Ruglingsleg umræða um ESB Karl Gauti Hjaltason skrifar 21. september 2021 16:15 Margir hafa undrað sig á því hvernig formaður Viðreisnar getur mætt rétt fyrir kosningar í pólitíska yfirheyrslu og allan tímann þagað um sitt helsta baráttumál - að koma Íslandi inn í Evrópusambandið - og sagt svo aðspurð að það vanti upplýsingar um Evrópusambandið! Þetta lét Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sig hafa í Dagmálum Morgunblaðsins í síðustu viku. Skoðum aðeins hvað Þorgerður Katrín var að segja. Jú, að það vanti upplýsingar - væntanlega til þess að hægt sé að ákveða hvort innganga í sambandið sé æskileg? En eru allir búnir að gleyma því að stefna Viðreisnar er einfaldlega að ganga þarna inn. Engir fyrirvarar hafa hingað til verið settir, hvað þá með vísun í skort á upplýsingum! Það er ekki nema von að sumir spyrji sig að því hvort þetta sé ný útgáfa af upplýsingaóreiðu? Elta valdið sem búið er að framselja! Þessi ummæli kalla á upprifjun því þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkur ruglingur er settur af stað. Þegar við Íslendingar gerðumst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var fullyrt að því myndi ekki fylgja framsal valds, ekki síst af ESB-sinnum, og fyrir vikið var því hafnað að þjóðin fengi að kjósa um málið. En annað hefur komið á daginn og ESB-sinnar halda því jafnvel fram í dag að framsal valds sé meira í gegnum EES en ESB og því þurfi að ganga í sambandið til að endurheimta hluta af því valdi sem framselt var í gegnum EES-samninginn sem vitanlega er alls ekki rétt. Þetta er alveg ótrúlegur öfugsnúningur. Skjótum krónuna Viðreisn fer nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum gegn gjaldmiðli okkar Íslendinga. Krónan er í skotlínu með fyrirheitum um að tenging við evruna eða hreinlega upptaka hennar verði allra meina bót. Þetta á að leiða til stórkostlega breytinga og horft framhjá aukaverkunum eins og alltaf í áróðursstríði. Stundum vísa Viðreisnarmenn í dæmi frá Dönum sem segja ekki nema hálfa söguna. Danir eru með tengingu við evruna einfaldlega vegna þess að þeir voru með hana áður við þýska markið og hagsveiflan er svipuð í þessum löndum. Augljóslega á það ekki við um Ísland sem er með allt öðru vísi útflutningsgreinar. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar. Kjósendur ættu að hafa í huga að með Viðreisn og Samfylkingu í ríkisstjórn er hætt við að örlagarík skerf verði tekin í átt að frekari tengingum við Evrópusambandið. Tengingar sem skerða myndu enn frekar fullveldi okkar Íslendinga og þrengja að valkostum til sjálfstæðra og frjálsra viðskipta. Miðflokkurinn er eina aflið sem tryggir viðspyrnu gegn árásum ESB-sinna gegn fullveldi landsins. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Gauti Hjaltason Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa undrað sig á því hvernig formaður Viðreisnar getur mætt rétt fyrir kosningar í pólitíska yfirheyrslu og allan tímann þagað um sitt helsta baráttumál - að koma Íslandi inn í Evrópusambandið - og sagt svo aðspurð að það vanti upplýsingar um Evrópusambandið! Þetta lét Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sig hafa í Dagmálum Morgunblaðsins í síðustu viku. Skoðum aðeins hvað Þorgerður Katrín var að segja. Jú, að það vanti upplýsingar - væntanlega til þess að hægt sé að ákveða hvort innganga í sambandið sé æskileg? En eru allir búnir að gleyma því að stefna Viðreisnar er einfaldlega að ganga þarna inn. Engir fyrirvarar hafa hingað til verið settir, hvað þá með vísun í skort á upplýsingum! Það er ekki nema von að sumir spyrji sig að því hvort þetta sé ný útgáfa af upplýsingaóreiðu? Elta valdið sem búið er að framselja! Þessi ummæli kalla á upprifjun því þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkur ruglingur er settur af stað. Þegar við Íslendingar gerðumst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var fullyrt að því myndi ekki fylgja framsal valds, ekki síst af ESB-sinnum, og fyrir vikið var því hafnað að þjóðin fengi að kjósa um málið. En annað hefur komið á daginn og ESB-sinnar halda því jafnvel fram í dag að framsal valds sé meira í gegnum EES en ESB og því þurfi að ganga í sambandið til að endurheimta hluta af því valdi sem framselt var í gegnum EES-samninginn sem vitanlega er alls ekki rétt. Þetta er alveg ótrúlegur öfugsnúningur. Skjótum krónuna Viðreisn fer nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum gegn gjaldmiðli okkar Íslendinga. Krónan er í skotlínu með fyrirheitum um að tenging við evruna eða hreinlega upptaka hennar verði allra meina bót. Þetta á að leiða til stórkostlega breytinga og horft framhjá aukaverkunum eins og alltaf í áróðursstríði. Stundum vísa Viðreisnarmenn í dæmi frá Dönum sem segja ekki nema hálfa söguna. Danir eru með tengingu við evruna einfaldlega vegna þess að þeir voru með hana áður við þýska markið og hagsveiflan er svipuð í þessum löndum. Augljóslega á það ekki við um Ísland sem er með allt öðru vísi útflutningsgreinar. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar. Kjósendur ættu að hafa í huga að með Viðreisn og Samfylkingu í ríkisstjórn er hætt við að örlagarík skerf verði tekin í átt að frekari tengingum við Evrópusambandið. Tengingar sem skerða myndu enn frekar fullveldi okkar Íslendinga og þrengja að valkostum til sjálfstæðra og frjálsra viðskipta. Miðflokkurinn er eina aflið sem tryggir viðspyrnu gegn árásum ESB-sinna gegn fullveldi landsins. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun