaheimildir hafa komist í hendur fárra fyrirtækja og gert endurnýjun í greininni ómögulega. Jafnframt hafa hundruð milljarða verið teknir út úr sjávarútveginum þegar kvótar hafa verið seldir. Þeir milljarðar hafa búið til nýja auðstétt sem fjárfest hefur í óskyldum rekstri eins og fasteignafélögum, verslunarkeðjum, tryggingafélögum og fjármálastofnunum auk þess að valsa með fjármuni í gegnum dótturfélög í skattaparadísum til þess að forðast skattgreiðslur hér á landi. Afleiðingarnar augljósar Síðast en ekki síst hafa þessir fjármunir runnið frá þeim byggðarlögum þar sem verðmætin urðu upphaflega til, þ.e. frá sjárvarþorpum og bæjum þessa lands. Dæmin eru mörg og afleiðingarnar augljósar. Það er einnig alveg ljóst að loforð kvótakaupenda um nýtingu kvótans í þeim byggðum þaðan sem þeir hafa verið keyptir eru fals eitt. Því verður seint gleymt þegar Samherji keypti útgerð Guðbjargar ÍS á Ísafirði 1997 og gefið var skriflegt loforð um að útgerðin yrði óbreytt frá því sem verið hafði. Tveimur árum síðar var allt á bak og burt þar með talið bæjarstjórinn og stjórnarformaður Samherja sem nú er sjávarútvegsráðherra, þ.e. Kristján Þór Júlíusson. Skemmst er síðan að minnast þess þegar nánast allar aflaheimildir hurfu frá Akranesi 2017 með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk og efnahag bæjarins sem alltaf hafði verið sterkur og farsæll útgerðarbær. Tækifærið er núna Nú er nóg komið. Píratar ætla að innkalla og bjóða upp aflaheimildir til leigu á opnum markaði og tryggja að leigugjaldið renni að fullu til íslensku þjóðarinnar. Þannig tryggjum við jafnt aðgengi allra að auðlindinni og heilbrigða nýliðun. Píratar ætla að tryggja sjálfbæran sjávarútveg og sjálfstæðar, öflugar hafrannsóknir, veiðiráðgjöf og eftirlit án pólitískra afskipta. Píratar ætla að gera handfæraveiðar frjálsar og fyrsta skrefið verður að tryggja 48 veiðidaga á hvern handfærabát. Við ætlum að láta allan afla fara upphaflega í gegnum innlendan fiskmarkað til að fá eðlilegt markaðsverð á öllu sjávarfangi. Þannig er komið í veg fyrir að útgerðum með eigin vinnslu sé gert kleift að selja sjálfum sér sjávarfang með afslætti. Verðlagsstofa skiptaverðs verður þar með óþörf og lögð niður og tvöföld verðlagning leggst af, sjómönnum og landsmönnum til heilla. Tækifæri til breytinga í sjávarútvegi liggur í kjörklefanum þann 25. september næstkomandi. Píratar hvetja alla til að nýta kosningaréttinn. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Allir Íslendingar eru sammála um að haga þurfi nýtingu auðlinda þannig að hún sé sjálfbær. Það á svo sannarlega við um sjávarauðlindina þar sem saman þarf að fara skynsamleg nýting fiskistofna, hámörkun á nýtingu hráefnis og góð umgengni um fiskimiðin. Ekki er ágreiningur um að stýra þarf veiðum og nýta auðlindina skynsamlega og tryggja að hún geti nýst komandi kynslóðum. Það er hins vegar engin sátt eða friður um að þeir kvótar sem settir eru á einstaka fiskistofna séu meðhöndlaðir sem einkaeign þeirra sem fengu þeim upphaflega úthlutað eða hafa keypt þá síðar. Framsal kvótans er ekki nauðsynlegt til þess að stýra veiðum en hefur hins vegar leitt til þess að aflaheimildir hafa komist í hendur fárra fyrirtækja og gert endurnýjun í greininni ómögulega. Jafnframt hafa hundruð milljarða verið teknir út úr sjávarútveginum þegar kvótar hafa verið seldir. Þeir milljarðar hafa búið til nýja auðstétt sem fjárfest hefur í óskyldum rekstri eins og fasteignafélögum, verslunarkeðjum, tryggingafélögum og fjármálastofnunum auk þess að valsa með fjármuni í gegnum dótturfélög í skattaparadísum til þess að forðast skattgreiðslur hér á landi. Afleiðingarnar augljósar Síðast en ekki síst hafa þessir fjármunir runnið frá þeim byggðarlögum þar sem verðmætin urðu upphaflega til, þ.e. frá sjárvarþorpum og bæjum þessa lands. Dæmin eru mörg og afleiðingarnar augljósar. Það er einnig alveg ljóst að loforð kvótakaupenda um nýtingu kvótans í þeim byggðum þaðan sem þeir hafa verið keyptir eru fals eitt. Því verður seint gleymt þegar Samherji keypti útgerð Guðbjargar ÍS á Ísafirði 1997 og gefið var skriflegt loforð um að útgerðin yrði óbreytt frá því sem verið hafði. Tveimur árum síðar var allt á bak og burt þar með talið bæjarstjórinn og stjórnarformaður Samherja sem nú er sjávarútvegsráðherra, þ.e. Kristján Þór Júlíusson. Skemmst er síðan að minnast þess þegar nánast allar aflaheimildir hurfu frá Akranesi 2017 með tilheyrandi afleiðingum fyrir vinnandi fólk og efnahag bæjarins sem alltaf hafði verið sterkur og farsæll útgerðarbær. Tækifærið er núna Nú er nóg komið. Píratar ætla að innkalla og bjóða upp aflaheimildir til leigu á opnum markaði og tryggja að leigugjaldið renni að fullu til íslensku þjóðarinnar. Þannig tryggjum við jafnt aðgengi allra að auðlindinni og heilbrigða nýliðun. Píratar ætla að tryggja sjálfbæran sjávarútveg og sjálfstæðar, öflugar hafrannsóknir, veiðiráðgjöf og eftirlit án pólitískra afskipta. Píratar ætla að gera handfæraveiðar frjálsar og fyrsta skrefið verður að tryggja 48 veiðidaga á hvern handfærabát. Við ætlum að láta allan afla fara upphaflega í gegnum innlendan fiskmarkað til að fá eðlilegt markaðsverð á öllu sjávarfangi. Þannig er komið í veg fyrir að útgerðum með eigin vinnslu sé gert kleift að selja sjálfum sér sjávarfang með afslætti. Verðlagsstofa skiptaverðs verður þar með óþörf og lögð niður og tvöföld verðlagning leggst af, sjómönnum og landsmönnum til heilla. Tækifæri til breytinga í sjávarútvegi liggur í kjörklefanum þann 25. september næstkomandi. Píratar hvetja alla til að nýta kosningaréttinn. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar